Instagramklásúla í samningnum sem gæti reynst dýrkeypt Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2023 09:31 Felix Nmecha er nýr leikmaður Dortmund þrátt fyrir mótmæli stuðningsmanna. Vísir/Getty Á dögunum festi Borussia Dortmund kaup á hinum tuttugu og þriggja ára gamla Felix Nmecha frá Wolfsburg. Í samningi Nmecha er að finna klásúlu sem hefur vakið nokkra athygli. Stuðningsmenn þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund voru ekkert yfir sig ánægðir þegar félagið tilkynnti um kaupinn á Felix Nmecha. Leikmaðurinn hefur nefnilega í þónokkur skipti tjáð sig á bæði trans- og hómófóbískan hátt á samfélagsmiðlum og vildu stuðningsmenn Dortmund meina að kaupin gengju gegn gildum félagsins. Gekk þetta meira að segja svo langt að stuðningsmennirnir boðuðu til mótmæla vegna kaupanna en það hafði þó lítið að segja. Nmecha er orðinn leikmaður Dortmund og nú hefur komið í ljós að í samningi hans er að finna klásúlu sem er ansi forvitnileg. Klásúlan hljóðar þannig að ef Nmecha brýtur gegn gildum félagsins á samfélagsmiðlum þá fær hann eina milljón evra í sekt, sem gerir tæplega 150 milljónir íslenskra króna. Vonast forsvarsmenn Dortmund að þetta muni fá Nmecha til að hugsa sig tvisvar um áður en hann skellir í stöðuuppfærslu. Nmecha heldur því sjálfur fram að áðurnefnd innlegg hans á samfélagsmiðlum hafi verið tekin úr samhengi og hann lýsir sjálfum sér sem kristnum og að hann „elski allar manneskjur.“ Samningur Nmecha við Dortmund gildir til ársins 2028 en hann skoraði tvö mörk og gaf þrjár stoðsendinga í 30 deildarleikjum með Wolfsburg á síðustu leiktíð. Þýski boltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Stuðningsmenn þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund voru ekkert yfir sig ánægðir þegar félagið tilkynnti um kaupinn á Felix Nmecha. Leikmaðurinn hefur nefnilega í þónokkur skipti tjáð sig á bæði trans- og hómófóbískan hátt á samfélagsmiðlum og vildu stuðningsmenn Dortmund meina að kaupin gengju gegn gildum félagsins. Gekk þetta meira að segja svo langt að stuðningsmennirnir boðuðu til mótmæla vegna kaupanna en það hafði þó lítið að segja. Nmecha er orðinn leikmaður Dortmund og nú hefur komið í ljós að í samningi hans er að finna klásúlu sem er ansi forvitnileg. Klásúlan hljóðar þannig að ef Nmecha brýtur gegn gildum félagsins á samfélagsmiðlum þá fær hann eina milljón evra í sekt, sem gerir tæplega 150 milljónir íslenskra króna. Vonast forsvarsmenn Dortmund að þetta muni fá Nmecha til að hugsa sig tvisvar um áður en hann skellir í stöðuuppfærslu. Nmecha heldur því sjálfur fram að áðurnefnd innlegg hans á samfélagsmiðlum hafi verið tekin úr samhengi og hann lýsir sjálfum sér sem kristnum og að hann „elski allar manneskjur.“ Samningur Nmecha við Dortmund gildir til ársins 2028 en hann skoraði tvö mörk og gaf þrjár stoðsendinga í 30 deildarleikjum með Wolfsburg á síðustu leiktíð.
Þýski boltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira