Gabriel Jesus grét undan Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2023 14:31 Pep Guardiola gefur hér Gabriel Jesus fyrirmæli í Meistaradeildarleik. Getty/Dave Howarth Gabriel Jesus fór yfir ástæður þess að hann yfirgaf Manchester City fyrir ári síðan og það var vegna meðferðarinnar sem hann fékk hjá knattspyrnustjóranum Pep Guardiola. Pep Guardiola hefur náð frábærum árangri sem knattspyrnustjóri en hann hlífir engum þegar hann velur liðið sitt. Gabriel Jesus lék undir stjórn Guardiola í fimm ár en sagðist líða eins og frjáls maður eftir að hann komst til Arsenal. „Þetta var Meistaradeildarleikur á móti PSG á heimavelli. Hann lét þá [Oleksandr] Zinchenko spila sem falska níu. Algjör klikkun,“ sagði Gabriel Jesus í hlaðvarpsþættinum „Denilson show“ en hann var þar að rifja upp leik frá því í nóvember 2021. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Daginn áður þá notaði hann Zinchenko ekkert á æfingunni því ég var þá að spila sem framherji. Zinchenko grínaðist einnig við mig: Ég fann til með þér þennan dag,“ sagði Jesus. ESPN segir frá. „Tveimur klukkutímum fyrir leikinn er liðsfundur. Liðið borðar saman, hvílir sig í þrjátíu mínútur og fer síðan á leikinn. Hann sagði frá byrjunarliðinu. Ég hafði enga matarlyst. Ég fór strax upp í rúmið mitt og grét,“ sagði Jesus. „Ég hringdi í móður mína til að ræða málin. Ég sagði: Ég vil komast í burtu. Ég ætla heim af því að hann setti Zinchenko í mína stöðu og ég fékk ekki að spila. Vinstri bakvörð. Ég algjörlega trompaðist,“ sagði Jesus. Jesus kom inn á fyrir Zinchenko í seinni hálfleiknum, lagði upp jöfnunarmarkið og skoraði síðan sigurmarkið sjálfur. „Ég hitaði ekki upp. Mér leið svo illa. Fimm mínútum eftir að [Kylian] Mbappe skoraði þá kallaði hann á mig. Ég gaf stoðsendingu og skoraði mark og við snérum við leiknum. Ég hélt að ég myndi spila í næsta Meistaradeildarleik en gerði það ekki,“ sagði Jesus. „Það var mikið um svona hjá Guardiola og þetta er ekki auðvelt. Leikmenn þroskast hjá honum en þetta er mjög erfitt. Ég ákvað þarna að ég vildi ekki vera þarna lengur og að ég þyrfti að komast í burtu,“ sagði Jesus. Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira
Pep Guardiola hefur náð frábærum árangri sem knattspyrnustjóri en hann hlífir engum þegar hann velur liðið sitt. Gabriel Jesus lék undir stjórn Guardiola í fimm ár en sagðist líða eins og frjáls maður eftir að hann komst til Arsenal. „Þetta var Meistaradeildarleikur á móti PSG á heimavelli. Hann lét þá [Oleksandr] Zinchenko spila sem falska níu. Algjör klikkun,“ sagði Gabriel Jesus í hlaðvarpsþættinum „Denilson show“ en hann var þar að rifja upp leik frá því í nóvember 2021. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Daginn áður þá notaði hann Zinchenko ekkert á æfingunni því ég var þá að spila sem framherji. Zinchenko grínaðist einnig við mig: Ég fann til með þér þennan dag,“ sagði Jesus. ESPN segir frá. „Tveimur klukkutímum fyrir leikinn er liðsfundur. Liðið borðar saman, hvílir sig í þrjátíu mínútur og fer síðan á leikinn. Hann sagði frá byrjunarliðinu. Ég hafði enga matarlyst. Ég fór strax upp í rúmið mitt og grét,“ sagði Jesus. „Ég hringdi í móður mína til að ræða málin. Ég sagði: Ég vil komast í burtu. Ég ætla heim af því að hann setti Zinchenko í mína stöðu og ég fékk ekki að spila. Vinstri bakvörð. Ég algjörlega trompaðist,“ sagði Jesus. Jesus kom inn á fyrir Zinchenko í seinni hálfleiknum, lagði upp jöfnunarmarkið og skoraði síðan sigurmarkið sjálfur. „Ég hitaði ekki upp. Mér leið svo illa. Fimm mínútum eftir að [Kylian] Mbappe skoraði þá kallaði hann á mig. Ég gaf stoðsendingu og skoraði mark og við snérum við leiknum. Ég hélt að ég myndi spila í næsta Meistaradeildarleik en gerði það ekki,“ sagði Jesus. „Það var mikið um svona hjá Guardiola og þetta er ekki auðvelt. Leikmenn þroskast hjá honum en þetta er mjög erfitt. Ég ákvað þarna að ég vildi ekki vera þarna lengur og að ég þyrfti að komast í burtu,“ sagði Jesus.
Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira