Sjáðu Orkumótið: „Ómetanlegar minningar fyrir þá“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2023 09:01 Svava Kristín með fjörugum Frömurum sem nutu lífsins í Eyjum um síðustu helgi. Stöð 2 Sport Það er óhætt að lýsa Orkumótinu í Vestmannaeyjum sem ákveðnum hápunkti í fótboltalífi íslenskra stráka. Svava Kristín Gretarsdóttir var á mótinu í ár og gerði því ítarleg skil í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. „Mótið í ár er jafnglæsilegt og síðustu ár. Eftir fjörutíu ára reynslu Eyjamanna þá gengur allt saman smurt fyrir sig, og lítið mál að halda utan um þá þúsund keppendur sem hingað eru komnir, til þess eins að gera það sem þeim finnst skemmtilegast að gera; Jú, að spila fótbolta,“ sagði Svava Kristín áður en hún tók púlsinn á nokkrum eldhressum keppendum. Þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Orkumótið 2023 „Þessi hérna lokaði bara sjoppunni,“ sagði FH-ingur og benti á vin sinn úr vörninni, eftir sigur á Þrótti. „Hann varði sko frá Ronaldo!“ sagði ekki síður hress Bliki, um þjálfara sinn Gunnleif Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, sem naut þess að vera á mótinu og sagði það dýrmætt fyrir strákana: „Tapa, gráta, hlæja og sigra“ „Það er mikilvægt fyrir þá að læra allt hérna. Tapa, gráta, hlæja og sigra. Allan pakkann,“ sagði Gunnleifur sem virtist ekki síður hafa gaman af að vera á mótinu sem þjálfari en leikmaður: „Það er bara best í heimi. Að sjá þessa gæja upplifa þetta allt, og koma síðan þroskaðri og vonandi betri manneskjur og fótboltamenn til baka, það er bara stórkostlegt. Forréttindi að fá að vera hérna,“ sagði Gunnleifur. „Ómetanlegt að vera hérna“ Sveitungi hans úr Kópavogi, Ómar Ingi Guðmundsson, sleppir heldur ekki tækifærinu á að fara á mótið þó að hann sé þjálfari meistaraflokks HK. Hann þjálfar einnig stráka í 6. flokk. „Þetta verða ómetanlegar minningar fyrir þá og maður veit það því maður umgengst enn í dag, í meistaraflokksliði mínu, stráka sem ég var með hérna. Það er ómetanlegt að vera hérna, með bestu vinunum, og sérstaklega ef það gengur vel og veðrið er gott. Þá er þetta bara frábært,“ sagði Ómar Ingi. Svava spjallaði við mun fleiri, þar á meðal vinsælasta manninn á svæðinu að því er virtist, Einsa kalda, sem sá til þess að strákarnir fengju nóg að borða, og söngvarann Jón Jónsson sem fékk alla með sér í nýja laginu Fótbolti úti í Eyjum. Stjarnan og KR mættust í úrslitaleik mótsins þar sem Stjörnumenn höfðu að lokum betur og fögnuðu vel og innilega, eins og sjá má í þættinum hér að ofan. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport. Næsti þáttur fjallar um N1-mótið sem nú er í fullum gangi á Akureyri. Sumarmótin Vestmannaeyjar Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
„Mótið í ár er jafnglæsilegt og síðustu ár. Eftir fjörutíu ára reynslu Eyjamanna þá gengur allt saman smurt fyrir sig, og lítið mál að halda utan um þá þúsund keppendur sem hingað eru komnir, til þess eins að gera það sem þeim finnst skemmtilegast að gera; Jú, að spila fótbolta,“ sagði Svava Kristín áður en hún tók púlsinn á nokkrum eldhressum keppendum. Þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Orkumótið 2023 „Þessi hérna lokaði bara sjoppunni,“ sagði FH-ingur og benti á vin sinn úr vörninni, eftir sigur á Þrótti. „Hann varði sko frá Ronaldo!“ sagði ekki síður hress Bliki, um þjálfara sinn Gunnleif Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, sem naut þess að vera á mótinu og sagði það dýrmætt fyrir strákana: „Tapa, gráta, hlæja og sigra“ „Það er mikilvægt fyrir þá að læra allt hérna. Tapa, gráta, hlæja og sigra. Allan pakkann,“ sagði Gunnleifur sem virtist ekki síður hafa gaman af að vera á mótinu sem þjálfari en leikmaður: „Það er bara best í heimi. Að sjá þessa gæja upplifa þetta allt, og koma síðan þroskaðri og vonandi betri manneskjur og fótboltamenn til baka, það er bara stórkostlegt. Forréttindi að fá að vera hérna,“ sagði Gunnleifur. „Ómetanlegt að vera hérna“ Sveitungi hans úr Kópavogi, Ómar Ingi Guðmundsson, sleppir heldur ekki tækifærinu á að fara á mótið þó að hann sé þjálfari meistaraflokks HK. Hann þjálfar einnig stráka í 6. flokk. „Þetta verða ómetanlegar minningar fyrir þá og maður veit það því maður umgengst enn í dag, í meistaraflokksliði mínu, stráka sem ég var með hérna. Það er ómetanlegt að vera hérna, með bestu vinunum, og sérstaklega ef það gengur vel og veðrið er gott. Þá er þetta bara frábært,“ sagði Ómar Ingi. Svava spjallaði við mun fleiri, þar á meðal vinsælasta manninn á svæðinu að því er virtist, Einsa kalda, sem sá til þess að strákarnir fengju nóg að borða, og söngvarann Jón Jónsson sem fékk alla með sér í nýja laginu Fótbolti úti í Eyjum. Stjarnan og KR mættust í úrslitaleik mótsins þar sem Stjörnumenn höfðu að lokum betur og fögnuðu vel og innilega, eins og sjá má í þættinum hér að ofan. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport. Næsti þáttur fjallar um N1-mótið sem nú er í fullum gangi á Akureyri.
Sumarmótin Vestmannaeyjar Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira