Umfjöllun og viðtöl: KA - Breiðablik 6-4 | Akureyringar í úrslit eftir sigur í vítakeppni Árni Gísli Magnússon skrifar 4. júlí 2023 20:17 VÍSIR/HULDA MARGRÉT KA er komið í úrslitaleik Mjólkurbikars karla eftir frækinn sigur gegn Breiðabliki á Greifavellinum á Akureyri í dag. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma þar sem KA jafnaði með síðustu spyrnu leiksins. Liðin skoruðu svo sitt hvort markið í framlengingu áður en KA hafði betur í vítaspyrnukeppni. Blikar byrjuðu leikinn töluvert betur og eftir rúmar 10 mínútur átti Gísli Eyjólfsson ágætis skot sem Jajalo varði vel. Stuttu seinna fékk Hallgrímur Mar gott færi inn á teig gestanna en skotið ekki nægilega hnitmiðað og Anton Ari varði nokkuð örugglega í markinu. Þau voru ekki mörg færin í viðbót í fyrri hálfleiknum en Blikarnir voru töluvert áræðnari og héldu boltanum vel innan liðsins og náðu að drepa flestar skyndisóknir KA nokkuð fljótlega. Staðan markalaus í hálfleik en það átti heldur betur eftir að lifna við hlutunum í síðari hálfleik. Það var allt annað að sjá KA í upphafi síðari leiks og Ásgeir Sigurgeirsson skoraði fyrsta mark leiksins á 56. mínútu þegar hann fylgdi eftir föstu skoti sem Anton Ari hafi varið frá Jakobi Snæ. Blikar vöknuðu heldur betur til lífsins við það að lenda undir og sóttu nær látlaust það sem eftir lifði leiks. Færin voru oft á tíðum erfið og gerði Kristijan Jajalo oft vel í marki KA þegar mest á þurfti. Eitthvað varð þó undan að láta og varamaðurinn Klæmint Olsen jafnaði leikinn á 86. mínútu með frábærum skalla eftir góða fyrirgjöf frá Viktori Karli. Aðeins mínútu áður átti Hallgrímur Mar skot í innanverða stöngina sem hefði farið langt með leikinn. Það er stutt á milli í þessu. Á fyrstu mínútu uppbótartímans virtist Höskuldur Gunnlaugsson vera að skjóta Blikum í úrslit þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Heimamenn gerðu allt hvað þeir gátu til að jafna og sendu alla fram í hornspyrnu þegar komið var fram í sjöundu mínútu uppbótartímans. Eftir klafs í teignum endaði boltinn hjá Ívari Erni sem þrumaði honum í netið og kom leiknum í framlengingu. Jason Daði Svanþórsson átti skot í slá snemma í framlengingunni en annars gerðist lítið í fyrri hálfleik hennar þangað til í blálokin þegar Pætur Petersen braut á Davíði Ingvarssyni rétt innan við vítateigslínuna og víti dæmt. Á punktunn steig fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson og skoraði naumlega. KA menn hreinlega neituðu að gefast upp og á 117. mínútu jafnaði Pætur Petersen leikinn með skalla eftir fyrirgjöf frá Ingimari Stöle sem var nýkominn inn á sem varamaður. Staðan 3-3 eftir venjulegan leiktíma og því var gripið til vítaspyrnukeppni. Anton Ari varði fyrstu spyrnuna frá Elfari Árna. Höskuldur Gunlaugsson skoraði úr fyrstu spyrnu Blika og Daníel Hafsteinsson skoraði fyrir KA.Kristjan Jajalo varði spyrnu Gísla Eyjólfssonar og í kjölfarið skutu Hallgrímur Mar og og Viktor Karl yfir úr sínum spyrnum. Staðan 1-1 eftir þrjár spyrnur á lið.Ívar Örn Árnason skaut beint á markið úr næstu spyrnu og kom KA í forystu. Klæmint Olsen skaut svo yfir úr sinni spyrnu sem þýddi að Rodri gat tryggt KA í úrslitaleikinn úr næstu spyrnu sem hann gerði svo sannarlega með öruggu skoti í hornið og allt trylltist í stúkunni. Lokatölur eftir framlengingunni og vítaspyrnukeppni því 6-4 KA í vil. Af hverju vann KA? Þeir neituðu að gefast upp þrátt fyrir að lenda tvisvar undir á erfiðum tíma. Að lokum höfðu þeir betur í vítaspyrnukeppni sem getur farið hvernig sem er. Hverjir stóðu upp úr? KA fékk á sig þrjú mörk en Ívar Örn átti frábæran leik og gaf gjörsamlega allt sem hann átti fyrir félagið sitt. Pætur Petersen og Ingimar Stöle komu af bekknum og áttu stóran þátt í sigrinum. Hjá Breiðabliki var Höskuldur Gunnlaugsson fyrirferðamikill og skoraði úr bæði auka- og vítaspyrnu. Viktor Karl og Jason Daði áttu einnig flottan leik. Hvað gekk illa? Eigum við ekki bara að segja að það hafi gengið illa að skora úr vítaspyrnum í dag. Af 9 spyrnum í vítaspyrnukeppninni fara fimm forgörðum. Hvað gerist næst? KA er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og mæta þar annað hvort Víkingi R. eða KR.Blikar eru dottnir úr leik. KA mætir Connah’s Quay Nomads frá Wales í fyrri leik viðureignarinnar í undankeppni Sambandseildar Evrópu fimmtudaginn 13. júlí kl. 18:00. Leikurinn er heimaleikur KA en verður spilaður á heimavelli Fram í Úlfarársdal þar sem Greifavöllurinn er ekki löglegur í Evrópukeppni. Breiðablik fær Fylki í heimsókn í Bestu deildinni föstudaginn 7. júlí kl. 19:15. „Maður er hálf hræður” Hallgrímur var sáttur með sigurinn og sætið í undanúrslitum.Vísir/Hulda Margrét „Bara gríðarlega vel, gríðarlega stoltur af liðinu, maður er hálf hrærður. Þetta þróaðist þannig að þetta var alltaf svona smá brekka fyrir leikinn. Sýnum ótrúlegan karakter, sérstaklega eftir það sem undan er gengið, búið að vera reyna tala okkur niður og fleira þannig ég er svo ótrúlega stoltur af strákunum og fyrir mér fór það lið áfram sem átti það skilið”, sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, strax eftir að lið hans hafði tryggt sér í úrslitaleik Mjólkurbikarsins eftir ótrúlega dramatík sem endaði í vítaspyrnukeppn og það var greinilegt að Hallgrími var mjög létt. Hallgrímur er jafnframt gríðarlega stoltur af því hvernig liðið brást við mótlætinu í dag eftir að hafa lent undir seint en tekist að jafna með síðustu spyrnu leiksins og jafnað aftur í framlengingu. „Nákvæmlega, þetta er bara ólýsanlegt, og frábært að gera þetta fyrir framan okkar eigin áhorfendur, geggjaðir Ultras og þetta sýnir líka bara styrk strákanna. Við vitum að við erum með gott lið, við getum gert vel ef allir eru klárir og við sýndum það í dag og vonandi kemur núna meiri trú. Við skorum þrjú mörk á móti einu besta liði á Íslandi, Breiðablik er frábært lið, þannig að þetta mun gefa okkur rosalega mikið inn í framtíðina og Evrópuleikina.” „Mér fannst liðið spila ótrúlega vel. Við bara gerðum vel og gerðum það sem við lögðum upp með. Við vissum að ef við myndum gera það þá myndu koma sénsar. Mér fannst við ekki með alveg nógu mikið af gæðum til að byrja með í leiknum til að refsa þeim en síðan kom það og jafnvel á síðustu stundu þannig ég er gríðarlega sáttur.” Daníel Hafsteinsson hefur verið orðaði við brottför frá félaginu upp á síðkastið en hann byrjaði á bekknum í dag. Hallgrímur segir ástæðuna fyrir því ekki vera sú að hann sé mögulega á förum frá félaginu. „Það hefur ekkert að gera með fréttir um að hann sé mögulega að fara. Daníel er okkar leikmaður, hann er ekki meiddur, hann bara kom inn á og stóð sig vel og ég er gríðarlega ánægður með hann.”, sagði Hallgrímur að lokum og gat heldur betur leyft sér að fagna áfram með leikmönnum og stuðningsmönnum. Óskar: Sofnuðum á verðinum tvisvar Óskar Hrafn Þorvaldsson var svekktur með að vera dottinn út úr bikarnum.Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var mjög skiljanlega svekktur eftir tap í vítaspyrnukeppni á móti KA í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. „Það er svekkjandi að detta út, sérstaklega eftir þessa frammistöðu, mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik og það er bara það sem við verðum að taka úr þessu; sterka frammistöðu og leik þar sem við vorum betri aðilinn stóran hluta leiksins. Við tökum það með okkur en auðvitað er svekkjandi að detta út. Það hefði verið gaman að fara í bikarúrslitaleikinn en þeir klára þetta.” Breiðablik komst yfir í uppbótartíma venjulegs leiktíma en KA náði að jafna leikinn. Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er fótboltinn bara svona. Þú þarft að skora fleiri mörk en þú færð á þig til að vinna leikina og við sofnuðum á verðinum tvisvar, bæði undir lok leiksins og undir lok framlengingarinnar og það nægði þeim til að komast í vítaspyrnukeppnina. Það er svekkjandi en lítið hægt að gera í því.” Fyrri hálfleikur var nokkuð rólegur en í þeim seinni litu fjögur mörk dagsins ljós og mikil dramatík varð. Var það bara markið sem kom KA yfir í upphafi síðari hálfleiks sem breytti leiknum svona? „Ég veit ekki hvað það var, þeir duttu aðeins til baka og þetta varð einhvernveginn opnara. Fyrri hálfleikurinn var ekkert brjálæðislega opinn þó mér hafi við fundist vera með stjórn á honum. Sennilega kemur bara meiri kraftur í okkur og mörk hafa tilhneigingu til að breyta leikjum, geta breytt leikjum í báðar áttir, þannig að bara leiðinlegt að ná ekki að halda þetta út og klára þennan leik í venjulegum leiktíma, það var sárast. Framlengingin er svo bara eins og hún er og vítaspyrnukeppnir getur farið í allar áttir en við bara höldum áfram.” Mikið leikjaálag hefur verið á Breiðabliki sem berst á mörgum vígstöðum og vill Óskar allsstaðar sjá liðið gera vel. „Menn eru stífir og þreyttir en það er bara eðlilegur fylgifiskur þess að spila þétt. Við viljum komast eins langt og við getum í bikarnum, viljum standa okkur í Evrópu og viljum vera að berjast á öllum vígstöðum og það þýðir að það eru margir leikir og mikið álag. Við erum búnir að æfa fyrir þetta í allan vetur og verður bara að vera klárir.” Stefán Ingi Sigurðarson, markahæsti maður Bestu deildarinnar, samdi á dögunum við Belgíska B-deildarliðið Patro Eisden. Er Óskar að leita að styrkingu í stað Stefáns í félagaskiptaglugganum sem opnar innan skamms? „Það verður allt að koma í ljós. Við erum alltaf á hverjum einasta degi að reyna einhvernveginn að finna leiðir til að styrkja liðið en hvort að það verði í formi nýs leikmanns eða hvernig það er verður að koma í ljós. Ég hef sagt það áður; það verður að vera réttur leikmaður og leikmaður sem hjálpar liðinu og gerir það betra og það er ekkert auðvelt að finna þessa leikmenn þannig við verðum að sjá til.” Mjólkurbikar karla KA Breiðablik
KA er komið í úrslitaleik Mjólkurbikars karla eftir frækinn sigur gegn Breiðabliki á Greifavellinum á Akureyri í dag. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma þar sem KA jafnaði með síðustu spyrnu leiksins. Liðin skoruðu svo sitt hvort markið í framlengingu áður en KA hafði betur í vítaspyrnukeppni. Blikar byrjuðu leikinn töluvert betur og eftir rúmar 10 mínútur átti Gísli Eyjólfsson ágætis skot sem Jajalo varði vel. Stuttu seinna fékk Hallgrímur Mar gott færi inn á teig gestanna en skotið ekki nægilega hnitmiðað og Anton Ari varði nokkuð örugglega í markinu. Þau voru ekki mörg færin í viðbót í fyrri hálfleiknum en Blikarnir voru töluvert áræðnari og héldu boltanum vel innan liðsins og náðu að drepa flestar skyndisóknir KA nokkuð fljótlega. Staðan markalaus í hálfleik en það átti heldur betur eftir að lifna við hlutunum í síðari hálfleik. Það var allt annað að sjá KA í upphafi síðari leiks og Ásgeir Sigurgeirsson skoraði fyrsta mark leiksins á 56. mínútu þegar hann fylgdi eftir föstu skoti sem Anton Ari hafi varið frá Jakobi Snæ. Blikar vöknuðu heldur betur til lífsins við það að lenda undir og sóttu nær látlaust það sem eftir lifði leiks. Færin voru oft á tíðum erfið og gerði Kristijan Jajalo oft vel í marki KA þegar mest á þurfti. Eitthvað varð þó undan að láta og varamaðurinn Klæmint Olsen jafnaði leikinn á 86. mínútu með frábærum skalla eftir góða fyrirgjöf frá Viktori Karli. Aðeins mínútu áður átti Hallgrímur Mar skot í innanverða stöngina sem hefði farið langt með leikinn. Það er stutt á milli í þessu. Á fyrstu mínútu uppbótartímans virtist Höskuldur Gunnlaugsson vera að skjóta Blikum í úrslit þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Heimamenn gerðu allt hvað þeir gátu til að jafna og sendu alla fram í hornspyrnu þegar komið var fram í sjöundu mínútu uppbótartímans. Eftir klafs í teignum endaði boltinn hjá Ívari Erni sem þrumaði honum í netið og kom leiknum í framlengingu. Jason Daði Svanþórsson átti skot í slá snemma í framlengingunni en annars gerðist lítið í fyrri hálfleik hennar þangað til í blálokin þegar Pætur Petersen braut á Davíði Ingvarssyni rétt innan við vítateigslínuna og víti dæmt. Á punktunn steig fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson og skoraði naumlega. KA menn hreinlega neituðu að gefast upp og á 117. mínútu jafnaði Pætur Petersen leikinn með skalla eftir fyrirgjöf frá Ingimari Stöle sem var nýkominn inn á sem varamaður. Staðan 3-3 eftir venjulegan leiktíma og því var gripið til vítaspyrnukeppni. Anton Ari varði fyrstu spyrnuna frá Elfari Árna. Höskuldur Gunlaugsson skoraði úr fyrstu spyrnu Blika og Daníel Hafsteinsson skoraði fyrir KA.Kristjan Jajalo varði spyrnu Gísla Eyjólfssonar og í kjölfarið skutu Hallgrímur Mar og og Viktor Karl yfir úr sínum spyrnum. Staðan 1-1 eftir þrjár spyrnur á lið.Ívar Örn Árnason skaut beint á markið úr næstu spyrnu og kom KA í forystu. Klæmint Olsen skaut svo yfir úr sinni spyrnu sem þýddi að Rodri gat tryggt KA í úrslitaleikinn úr næstu spyrnu sem hann gerði svo sannarlega með öruggu skoti í hornið og allt trylltist í stúkunni. Lokatölur eftir framlengingunni og vítaspyrnukeppni því 6-4 KA í vil. Af hverju vann KA? Þeir neituðu að gefast upp þrátt fyrir að lenda tvisvar undir á erfiðum tíma. Að lokum höfðu þeir betur í vítaspyrnukeppni sem getur farið hvernig sem er. Hverjir stóðu upp úr? KA fékk á sig þrjú mörk en Ívar Örn átti frábæran leik og gaf gjörsamlega allt sem hann átti fyrir félagið sitt. Pætur Petersen og Ingimar Stöle komu af bekknum og áttu stóran þátt í sigrinum. Hjá Breiðabliki var Höskuldur Gunnlaugsson fyrirferðamikill og skoraði úr bæði auka- og vítaspyrnu. Viktor Karl og Jason Daði áttu einnig flottan leik. Hvað gekk illa? Eigum við ekki bara að segja að það hafi gengið illa að skora úr vítaspyrnum í dag. Af 9 spyrnum í vítaspyrnukeppninni fara fimm forgörðum. Hvað gerist næst? KA er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og mæta þar annað hvort Víkingi R. eða KR.Blikar eru dottnir úr leik. KA mætir Connah’s Quay Nomads frá Wales í fyrri leik viðureignarinnar í undankeppni Sambandseildar Evrópu fimmtudaginn 13. júlí kl. 18:00. Leikurinn er heimaleikur KA en verður spilaður á heimavelli Fram í Úlfarársdal þar sem Greifavöllurinn er ekki löglegur í Evrópukeppni. Breiðablik fær Fylki í heimsókn í Bestu deildinni föstudaginn 7. júlí kl. 19:15. „Maður er hálf hræður” Hallgrímur var sáttur með sigurinn og sætið í undanúrslitum.Vísir/Hulda Margrét „Bara gríðarlega vel, gríðarlega stoltur af liðinu, maður er hálf hrærður. Þetta þróaðist þannig að þetta var alltaf svona smá brekka fyrir leikinn. Sýnum ótrúlegan karakter, sérstaklega eftir það sem undan er gengið, búið að vera reyna tala okkur niður og fleira þannig ég er svo ótrúlega stoltur af strákunum og fyrir mér fór það lið áfram sem átti það skilið”, sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, strax eftir að lið hans hafði tryggt sér í úrslitaleik Mjólkurbikarsins eftir ótrúlega dramatík sem endaði í vítaspyrnukeppn og það var greinilegt að Hallgrími var mjög létt. Hallgrímur er jafnframt gríðarlega stoltur af því hvernig liðið brást við mótlætinu í dag eftir að hafa lent undir seint en tekist að jafna með síðustu spyrnu leiksins og jafnað aftur í framlengingu. „Nákvæmlega, þetta er bara ólýsanlegt, og frábært að gera þetta fyrir framan okkar eigin áhorfendur, geggjaðir Ultras og þetta sýnir líka bara styrk strákanna. Við vitum að við erum með gott lið, við getum gert vel ef allir eru klárir og við sýndum það í dag og vonandi kemur núna meiri trú. Við skorum þrjú mörk á móti einu besta liði á Íslandi, Breiðablik er frábært lið, þannig að þetta mun gefa okkur rosalega mikið inn í framtíðina og Evrópuleikina.” „Mér fannst liðið spila ótrúlega vel. Við bara gerðum vel og gerðum það sem við lögðum upp með. Við vissum að ef við myndum gera það þá myndu koma sénsar. Mér fannst við ekki með alveg nógu mikið af gæðum til að byrja með í leiknum til að refsa þeim en síðan kom það og jafnvel á síðustu stundu þannig ég er gríðarlega sáttur.” Daníel Hafsteinsson hefur verið orðaði við brottför frá félaginu upp á síðkastið en hann byrjaði á bekknum í dag. Hallgrímur segir ástæðuna fyrir því ekki vera sú að hann sé mögulega á förum frá félaginu. „Það hefur ekkert að gera með fréttir um að hann sé mögulega að fara. Daníel er okkar leikmaður, hann er ekki meiddur, hann bara kom inn á og stóð sig vel og ég er gríðarlega ánægður með hann.”, sagði Hallgrímur að lokum og gat heldur betur leyft sér að fagna áfram með leikmönnum og stuðningsmönnum. Óskar: Sofnuðum á verðinum tvisvar Óskar Hrafn Þorvaldsson var svekktur með að vera dottinn út úr bikarnum.Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var mjög skiljanlega svekktur eftir tap í vítaspyrnukeppni á móti KA í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. „Það er svekkjandi að detta út, sérstaklega eftir þessa frammistöðu, mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik og það er bara það sem við verðum að taka úr þessu; sterka frammistöðu og leik þar sem við vorum betri aðilinn stóran hluta leiksins. Við tökum það með okkur en auðvitað er svekkjandi að detta út. Það hefði verið gaman að fara í bikarúrslitaleikinn en þeir klára þetta.” Breiðablik komst yfir í uppbótartíma venjulegs leiktíma en KA náði að jafna leikinn. Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er fótboltinn bara svona. Þú þarft að skora fleiri mörk en þú færð á þig til að vinna leikina og við sofnuðum á verðinum tvisvar, bæði undir lok leiksins og undir lok framlengingarinnar og það nægði þeim til að komast í vítaspyrnukeppnina. Það er svekkjandi en lítið hægt að gera í því.” Fyrri hálfleikur var nokkuð rólegur en í þeim seinni litu fjögur mörk dagsins ljós og mikil dramatík varð. Var það bara markið sem kom KA yfir í upphafi síðari hálfleiks sem breytti leiknum svona? „Ég veit ekki hvað það var, þeir duttu aðeins til baka og þetta varð einhvernveginn opnara. Fyrri hálfleikurinn var ekkert brjálæðislega opinn þó mér hafi við fundist vera með stjórn á honum. Sennilega kemur bara meiri kraftur í okkur og mörk hafa tilhneigingu til að breyta leikjum, geta breytt leikjum í báðar áttir, þannig að bara leiðinlegt að ná ekki að halda þetta út og klára þennan leik í venjulegum leiktíma, það var sárast. Framlengingin er svo bara eins og hún er og vítaspyrnukeppnir getur farið í allar áttir en við bara höldum áfram.” Mikið leikjaálag hefur verið á Breiðabliki sem berst á mörgum vígstöðum og vill Óskar allsstaðar sjá liðið gera vel. „Menn eru stífir og þreyttir en það er bara eðlilegur fylgifiskur þess að spila þétt. Við viljum komast eins langt og við getum í bikarnum, viljum standa okkur í Evrópu og viljum vera að berjast á öllum vígstöðum og það þýðir að það eru margir leikir og mikið álag. Við erum búnir að æfa fyrir þetta í allan vetur og verður bara að vera klárir.” Stefán Ingi Sigurðarson, markahæsti maður Bestu deildarinnar, samdi á dögunum við Belgíska B-deildarliðið Patro Eisden. Er Óskar að leita að styrkingu í stað Stefáns í félagaskiptaglugganum sem opnar innan skamms? „Það verður allt að koma í ljós. Við erum alltaf á hverjum einasta degi að reyna einhvernveginn að finna leiðir til að styrkja liðið en hvort að það verði í formi nýs leikmanns eða hvernig það er verður að koma í ljós. Ég hef sagt það áður; það verður að vera réttur leikmaður og leikmaður sem hjálpar liðinu og gerir það betra og það er ekkert auðvelt að finna þessa leikmenn þannig við verðum að sjá til.”
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti