Tesla á Íslandi slær met Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júlí 2023 07:48 Ekki hafa fleiri bílar verið skráðir af sömu tegund síðan Toyota Corolla árið 1988. Vísir/Vilhelm Rúmlega 1300 bílar af gerðinni Tesla Model Y hafa verið nýskráðir hérlendis það sem af er ári. Um er að ræða mesta fjölda af einni bílategund á einu ári frá upphafi. Tölurnar vekja athygli alþjóðlegra stjórnenda Tesla fyrirtækisins en alls hafa 4000 bílar af Tesla gerð verið nýskráðar á Íslandi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að 1316 bílar af gerð Tesla Model Y hafi verið nýskráðar á árinu. Bíllinn er rafbíll og nýtur sem slíkur skattaafsláttar þar til um áramótin næstu. Fyrra met var sett árið 1988 en þá voru rúmlega 1200 bílar af gerðinni Toyota Corolla nýskráðir hér á landi. Toyota Yaris er í þriðja sæti en rúmlega 1200 eintök voru skráð af smábílnum árið 2006.Í svörum Samgöngustofu til Moggans er tekið fram að ekki sé um að ræða sölutölur heldur tölur yfir nýskráningar bíla á hverju ári. Nýskráning bíla á við um tímapunktinn þar sem bíll fær íslenskar númeraplötur að lokinni greiðslu gjalda og skráningarskoðun. Bílar Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að 1316 bílar af gerð Tesla Model Y hafi verið nýskráðar á árinu. Bíllinn er rafbíll og nýtur sem slíkur skattaafsláttar þar til um áramótin næstu. Fyrra met var sett árið 1988 en þá voru rúmlega 1200 bílar af gerðinni Toyota Corolla nýskráðir hér á landi. Toyota Yaris er í þriðja sæti en rúmlega 1200 eintök voru skráð af smábílnum árið 2006.Í svörum Samgöngustofu til Moggans er tekið fram að ekki sé um að ræða sölutölur heldur tölur yfir nýskráningar bíla á hverju ári. Nýskráning bíla á við um tímapunktinn þar sem bíll fær íslenskar númeraplötur að lokinni greiðslu gjalda og skráningarskoðun.
Bílar Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent