Móðirin hafi myrt barnið sitt og stokkið frá borði Máni Snær Þorláksson skrifar 3. júlí 2023 21:39 Stena Spirit í höfninni í Gdynia. EPA/Adam Warzawa Harmleikurinn sem átti sér stað í Eystrasalti í síðustu viku var ekki slys samkvæmt danskri slysarannsóknarnefnd. Upphaflega var greint frá því að móðir hefði stokkið á eftir sjö ára syni sínum eftir að hann féll frá borði. Nú er hins vegar grunur um að hún hafi myrt barnið sitt. Mæðginin voru farþegar um borð í sænsku ferjunni Stena Spirit. Ferjan var á leið frá sænsku borginni Karlskrona og pólsku borgarinnar Gdynia þegar slysið átti sér stað. Morten Frederiksen, meðlimur í dönsku rannsóknarnefndinni, segir í samtali við DR að eftir að nefndin fór yfir öll gögn málsins hafi legið fyrir að ekki sé um slys að ræða. Þar sem þetta hafi ekki verið slys sé málið nú komið til rannsóknar hjá lögreglunni. Farið var af stað með miklar björgunaraðgerðir til að leita að mæðginunum í sjónum þann 29. júní síðastliðinn. Til að mynda var hætt við æfingu Atlantshafsbandalagsins vegna aðgerðanna. Þá aðstoðaði flugvél bandarísku landhelgisgæslunnar einnig við leitina ásamt nokkrum þyrlum. Mæðginin fundust að lokum í sjónum en voru ekki með meðvitund. Þau voru bæði úrskurðuð látin í kjölfarið. Rannsaka nú málið sem morð Mæðginin voru bæði pólskir ríkisborgarar. Upphaflega hóf sænska lögreglan rannsókn á málinu en pólska lögreglan kom svo inn í rannsóknina. Samkvæmt frétt DR rannsaka nú bæði sænska og pólska lögreglan málið sem morð. Grunur er um að móðirin hafi myrt son sinn og stokkið út í sjóinn eftir það. „Verið er að rannsaka það hvort barnið hafi verið myrt og móðirin svipt sig lífi,“ er haft eftir Grażyna Wawryniuk, talsmanni hjá skrifstofu saksóknara í pólsku borginni Gdansk. Saksóknarinn í Svíþjóð hefur einnig opnað morðrannsókn vegna málsins en þar hefur enginn verið skráður sem grunaður. Þá hafa yfirvöld í Danmörku einnig rannsakað málið þar sem skipið er skráð í Danmörku. Svíþjóð Pólland Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Mæðginin voru farþegar um borð í sænsku ferjunni Stena Spirit. Ferjan var á leið frá sænsku borginni Karlskrona og pólsku borgarinnar Gdynia þegar slysið átti sér stað. Morten Frederiksen, meðlimur í dönsku rannsóknarnefndinni, segir í samtali við DR að eftir að nefndin fór yfir öll gögn málsins hafi legið fyrir að ekki sé um slys að ræða. Þar sem þetta hafi ekki verið slys sé málið nú komið til rannsóknar hjá lögreglunni. Farið var af stað með miklar björgunaraðgerðir til að leita að mæðginunum í sjónum þann 29. júní síðastliðinn. Til að mynda var hætt við æfingu Atlantshafsbandalagsins vegna aðgerðanna. Þá aðstoðaði flugvél bandarísku landhelgisgæslunnar einnig við leitina ásamt nokkrum þyrlum. Mæðginin fundust að lokum í sjónum en voru ekki með meðvitund. Þau voru bæði úrskurðuð látin í kjölfarið. Rannsaka nú málið sem morð Mæðginin voru bæði pólskir ríkisborgarar. Upphaflega hóf sænska lögreglan rannsókn á málinu en pólska lögreglan kom svo inn í rannsóknina. Samkvæmt frétt DR rannsaka nú bæði sænska og pólska lögreglan málið sem morð. Grunur er um að móðirin hafi myrt son sinn og stokkið út í sjóinn eftir það. „Verið er að rannsaka það hvort barnið hafi verið myrt og móðirin svipt sig lífi,“ er haft eftir Grażyna Wawryniuk, talsmanni hjá skrifstofu saksóknara í pólsku borginni Gdansk. Saksóknarinn í Svíþjóð hefur einnig opnað morðrannsókn vegna málsins en þar hefur enginn verið skráður sem grunaður. Þá hafa yfirvöld í Danmörku einnig rannsakað málið þar sem skipið er skráð í Danmörku.
Svíþjóð Pólland Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira