Tvöfaldir heimsmeistarar á tveimur dögum: „Ég er hálf orðlaus“ Máni Snær Þorláksson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 3. júlí 2023 18:36 Íslenskir danshópar hafa unnið til tveggja gullverðlauna á heimsmeistaramótinu í dansi sem fer fram í Braga í Portúgal þessa stundina. Aðsend Íslenskir dansarar frá DansKompaní í Reykjanesbæ unnu tvenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í dansi í dag. Skólastjóri DansKompaní segir að dugnaður og liðsheild sé galdurinn á bakvið þennan magnaða árangur. „Það eru komnir tveir heimsmeistaratitlar í hús núna á öðrum degi hjá okkur í keppninni,“ útskýrir Helga Ásta Ólafsdóttir skólastjóri í samtali við fréttastofu. Um er að ræða verðlaun í aldursflokki fyrir krakka frá tíu upp í fjórtán ára. Flokkurinn miðast við elsta keppandann í honum og því eru líka keppendur yngri en tíu ára sem taka þátt þar. „Við erum með keppendur alveg niður í sjö ára í þessum hópum hjá okkur.“ Dansararnir í DansKompaní unnu til verðlauna fyrir atriði sín í flokki þar sem bæði er dansað og sungið á sviðinu. Annar hópurinn sem vann var lítill hópur, það er með tíu dönsurum, hinn hópurinn var stór og í honum voru þrjátíu og einn dansari. Grátandi af gleði Aðspurð um það hvernig sigurvegurunum líður segir Helga Ásta að allur hópurinn sé í skýjunum, eðlilega. „Tilfinningarnar bera alla ofurliði í svona, það er svolítið staðan. Það eru allir bara hágrátandi, við og foreldrarnir og öll bara grátandi af gleði. Þetta er frábær árangur og svo gerist þetta aftur klukkutíma síðar í öðrum flokki.“ Samrýmdur og flottur hópur Helga Ásta segir að galdurinn á bakvið þennan árangur sé mikill dugnaður, orka og kraftur. Hópurinn sé búinn að æfa ótrúlega mikið. Þá sé foreldrahópurinn einnig sterkur. „Þetta er ótrúlega samrýmdur og flottur hópur. Svona kemur náttúrulega bara út frá mikilli vinnu og sterkri liðsheild. Ég er hálf orðlaus, þetta er bara algjörlega geggjað.“ Þrátt fyrir þennan frábæra árangur er ekki kominn tími til að slaka á því mótið er ekki búið. „Það þurfa allir að setja sig í stellingar og undirbúa sig fyrir morgundaginn, því við höldum áfram að keppa alveg til áttunda júlí.“ Dans Portúgal Íslendingar erlendis Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Það eru komnir tveir heimsmeistaratitlar í hús núna á öðrum degi hjá okkur í keppninni,“ útskýrir Helga Ásta Ólafsdóttir skólastjóri í samtali við fréttastofu. Um er að ræða verðlaun í aldursflokki fyrir krakka frá tíu upp í fjórtán ára. Flokkurinn miðast við elsta keppandann í honum og því eru líka keppendur yngri en tíu ára sem taka þátt þar. „Við erum með keppendur alveg niður í sjö ára í þessum hópum hjá okkur.“ Dansararnir í DansKompaní unnu til verðlauna fyrir atriði sín í flokki þar sem bæði er dansað og sungið á sviðinu. Annar hópurinn sem vann var lítill hópur, það er með tíu dönsurum, hinn hópurinn var stór og í honum voru þrjátíu og einn dansari. Grátandi af gleði Aðspurð um það hvernig sigurvegurunum líður segir Helga Ásta að allur hópurinn sé í skýjunum, eðlilega. „Tilfinningarnar bera alla ofurliði í svona, það er svolítið staðan. Það eru allir bara hágrátandi, við og foreldrarnir og öll bara grátandi af gleði. Þetta er frábær árangur og svo gerist þetta aftur klukkutíma síðar í öðrum flokki.“ Samrýmdur og flottur hópur Helga Ásta segir að galdurinn á bakvið þennan árangur sé mikill dugnaður, orka og kraftur. Hópurinn sé búinn að æfa ótrúlega mikið. Þá sé foreldrahópurinn einnig sterkur. „Þetta er ótrúlega samrýmdur og flottur hópur. Svona kemur náttúrulega bara út frá mikilli vinnu og sterkri liðsheild. Ég er hálf orðlaus, þetta er bara algjörlega geggjað.“ Þrátt fyrir þennan frábæra árangur er ekki kominn tími til að slaka á því mótið er ekki búið. „Það þurfa allir að setja sig í stellingar og undirbúa sig fyrir morgundaginn, því við höldum áfram að keppa alveg til áttunda júlí.“
Dans Portúgal Íslendingar erlendis Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira