Ekki byrjaður að láta sig dreyma um Gylfa í Val: „Lítur mjög vel út“ Aron Guðmundsson skrifar 3. júlí 2023 18:46 Gylfi Þór á æfingu með Val í dag. Arnar Grétarsson er þjálfari Vals Vísir/Samsett mynd Það ráku margir upp stór augu þegar fréttist af því að Gylfi Þór Sigurðsson væri mættur á æfingu með Bestu deildar liði Vals. Þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson, segist ekki vera farinn að láta sig dreyma um að sjá Gylfa í treyju Vals í sumar, hann hafi þó engu gleymt inn á knattspyrnuvellinum. „Ætli það sé ekki í gegnum Ólaf Jóhannesson, hann er góður vinur Gylfa Þórs sem og pabba hans og hefur undanfarið verið að ýta á Gylfa að taka fram skóna og byrja að æfa aftur,“ segir Arnar aðspurður um ástæðu þess að Gylfi Þór æfi nú með Val. Menn byrjuðu að tala um það fyrir einhverju síðan, með tilkomu nýja landsliðsþjálfarans, um mögulega endurkomu Gylfa. Það er bara frábært að fá hann á æfingar sem og bara gott fyrir íslenska fótboltann að hann sé kominn aftur af stað.“ Án félags eftir langa fjarveru Gylfi hefur verið ósamningsbundinn frá því að fimm ára risasamningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Auðsjáanlega í fínu standi Arnar segist þó ekki byrjaður að láta sig dreyma um Gylfa Þór í Valsbúningnum. „Ég er ekki byrjaður á því að láta mig dreyma um að hann spili með okkur í sumar en það er bara frábært að sjá hann á æfingasvæðinu. Hann lítur mjög vel út.“ Arnar segist fyrst og fremst ánægður fyrir hönd Gylfa, að hann sé kominn aftur á knattspyrnuvöllinn. „Maður gat alveg séð að honum leið vel hjá okkur í dag. Þar var hann kominn að gera það sem hann gerir best, að spila fótbolta. Það var auðsjáanlegt að hann hefur haldið sér í fínu standi, hann komst vel í gegnum æfinguna og án þess að þurfa að bakka út. Við þurfum samt að passa upp á hann, Gylfi er svona gæi sem hættir ekki, við þurfum að passa að hann geri ekki of mikið fyrstu dagana. Svo bara kemur í ljós hvað verður. Ég hef oft talað um þennan dreng, til að mynda þegar að ég starfaði sem yfirmaður íþróttamála, bara sem fyrirmynd og legg mikla áherslu á að menn geri aukaæfingar og hugsi vel um sig. Gylfi er í rauninni bara talsmaður þess, það er bara að gaman að fá hann á æfingar með okkur og gaman fyrir okkar leikmenn að sjá þennan strák. Hann er 34 ára, í toppstandi og hugsar vel um sig. Það bara verður lyftistöng á öllu með komu hans.“ Klippa: Arnar um Gylfa Þór: Ótrúlegt eftir svona langan tíma Gæti fundið fyrir æfingu dagsins á morgun Það yrði frábært fyrir íslenskan fótbolta að fá Gylfa til baka og ef hann kæmi í íslensku deildina þá væri það frábært segir Arnar en það kom honum ekki á óvart að sjá í hversu góðu standi Gylfi væri. „Nei í sjálfu sér ekki. Það er eitt að geta hlaupið og verið í þannig standi en að fara svo inn á fótboltaæfingu, það eru bara allt aðrar hreyfingar þar. Mér fannst hann gera þetta vel, það finnst mér ótrúlegt eftir svona langan tíma. Hann gæti fundið fyrir æfingu dagsins á morgun en það verður bara að koma í ljós. Núna tekur hann bara eitt skref í einu og fer í gegnum ákveðið ferli. Svo kemur bara í ljós á næstunni hvar drengurinn endar. Ég er bara ánægður með að fá hann á æfingar hjá okkur, hvort sem við erum með hann í viku eða tíu daga. Honum er velkomið að vera hjá okkur sem lengst. Honum langar að halda áfram Gylfi sé enn í landsliðsklassa. „Íslenska landsliðið þarf á honum að halda ef hann heldur áfram á þessari vegferð og kemur sér í stand. Maður sá það alveg að hann á nóg eftir til að geta spilað með íslenska landsliðinu.“ Finnurðu hjá honum eldmóð til þess að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn? „Ég hef svo sem ekki rætt mikið við hann persónulega, bara aðeins í kringum æfinguna í dag. Ég held þó, fyrst hann mætti í dag að hreyfa sig, að það búi eitthvað að baki þar. Honum langar að halda áfram og ég skil það vel. Ég segi það við alla sem eru í fótbolta að reyna halda sér inn á vellinum eins lengi og þeir geta. Þetta eru forréttindi, að vera að spila og gera eitthvað sem þú hefur ástríðu fyrir. Hvort sem þú ert til 34-, 36-, eða 38 ára aldurs, þá myndi ég reyna að vera sem lengst í þessu. Ég sakna þess alltaf að vera í fótbolta. Þess vegna er ég ánægður fyrir hönd Gylfa, að hann skuli vera búinn að taka fram skóna aftur og vonandi getur hann spilað lengi áfram á meðan að hann hefur getu til þess vegna þess að það er nægur tími til að gera eitthvað annað eftir það.“ Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Sjáðu Gylfa í fótbolta í fyrsta sinn í tvö ár Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu Vals á Hlíðarenda í dag en hann vinnur nú að því að snúa aftur í fótbolta eftir að hafa síðast spilað leik í maí 2021. 3. júlí 2023 13:34 Gylfi á æfingu hjá Val Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. 3. júlí 2023 10:43 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Sjá meira
„Ætli það sé ekki í gegnum Ólaf Jóhannesson, hann er góður vinur Gylfa Þórs sem og pabba hans og hefur undanfarið verið að ýta á Gylfa að taka fram skóna og byrja að æfa aftur,“ segir Arnar aðspurður um ástæðu þess að Gylfi Þór æfi nú með Val. Menn byrjuðu að tala um það fyrir einhverju síðan, með tilkomu nýja landsliðsþjálfarans, um mögulega endurkomu Gylfa. Það er bara frábært að fá hann á æfingar sem og bara gott fyrir íslenska fótboltann að hann sé kominn aftur af stað.“ Án félags eftir langa fjarveru Gylfi hefur verið ósamningsbundinn frá því að fimm ára risasamningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Auðsjáanlega í fínu standi Arnar segist þó ekki byrjaður að láta sig dreyma um Gylfa Þór í Valsbúningnum. „Ég er ekki byrjaður á því að láta mig dreyma um að hann spili með okkur í sumar en það er bara frábært að sjá hann á æfingasvæðinu. Hann lítur mjög vel út.“ Arnar segist fyrst og fremst ánægður fyrir hönd Gylfa, að hann sé kominn aftur á knattspyrnuvöllinn. „Maður gat alveg séð að honum leið vel hjá okkur í dag. Þar var hann kominn að gera það sem hann gerir best, að spila fótbolta. Það var auðsjáanlegt að hann hefur haldið sér í fínu standi, hann komst vel í gegnum æfinguna og án þess að þurfa að bakka út. Við þurfum samt að passa upp á hann, Gylfi er svona gæi sem hættir ekki, við þurfum að passa að hann geri ekki of mikið fyrstu dagana. Svo bara kemur í ljós hvað verður. Ég hef oft talað um þennan dreng, til að mynda þegar að ég starfaði sem yfirmaður íþróttamála, bara sem fyrirmynd og legg mikla áherslu á að menn geri aukaæfingar og hugsi vel um sig. Gylfi er í rauninni bara talsmaður þess, það er bara að gaman að fá hann á æfingar með okkur og gaman fyrir okkar leikmenn að sjá þennan strák. Hann er 34 ára, í toppstandi og hugsar vel um sig. Það bara verður lyftistöng á öllu með komu hans.“ Klippa: Arnar um Gylfa Þór: Ótrúlegt eftir svona langan tíma Gæti fundið fyrir æfingu dagsins á morgun Það yrði frábært fyrir íslenskan fótbolta að fá Gylfa til baka og ef hann kæmi í íslensku deildina þá væri það frábært segir Arnar en það kom honum ekki á óvart að sjá í hversu góðu standi Gylfi væri. „Nei í sjálfu sér ekki. Það er eitt að geta hlaupið og verið í þannig standi en að fara svo inn á fótboltaæfingu, það eru bara allt aðrar hreyfingar þar. Mér fannst hann gera þetta vel, það finnst mér ótrúlegt eftir svona langan tíma. Hann gæti fundið fyrir æfingu dagsins á morgun en það verður bara að koma í ljós. Núna tekur hann bara eitt skref í einu og fer í gegnum ákveðið ferli. Svo kemur bara í ljós á næstunni hvar drengurinn endar. Ég er bara ánægður með að fá hann á æfingar hjá okkur, hvort sem við erum með hann í viku eða tíu daga. Honum er velkomið að vera hjá okkur sem lengst. Honum langar að halda áfram Gylfi sé enn í landsliðsklassa. „Íslenska landsliðið þarf á honum að halda ef hann heldur áfram á þessari vegferð og kemur sér í stand. Maður sá það alveg að hann á nóg eftir til að geta spilað með íslenska landsliðinu.“ Finnurðu hjá honum eldmóð til þess að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn? „Ég hef svo sem ekki rætt mikið við hann persónulega, bara aðeins í kringum æfinguna í dag. Ég held þó, fyrst hann mætti í dag að hreyfa sig, að það búi eitthvað að baki þar. Honum langar að halda áfram og ég skil það vel. Ég segi það við alla sem eru í fótbolta að reyna halda sér inn á vellinum eins lengi og þeir geta. Þetta eru forréttindi, að vera að spila og gera eitthvað sem þú hefur ástríðu fyrir. Hvort sem þú ert til 34-, 36-, eða 38 ára aldurs, þá myndi ég reyna að vera sem lengst í þessu. Ég sakna þess alltaf að vera í fótbolta. Þess vegna er ég ánægður fyrir hönd Gylfa, að hann skuli vera búinn að taka fram skóna aftur og vonandi getur hann spilað lengi áfram á meðan að hann hefur getu til þess vegna þess að það er nægur tími til að gera eitthvað annað eftir það.“
Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Sjáðu Gylfa í fótbolta í fyrsta sinn í tvö ár Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu Vals á Hlíðarenda í dag en hann vinnur nú að því að snúa aftur í fótbolta eftir að hafa síðast spilað leik í maí 2021. 3. júlí 2023 13:34 Gylfi á æfingu hjá Val Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. 3. júlí 2023 10:43 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Sjá meira
Sjáðu Gylfa í fótbolta í fyrsta sinn í tvö ár Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu Vals á Hlíðarenda í dag en hann vinnur nú að því að snúa aftur í fótbolta eftir að hafa síðast spilað leik í maí 2021. 3. júlí 2023 13:34
Gylfi á æfingu hjá Val Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. 3. júlí 2023 10:43