Reggí strákarnir hans Heimis unnu stórt en töpuðu samt markastríðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2023 07:31 Heimir Hallgrímsson sést hér stýra landsliði Jamaíka á móti Sankti Kitts og Nevis í Gullbikarnum í nótt. Getty/Alvaro Avila Jamaíska fótboltalandsliðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Gullbikarsins í nótt með sínum öðrum sigurleik í röð í keppninni. Heimir Hallgrímsson fór því taplaus með liðið í gegnum riðlakeppnina. Jamaíka vann 5-0 sigur á Sankti Kitts og Nevis en það var þó ekki nóg til að vinna riðilinn. Bandaríkin vann 6-0 sigur á Trínidad og Tóbagó á sama tíma og vann riðilinn á markatölu en toppliðin tvö gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik riðilsins. The Boyz have advanced to the last 8 of the @GoldCup! .#ReggaeBoyz #GoldCup #ThisIsOurs #JFF_Football pic.twitter.com/4TUaSUBS9r— Official J.F.F (@jff_football) July 3, 2023 Jamaíka komst í 2-0 fyrir hálfleik, með sjálfsmarki markvarðar Sankti Kitts og Nevis á 30. mínútu og marki Jonathan Russell í uppbótatíma. DiShon Bernard, kom liðinu síðan 3-0 eftir aðeins fjögurra mínútna leik í seinni hálfleik og tvö mörk með tveggja mínútna millibili frá Daniel Johnson og Cory Burke innsigluðu síðan sigurinn. Bandaríkjamenn unnu 6-0 sigur á Trínidad og Tóbagó þar sem Jesus Ferreira skoraði þrennu í öðrum leiknum í röð en hin mörkin skoruðu þeir Cade Cowell, Gianluca Busio og Brandon Vazquez. Þessi stórsigur tryggði bandaríska liðinu sigurinn í riðlinum á markatölu. Heimir náði ekki að stýra Jamaíka til sigurs í átta fyrstu leikjunum en hefur nú unnið tvo leiki í röð og það með markatölunni 9-1. Næsta á dagskrá er leikur í átta liða úrslitunum þar sem liðið mætir sigurvegaranum í D-riðli sem er líklega Gvadelúpeyjar eða Gvatemala þótt að Kanada sé líka í þeim riðli. Jamaíka komst líka í átta liða úrslitin á Gullbikarnum 2021 en liðið var í nótt að komast svo langt í fjórða Gullbikarnum í röð. Gullbikarinn er álfukeppni þjóðanna í Norður- og Mið-Ameríku. DiShon Bernard with a great cut back and even better finish! #GoldCup pic.twitter.com/z9AkIfpRlt— Gold Cup (@GoldCup) July 3, 2023 Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Jamaíka vann 5-0 sigur á Sankti Kitts og Nevis en það var þó ekki nóg til að vinna riðilinn. Bandaríkin vann 6-0 sigur á Trínidad og Tóbagó á sama tíma og vann riðilinn á markatölu en toppliðin tvö gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik riðilsins. The Boyz have advanced to the last 8 of the @GoldCup! .#ReggaeBoyz #GoldCup #ThisIsOurs #JFF_Football pic.twitter.com/4TUaSUBS9r— Official J.F.F (@jff_football) July 3, 2023 Jamaíka komst í 2-0 fyrir hálfleik, með sjálfsmarki markvarðar Sankti Kitts og Nevis á 30. mínútu og marki Jonathan Russell í uppbótatíma. DiShon Bernard, kom liðinu síðan 3-0 eftir aðeins fjögurra mínútna leik í seinni hálfleik og tvö mörk með tveggja mínútna millibili frá Daniel Johnson og Cory Burke innsigluðu síðan sigurinn. Bandaríkjamenn unnu 6-0 sigur á Trínidad og Tóbagó þar sem Jesus Ferreira skoraði þrennu í öðrum leiknum í röð en hin mörkin skoruðu þeir Cade Cowell, Gianluca Busio og Brandon Vazquez. Þessi stórsigur tryggði bandaríska liðinu sigurinn í riðlinum á markatölu. Heimir náði ekki að stýra Jamaíka til sigurs í átta fyrstu leikjunum en hefur nú unnið tvo leiki í röð og það með markatölunni 9-1. Næsta á dagskrá er leikur í átta liða úrslitunum þar sem liðið mætir sigurvegaranum í D-riðli sem er líklega Gvadelúpeyjar eða Gvatemala þótt að Kanada sé líka í þeim riðli. Jamaíka komst líka í átta liða úrslitin á Gullbikarnum 2021 en liðið var í nótt að komast svo langt í fjórða Gullbikarnum í röð. Gullbikarinn er álfukeppni þjóðanna í Norður- og Mið-Ameríku. DiShon Bernard with a great cut back and even better finish! #GoldCup pic.twitter.com/z9AkIfpRlt— Gold Cup (@GoldCup) July 3, 2023
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira