Allir bestu hestar og knapar landsins eru nú á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. júlí 2023 20:31 Verðlaunagripirnir eru glæsilegir á Íslandsmótinu og eftirsóttir af knöpum mótsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrstu Íslandsmeistararnir í skeiði fyrir árið 2023 voru krýndir í dag á Íslandsmótinu í hestaíþróttum, sem fer nú fram á Selfossi en þar eru nú allir bestu hestar og knapar landsins staddir. Mótið hófst á miðvikudaginn og því líkur síðdegis á morgun. Allar aðstæður á svæðinu eru til mikillar fyrirmyndar. „Mótið er mjög sterkt og það ræðast bara á morgun hjá okkur hvernig þetta fer allt saman, það er allt opið og ofboðsleg gæði hérna. Á morgun eru sem sagt A – úrslit í öllum greinum, sem sagt hringvallargreinum,“ segir Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri mótsins. Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri mótsins, sem er kampakátur með mótið og hvernig til hefur tekist fram að þessu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslandsmeistarar í kappreiðaskeiði og gæðingaskeiði voru verðlaunaðir í dag þar sem Konráð Valur Sveinsson sópaði til sín verðlaunum á Kastor og Tangó. „Já, ég er búin að vera Íslandsmeistari í 250 metra skeiði 2018, 2019, 2020, 2021 og núna 2023. Þetta eru bara náttúrulega algjörir gæðingar, sem ég er með, hátt dæmdir fyrstu verðlauna graðhestar báðir með 10 fyrir skeið,“ segir Konráð Valur. Konráð Valur Sveinsson skeiðknapi og Íslandsmeistari með gæðingana sína, sem báðir hafa fengið 10.0 fyrir skeið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elvar Þormarsson varð Íslandsmeistari í gæðingaskeiði þriðja árið í röð á hryssunni Fjalla Dís 9. vetra, sem er búið að selja til Danmerkur. „Þetta er frábært, algjörlega frábært. Þessi hryssa er algjörlega einstök enda hugsa ég að margir væru búnir að ná þessu ef þeir hefðu verið með hana. Þetta er allt henni að þakka, það er nú bara þannig,“ segir Elvar. Elvar Þormarsson skeiðknapi og Íslandsmeistari í gæðingaskeiði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigrún Högna Tómasdóttir gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í 150 metra á skeiði á 21 vetra hesti, Funa frá Hofi „Þessi hestur er alveg einstakur, þetta er algjör meistari, maður getur ekki fundið betri hest, það sést alveg á honum hvað hann er einstakur,“ segir Sigrún. Sigrún Högna Tómasdóttir skeiðknapi og ÍslandsmeistariMagnús Hlynur Hreiðarsson Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari fær það erfiða hlutverk að velja knapa eftir Íslandsmótið í íslenska landsliðið í hestaíþróttum, sem munu keppa á heimsleikum íslenska hestsins í Hollandi í ágúst. „Maður er þungt hugsi og liggur lon og don undir felldi en þetta er erfitt, það eru svo margir góðir,“ segir Sigurbjörn. Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari, sem velur í íslenska landsliðið í kjölfar mótsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hestar Hestaíþróttir Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sjá meira
Mótið hófst á miðvikudaginn og því líkur síðdegis á morgun. Allar aðstæður á svæðinu eru til mikillar fyrirmyndar. „Mótið er mjög sterkt og það ræðast bara á morgun hjá okkur hvernig þetta fer allt saman, það er allt opið og ofboðsleg gæði hérna. Á morgun eru sem sagt A – úrslit í öllum greinum, sem sagt hringvallargreinum,“ segir Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri mótsins. Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri mótsins, sem er kampakátur með mótið og hvernig til hefur tekist fram að þessu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslandsmeistarar í kappreiðaskeiði og gæðingaskeiði voru verðlaunaðir í dag þar sem Konráð Valur Sveinsson sópaði til sín verðlaunum á Kastor og Tangó. „Já, ég er búin að vera Íslandsmeistari í 250 metra skeiði 2018, 2019, 2020, 2021 og núna 2023. Þetta eru bara náttúrulega algjörir gæðingar, sem ég er með, hátt dæmdir fyrstu verðlauna graðhestar báðir með 10 fyrir skeið,“ segir Konráð Valur. Konráð Valur Sveinsson skeiðknapi og Íslandsmeistari með gæðingana sína, sem báðir hafa fengið 10.0 fyrir skeið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elvar Þormarsson varð Íslandsmeistari í gæðingaskeiði þriðja árið í röð á hryssunni Fjalla Dís 9. vetra, sem er búið að selja til Danmerkur. „Þetta er frábært, algjörlega frábært. Þessi hryssa er algjörlega einstök enda hugsa ég að margir væru búnir að ná þessu ef þeir hefðu verið með hana. Þetta er allt henni að þakka, það er nú bara þannig,“ segir Elvar. Elvar Þormarsson skeiðknapi og Íslandsmeistari í gæðingaskeiði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigrún Högna Tómasdóttir gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í 150 metra á skeiði á 21 vetra hesti, Funa frá Hofi „Þessi hestur er alveg einstakur, þetta er algjör meistari, maður getur ekki fundið betri hest, það sést alveg á honum hvað hann er einstakur,“ segir Sigrún. Sigrún Högna Tómasdóttir skeiðknapi og ÍslandsmeistariMagnús Hlynur Hreiðarsson Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari fær það erfiða hlutverk að velja knapa eftir Íslandsmótið í íslenska landsliðið í hestaíþróttum, sem munu keppa á heimsleikum íslenska hestsins í Hollandi í ágúst. „Maður er þungt hugsi og liggur lon og don undir felldi en þetta er erfitt, það eru svo margir góðir,“ segir Sigurbjörn. Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari, sem velur í íslenska landsliðið í kjölfar mótsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hestar Hestaíþróttir Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sjá meira