Stjarnan slapp við Arsenal og Valur mætir Tyrkjum Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2023 11:32 Stjarnan og Valur spila bæði í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Valur og Stjarnan voru bæði meðal þeirra liða sem komu upp úr skálunum þegar dregið var í fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna í dag. Undankeppninni er skipt í tvo hluta, svokallaða meistaraleið og deildarleið. Valskonur fara meistaraleiðina enda Íslandsmeistarar, en Stjarnan fer deildarleiðina eftir að hafa náð 2. sæti í Bestu deildinni í fyrra. Aðeins sextán bestu deildir Evrópu eiga fulltrúa í deildarleiðinni. Keppt er í fjögurra liða riðlum í undankeppninni og kemst aðeins sigurvegari hvers riðils áfram á seinna stig undankeppninnar. Ákveðið verður brátt hvaða lið verður á heimavelli í hverjum riðli og því mögulegt að spilað verði á Íslandi. Valur gegn tyrknesku og albönsku liði? Valskonur drógust í riðil sjö og mæta þar í undanúrslitum tyrkneska liðinu Fomget. Sigurliðið úr þeim leik mætir svo sigurliðinu úr leik Vllaznia frá Albaníu og Hajvalia frá Kósovó, í úrslitaleik. Tapliðin mætast einnig í leik um 3. sæti. Stjarnan slapp við Arsenal og Juventus Stjörnukonur eiga hins vegar mun erfiðara verkefni fyrir höndum. Þær voru þó afskaplega heppnar með drátt því þær hefðu getað lent gegn liðum eins og Arsenal og Juventus. Stjarnan mætir Levante frá Spáni í undanúrslitum, og sigurliðið mætir svo Twente frá Hollandi eða Sturm Graz frá Austurríki í úrslitaleik. Levante og Twente voru lægst skrifuðu liðin sem Stjarnan gat dregist á móti. Juventus, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, mætir Okzhetpes frá Kasakstan í undanúrslitum og svo Frankfurt eða Slovácko frá Tékklandi. Vålerenga, lið Ingibjargar Sigurðardóttur, mætir Minsk frá Hvíta-Rússlandi og sigurliðið mætir svo Bröndby eða Celtic í úrslitaleik. Leikið í september Leikirnir í undanúrslitum eiga að fara fram 6. september og úrslitaleikirnir, sem og leikir um 3. sæti í hverjum riðli, eru 9. september. Nú þegar dregið hefur verið mun það svo í framhaldinu skýrast hvaða lið verður á heimavelli í hverjum riðli. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Stjarnan Besta deild kvenna Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Undankeppninni er skipt í tvo hluta, svokallaða meistaraleið og deildarleið. Valskonur fara meistaraleiðina enda Íslandsmeistarar, en Stjarnan fer deildarleiðina eftir að hafa náð 2. sæti í Bestu deildinni í fyrra. Aðeins sextán bestu deildir Evrópu eiga fulltrúa í deildarleiðinni. Keppt er í fjögurra liða riðlum í undankeppninni og kemst aðeins sigurvegari hvers riðils áfram á seinna stig undankeppninnar. Ákveðið verður brátt hvaða lið verður á heimavelli í hverjum riðli og því mögulegt að spilað verði á Íslandi. Valur gegn tyrknesku og albönsku liði? Valskonur drógust í riðil sjö og mæta þar í undanúrslitum tyrkneska liðinu Fomget. Sigurliðið úr þeim leik mætir svo sigurliðinu úr leik Vllaznia frá Albaníu og Hajvalia frá Kósovó, í úrslitaleik. Tapliðin mætast einnig í leik um 3. sæti. Stjarnan slapp við Arsenal og Juventus Stjörnukonur eiga hins vegar mun erfiðara verkefni fyrir höndum. Þær voru þó afskaplega heppnar með drátt því þær hefðu getað lent gegn liðum eins og Arsenal og Juventus. Stjarnan mætir Levante frá Spáni í undanúrslitum, og sigurliðið mætir svo Twente frá Hollandi eða Sturm Graz frá Austurríki í úrslitaleik. Levante og Twente voru lægst skrifuðu liðin sem Stjarnan gat dregist á móti. Juventus, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, mætir Okzhetpes frá Kasakstan í undanúrslitum og svo Frankfurt eða Slovácko frá Tékklandi. Vålerenga, lið Ingibjargar Sigurðardóttur, mætir Minsk frá Hvíta-Rússlandi og sigurliðið mætir svo Bröndby eða Celtic í úrslitaleik. Leikið í september Leikirnir í undanúrslitum eiga að fara fram 6. september og úrslitaleikirnir, sem og leikir um 3. sæti í hverjum riðli, eru 9. september. Nú þegar dregið hefur verið mun það svo í framhaldinu skýrast hvaða lið verður á heimavelli í hverjum riðli.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Stjarnan Besta deild kvenna Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti