Segir Ísak ekki hafa bankað en eiga að vera pirraðan Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2023 17:01 Ísak Bergmann Jóhannesson svekktur eftir tap Íslands gegn Portúgal á dögunum. Hann er einnig óánægður með hlutskipti sitt hjá FCK. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Peter Christiansen, íþróttastjóri danska knattspyrnuveldisins FC Kaupmannahafnar, lét megna óánægju Ísaks Bergmanns Jóhannessonar ekki koma sér á óvart, og segir leikmenn eiga að vera óhressa ef þeir spili ekki alla leiki. Ísak var opinskár í viðtölum við íslenska miðla á Laugardalsvelli á dögunum, fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal, þegar hann var spurður út í hlutskipti sitt hjá dönsku meisturunum. Þessi tvítugi miðjumaður var aðeins átta sinnum í byrjunarliði FCK í dönsku úrvalsdeildinni í vetur en var 22 sinnum á bekknum og þar af kom hann 14 sinnum inn á. „Ég er náttúrulega bara ósáttur með það hvernig er komið fram við mig eftir góða frammistöðu, til dæmis á móti AGF þar sem ég er góður á miðjunni og legg upp sigurmarkið. Eftir þann leik er mér bara fleygt aftur á bekkinn. Það hefur svolítið verið staðan hjá mér. Ég fæ aldrei nokkra leiki í röð í liðinu þó svo að ég standi mig mjög vel inn á vellinum,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi fyrr í þessum mánuði og kvaðst vera að íhuga sína stöðu. „Ég þarf að spila, þetta sýnir mér bara það að sama hvað ég geri þá er mér alltaf fleygt aftur á bekkinn. Þetta er bara eitthvað sem ég þarf að skoða með umboðsmanni mínum,“ sagði Ísak. Ef Ísak væri ekki óánægður ætti hann að vera annars staðar Þetta var önnur leiktíð Ísaks hjá FCK, eftir komuna frá Norrköping í Svíþjóð þar sem hann átti fast sæti í byrjunarliði, og bæði árin hefur hann orðið danskur meistari með liðinu, og auk þess bikarmeistari í ár, en viljað spila mun meira. Það kemur Christiansen ekki á óvart: „Við erum félag sem þarf að vera með marga óánægða leikmenn. Það er bara daglegt brauð hjá félagi eins og FCK. Ef að þeir sem sitja utan liðs eru ekki óánægðir þá eru þeir ekki á réttum stað,“ segir Christiansen á vef Ekstra Bladet. „Ísak er þó aðeins 20 ára en hefur spilað 65 leiki fyrir FCK. Það finnst mér reyndar flott. Að því sögðu þá hefur Ísak ekki enn bankað á dyrnar hjá mér,“ sagði Christiansen sem segir FCK sýna því fullan skilning að leikmenn geti verið óánægðir með sitt hlutskipti. „Ég skil það alveg ef hann vill fara en hann getur líka bara unnið sér sæti í hópnum. Hann hefur alltaf vitað að FCK er sterkur stökkpallur þar sem samkeppnin er mjög hörð,“ saðgi Christiansen. Samningur Ísaks við FCK gildir til sumarsins 2026. Danski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Ísak var opinskár í viðtölum við íslenska miðla á Laugardalsvelli á dögunum, fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal, þegar hann var spurður út í hlutskipti sitt hjá dönsku meisturunum. Þessi tvítugi miðjumaður var aðeins átta sinnum í byrjunarliði FCK í dönsku úrvalsdeildinni í vetur en var 22 sinnum á bekknum og þar af kom hann 14 sinnum inn á. „Ég er náttúrulega bara ósáttur með það hvernig er komið fram við mig eftir góða frammistöðu, til dæmis á móti AGF þar sem ég er góður á miðjunni og legg upp sigurmarkið. Eftir þann leik er mér bara fleygt aftur á bekkinn. Það hefur svolítið verið staðan hjá mér. Ég fæ aldrei nokkra leiki í röð í liðinu þó svo að ég standi mig mjög vel inn á vellinum,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi fyrr í þessum mánuði og kvaðst vera að íhuga sína stöðu. „Ég þarf að spila, þetta sýnir mér bara það að sama hvað ég geri þá er mér alltaf fleygt aftur á bekkinn. Þetta er bara eitthvað sem ég þarf að skoða með umboðsmanni mínum,“ sagði Ísak. Ef Ísak væri ekki óánægður ætti hann að vera annars staðar Þetta var önnur leiktíð Ísaks hjá FCK, eftir komuna frá Norrköping í Svíþjóð þar sem hann átti fast sæti í byrjunarliði, og bæði árin hefur hann orðið danskur meistari með liðinu, og auk þess bikarmeistari í ár, en viljað spila mun meira. Það kemur Christiansen ekki á óvart: „Við erum félag sem þarf að vera með marga óánægða leikmenn. Það er bara daglegt brauð hjá félagi eins og FCK. Ef að þeir sem sitja utan liðs eru ekki óánægðir þá eru þeir ekki á réttum stað,“ segir Christiansen á vef Ekstra Bladet. „Ísak er þó aðeins 20 ára en hefur spilað 65 leiki fyrir FCK. Það finnst mér reyndar flott. Að því sögðu þá hefur Ísak ekki enn bankað á dyrnar hjá mér,“ sagði Christiansen sem segir FCK sýna því fullan skilning að leikmenn geti verið óánægðir með sitt hlutskipti. „Ég skil það alveg ef hann vill fara en hann getur líka bara unnið sér sæti í hópnum. Hann hefur alltaf vitað að FCK er sterkur stökkpallur þar sem samkeppnin er mjög hörð,“ saðgi Christiansen. Samningur Ísaks við FCK gildir til sumarsins 2026.
Danski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti