Anníe Mist ætlar sér að brjóta múra í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sinni Freyju Mist. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir er komin inn á heimsleikana í tólfta sinn sem einstaklingur og er ein af þeim keppendum sem CrossFit samtökin nota til að auglýsa mótið í Madison í byrjun ágúst. Anníe er fyrir löngu orðin goðsögn í íþróttinni enda fyrsta konan til að vinna tvo heimsmeistaratitla. Það vita allir hver Anníe frá Íslandi er. Hún á líka mikinn þátt í fjölda öflugra keppenda frá Íslandi sem höfðu í henni frábæra fyrirmynd þegar þau byrjuðu að keppa í íþróttinni á sínum tíma. Anníe keppti fyrst á heimsleikunum árið 2009 og er því enn að keppa við þær bestu á heimsleikum fjórtán árum síðar. CrossFit samtökin helga Anníe færslu sína í gær þar sem farið er aðeins yfir magnaðan feril hennar. Það er byrjað að byggja upp stemmningu fyrir heimsleikana sem fara fram frá 1. til 6. ágúst næstkomandi. Anníe hefur komið til baka á heimsleikana eftir hrikaleg meiðsli, hún hefur komið til baka innan við ári eftir að hafa eignast barn og hún er nú að koma til baka eftir að hafa skipt yfir í liðakeppnina í eitt ár. Ef það er eitthvað sem Anníe virðist elska meira en flestir og það er það áskoranir en hún hefur sigrast á mörgum slíkum á ferlinum. Í færslu CrossFit er rifjað upp viðtal við Anníe sem var tekið eftir að hún tryggði sig inn á heimsleikana fyrr í sumar. Þar kemur fram að hin 33 ára gamla Anníe ætlar ekki aðeins að vinna mótherja sína heldur einnig leggja aldursfordómana að velli. Anníe mun halda upp á 34 ára afmælið sitt stuttu eftir heimsleikana í Madison. „Ég er að reyna að brjóta múrinn sem er byggður á því að við eigum að hætta eftir ákveðin tíma,“ sagði Anníe Mist. „Við ákveðnum það sjálf hvenær við hættum að keppa,“ sagði Anníe en það má sjá færsluna hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Anníe er fyrir löngu orðin goðsögn í íþróttinni enda fyrsta konan til að vinna tvo heimsmeistaratitla. Það vita allir hver Anníe frá Íslandi er. Hún á líka mikinn þátt í fjölda öflugra keppenda frá Íslandi sem höfðu í henni frábæra fyrirmynd þegar þau byrjuðu að keppa í íþróttinni á sínum tíma. Anníe keppti fyrst á heimsleikunum árið 2009 og er því enn að keppa við þær bestu á heimsleikum fjórtán árum síðar. CrossFit samtökin helga Anníe færslu sína í gær þar sem farið er aðeins yfir magnaðan feril hennar. Það er byrjað að byggja upp stemmningu fyrir heimsleikana sem fara fram frá 1. til 6. ágúst næstkomandi. Anníe hefur komið til baka á heimsleikana eftir hrikaleg meiðsli, hún hefur komið til baka innan við ári eftir að hafa eignast barn og hún er nú að koma til baka eftir að hafa skipt yfir í liðakeppnina í eitt ár. Ef það er eitthvað sem Anníe virðist elska meira en flestir og það er það áskoranir en hún hefur sigrast á mörgum slíkum á ferlinum. Í færslu CrossFit er rifjað upp viðtal við Anníe sem var tekið eftir að hún tryggði sig inn á heimsleikana fyrr í sumar. Þar kemur fram að hin 33 ára gamla Anníe ætlar ekki aðeins að vinna mótherja sína heldur einnig leggja aldursfordómana að velli. Anníe mun halda upp á 34 ára afmælið sitt stuttu eftir heimsleikana í Madison. „Ég er að reyna að brjóta múrinn sem er byggður á því að við eigum að hætta eftir ákveðin tíma,“ sagði Anníe Mist. „Við ákveðnum það sjálf hvenær við hættum að keppa,“ sagði Anníe en það má sjá færsluna hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira