„Ég held að skot Elísu hafi farið inn“ Jón Már Ferro skrifar 26. júní 2023 22:16 Murielle Tiernan, framherji Tindastóls. Vísir/Hulda Margrét Murielle Tiernan, framherji Tindastóls var kampakát eftir 0-1 sigur gegn Keflavík á HS Orku vellinum. Leikið var í tíundu umferð Bestu deildar kvenna. Síðustu tveir leikir Tindastóls hafa tapast með fimm mörkum gegn engu. Fyrst gegn Val og svo gegn Þór/KA. Þar á undan tapaði liðið 3-1 fyrir Þrótti. Óhætt er að segja að Stólarnir hafi verið særðir þegar leikurinn hófst í dag. „Mér er alveg sama hver skorar en auðvitað finnst mér gaman að skora. Fyrst og fremst er gott að ná sigrinum. Þetta var sannkallaður liðssigur. Við fengum ekkert mark á okkur og gáfum þeim lítið af færum. Að sama skapi hefðum við getað skorað meira að mínu mati. Við vildum endurstilla okkur eftir síðustu leiki. Þetta er fyrsti leikurinn af seinni hluta mótsins. Við vildum koma sterkar inn í seinni hlutinn og gleyma undanförnum leikjum,“ segir Murielle. Elísa Bríet Björnsdóttir átti frábært skot í slánna og niður en dómarar leiksins töldu að boltinn hafi ekki farið inn. Murielle var nokkuð viss um að boltinn hafi farið inn. „Ég held að skot Elísu hafi farið inn. Ég held svo sannarlega að við hefðum getað skorað og gert leikinn aðeins þægilegri. Þrátt fyrir það er ég mjög ánægð með sigurinn. Þrjú stig eru þrjú stig,“ segir Murielle. Sigurinn í dag gefur Tindastól byr undir báða vængi að mati Murielle sem var brosmild í viðtalinu. Eftir leikinn er liðið í áttunda sæti með 11 stig. Fyrir leikinn var liðið með átta stig í sama sæti. „Við vitum að við munum tapa sumum leikjum. Sum liðin í deildinni eru mjög góð og við munum fá skelli. Auðvitað reynum við að halda þeim í lágmarki. Að koma til baka eftir tvö 5-0 töp er erfitt,“ segir Murielle. Hún er teipuð á báðum hnjám. Aðspurð hvers vegna það sé er að hún sé orðin svo gömul. Þrátt fyrir það er hún ekki nema 29 ára. „Ég er ein af eldri leikmönnunum og þetta var hundraðasti leikurinn minn fyrir Tindastól. Ég hef fengið einhver högg en annars hafa hnén á mér verið til vandræða í langan tíma. Ég teipa hnén til að minnka sársaukann. Ég er stíf aftan í læri en þetta er ekkert alvarlegt,“ segir Murielle. Murielle segir liðið taka einn leik fyrir í einu og að liðið einbeiti sér að leikjunum sem þær þurfi að vinna. Þær reyni jafnframt að læra af tapleikjum sem og sigrum. Murielle fær mikið af löngum sendingum fram völlinn og treystir Tindastólslið mikið á að hún taki boltann niður. „Það eru styrkleikar mínir. Það er að segja að taka boltann niður. Margar af varnarmönnunum eru stórar og sterkar eins og ég. Stundum verð ég undir í baráttunni og það kemur mér alltaf á óvart. Svo lengi sem baráttan er heiðarleg þá er ég til í hana,“ segir Murielle að lokum. Tindastóll Keflavík ÍF Besta deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Síðustu tveir leikir Tindastóls hafa tapast með fimm mörkum gegn engu. Fyrst gegn Val og svo gegn Þór/KA. Þar á undan tapaði liðið 3-1 fyrir Þrótti. Óhætt er að segja að Stólarnir hafi verið særðir þegar leikurinn hófst í dag. „Mér er alveg sama hver skorar en auðvitað finnst mér gaman að skora. Fyrst og fremst er gott að ná sigrinum. Þetta var sannkallaður liðssigur. Við fengum ekkert mark á okkur og gáfum þeim lítið af færum. Að sama skapi hefðum við getað skorað meira að mínu mati. Við vildum endurstilla okkur eftir síðustu leiki. Þetta er fyrsti leikurinn af seinni hluta mótsins. Við vildum koma sterkar inn í seinni hlutinn og gleyma undanförnum leikjum,“ segir Murielle. Elísa Bríet Björnsdóttir átti frábært skot í slánna og niður en dómarar leiksins töldu að boltinn hafi ekki farið inn. Murielle var nokkuð viss um að boltinn hafi farið inn. „Ég held að skot Elísu hafi farið inn. Ég held svo sannarlega að við hefðum getað skorað og gert leikinn aðeins þægilegri. Þrátt fyrir það er ég mjög ánægð með sigurinn. Þrjú stig eru þrjú stig,“ segir Murielle. Sigurinn í dag gefur Tindastól byr undir báða vængi að mati Murielle sem var brosmild í viðtalinu. Eftir leikinn er liðið í áttunda sæti með 11 stig. Fyrir leikinn var liðið með átta stig í sama sæti. „Við vitum að við munum tapa sumum leikjum. Sum liðin í deildinni eru mjög góð og við munum fá skelli. Auðvitað reynum við að halda þeim í lágmarki. Að koma til baka eftir tvö 5-0 töp er erfitt,“ segir Murielle. Hún er teipuð á báðum hnjám. Aðspurð hvers vegna það sé er að hún sé orðin svo gömul. Þrátt fyrir það er hún ekki nema 29 ára. „Ég er ein af eldri leikmönnunum og þetta var hundraðasti leikurinn minn fyrir Tindastól. Ég hef fengið einhver högg en annars hafa hnén á mér verið til vandræða í langan tíma. Ég teipa hnén til að minnka sársaukann. Ég er stíf aftan í læri en þetta er ekkert alvarlegt,“ segir Murielle. Murielle segir liðið taka einn leik fyrir í einu og að liðið einbeiti sér að leikjunum sem þær þurfi að vinna. Þær reyni jafnframt að læra af tapleikjum sem og sigrum. Murielle fær mikið af löngum sendingum fram völlinn og treystir Tindastólslið mikið á að hún taki boltann niður. „Það eru styrkleikar mínir. Það er að segja að taka boltann niður. Margar af varnarmönnunum eru stórar og sterkar eins og ég. Stundum verð ég undir í baráttunni og það kemur mér alltaf á óvart. Svo lengi sem baráttan er heiðarleg þá er ég til í hana,“ segir Murielle að lokum.
Tindastóll Keflavík ÍF Besta deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti