„Þetta eyðileggur leikinn fyrir okkur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júní 2023 20:28 Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfyssinga, var allt annað en sáttur eftir tap liðsins gegn ÍBV í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er bara grátlegt, alveg grátlegt,“ sagði niðurlútur Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, eftir 2-0 tap liðsins gegn ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld. „Við erum svo miklu, miklu, miklu betri heldur en þær og ég er bara ógeðslega pirraður,“ bætti þjálfarinn við. Hann segir að þetta hafi verið einn af þessum dögum þar sem boltinn bara vildi ekki inn, en Selfyssingar sköpuðu sér vissulega færi til að í það minnsta minnka muninn í síðari hálfleik. „Það var pínu þannig. Við erum alveg búin að vera að vinna í ákveðnum hlutum, hvernig við skiptum boltanum á milli kanta, hvernig við höldum honum innan liðsins og hvernig við erum að koma okkur í fínar stöður og svo að búa til færi út frá því.“ „Þetta eru stór skref fram á við en við náttúrulega bara verðum að drulla boltanum í netið. Það spyr enginn að neinni tölfræði nema markaskorun í enda leiks.“ Selfyssingar höfðu ágætis tök á leiknum stærstan hluta leiksins, en fengu blauta tusku í andlitið seint í síðari hálfleik þegar Eyjakonur skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Það síðara úr vítaspyrnu sem Björn er handviss um að hafi verið rangur dómur. „Við höldum alveg áfram að spila okkar leik þrátt fyrir þessi mörk sem við fáum á okkur. Við svindlum aðeins í varnarleiknum í fyrra markinu og svo frá því sem ég sé þá er þetta algjörlega glórulaus dómur. Þetta er af mjög stuttu færi og hún stendur bara þarna með höndina aðeins út fyrir líkama.“ „Að segja að þetta sé ónáttúruleg staða - hvað er náttúruleg staða og hvernig metur hann það á splittsekúndu? Mér finnst þetta bara vond ákvörðun, en svo þarf ég kannski bara að sjá þetta frá örðum vinklum en ég sá þetta frá. En þetta eyðileggur leikinn fyrir okkur.“ Björn var ekki sá eini á vellinum sem var ósáttur við dóminn því Sif Atladóttir, sú sem dæmt var ár, var alveg viss um að dómarinn hafi haft rangt fyrir sér. „Hún er búin að vera í þessari stöðu þúsund sinnum áður. Ég veit ekki hvernig maður á að beita sér til að blokka skot öðruvísi en hún gerir betur en flestir aðrir leikmenn. En þetta var dæmt á okkur og ég er ánægður með að liðið haldi áfram að reyna að þrýsta og reyna að komast inn í leikinn aftur, en það bara dugði ekki til í dag.“ Selfyssingar sækja Þrótt heim í næstu umferð og liðið þarf sárlega á stigum að halda í botnbaráttunni, en Björn gerir sér grein fyrir því að það verður erfiður leikur. „Við vitum það að þetta verður mjög erfiður leikur á móti Þrótti. Það er lið sem er að elta toppinn og við erum í einhverju allt öðru en það. En mér finnst búnar að vera miklar framfarir í leik okkar undanfarnar vikur. Við þurfum bara að halda áfram og vera þolinmóð gagnvart úrslitunum og vonandi koma einjhverjir punktar í næstu umferð,“ sagði Björn að lokum. Besta deild kvenna UMF Selfoss ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 0-2 | ÍBV skilur Selfyssinga eftir á botninum ÍBV vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í botnslag Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur ÍBV síðan 15. maí síðastliðinn. 26. júní 2023 19:50 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Sjá meira
„Við erum svo miklu, miklu, miklu betri heldur en þær og ég er bara ógeðslega pirraður,“ bætti þjálfarinn við. Hann segir að þetta hafi verið einn af þessum dögum þar sem boltinn bara vildi ekki inn, en Selfyssingar sköpuðu sér vissulega færi til að í það minnsta minnka muninn í síðari hálfleik. „Það var pínu þannig. Við erum alveg búin að vera að vinna í ákveðnum hlutum, hvernig við skiptum boltanum á milli kanta, hvernig við höldum honum innan liðsins og hvernig við erum að koma okkur í fínar stöður og svo að búa til færi út frá því.“ „Þetta eru stór skref fram á við en við náttúrulega bara verðum að drulla boltanum í netið. Það spyr enginn að neinni tölfræði nema markaskorun í enda leiks.“ Selfyssingar höfðu ágætis tök á leiknum stærstan hluta leiksins, en fengu blauta tusku í andlitið seint í síðari hálfleik þegar Eyjakonur skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Það síðara úr vítaspyrnu sem Björn er handviss um að hafi verið rangur dómur. „Við höldum alveg áfram að spila okkar leik þrátt fyrir þessi mörk sem við fáum á okkur. Við svindlum aðeins í varnarleiknum í fyrra markinu og svo frá því sem ég sé þá er þetta algjörlega glórulaus dómur. Þetta er af mjög stuttu færi og hún stendur bara þarna með höndina aðeins út fyrir líkama.“ „Að segja að þetta sé ónáttúruleg staða - hvað er náttúruleg staða og hvernig metur hann það á splittsekúndu? Mér finnst þetta bara vond ákvörðun, en svo þarf ég kannski bara að sjá þetta frá örðum vinklum en ég sá þetta frá. En þetta eyðileggur leikinn fyrir okkur.“ Björn var ekki sá eini á vellinum sem var ósáttur við dóminn því Sif Atladóttir, sú sem dæmt var ár, var alveg viss um að dómarinn hafi haft rangt fyrir sér. „Hún er búin að vera í þessari stöðu þúsund sinnum áður. Ég veit ekki hvernig maður á að beita sér til að blokka skot öðruvísi en hún gerir betur en flestir aðrir leikmenn. En þetta var dæmt á okkur og ég er ánægður með að liðið haldi áfram að reyna að þrýsta og reyna að komast inn í leikinn aftur, en það bara dugði ekki til í dag.“ Selfyssingar sækja Þrótt heim í næstu umferð og liðið þarf sárlega á stigum að halda í botnbaráttunni, en Björn gerir sér grein fyrir því að það verður erfiður leikur. „Við vitum það að þetta verður mjög erfiður leikur á móti Þrótti. Það er lið sem er að elta toppinn og við erum í einhverju allt öðru en það. En mér finnst búnar að vera miklar framfarir í leik okkar undanfarnar vikur. Við þurfum bara að halda áfram og vera þolinmóð gagnvart úrslitunum og vonandi koma einjhverjir punktar í næstu umferð,“ sagði Björn að lokum.
Besta deild kvenna UMF Selfoss ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 0-2 | ÍBV skilur Selfyssinga eftir á botninum ÍBV vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í botnslag Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur ÍBV síðan 15. maí síðastliðinn. 26. júní 2023 19:50 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 0-2 | ÍBV skilur Selfyssinga eftir á botninum ÍBV vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í botnslag Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur ÍBV síðan 15. maí síðastliðinn. 26. júní 2023 19:50