Stoltir af að fá Daníel til SönderjyskE og hafa góða reynslu af Íslendingum Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2023 15:44 Daníel Leó Grétarsson í leik gegn Bosníu í mars. Hann á að baki þrettán A-landsleiki. Getty/Alex Nicodim Landsliðsmaðurinn Daníel Leó Grétarsson er genginn í raðir danska knattspyrnufélagsins SönderjyskE. Þessi 27 ára gamli, örvfætti miðvörður skrifaði undir samning sem gildir til fjögurra ára. Daníel kemur til Danmerkur frá Póllandi þar sem hann lék með Slask Wroclaw í efstu deild, eftir að hafa áður verið hjá Blackpool á Englandi og í Aalesund í Noregi, en hann er uppalinn í Grindavík. Forsvarsmenn SönderjyskE hrósa happi yfir að hafa fengið Daníel sem á að baki 13 A-landsleiki og var í hópnum sem mætti Portúgal og Slóvakíu á dögunum. Daníel verður enn einn Íslendingurinn sem spilar fyrir SönderjyskE en fyrir hjá félaginu er Húsvíkingurinn Atli Barkarson auk þess sem Orri Steinn Óskarsson var að láni frá FCK á seinni hluta síðustu leiktíðar. Sønderjyske Fodbold har skrevet en fireårig kontrakt med den islandske landsholdsspiller Daniel Leo Gretarsson, der er hentet i polske Slask Wroclaw Læs mere på hjemmesiden https://t.co/OU24sw2W0t pic.twitter.com/VC1CMlYe4N— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) June 26, 2023 Af öðrum leikmönnum sem hafa spilað með liðinu, við góðan orðstír, má nefna menn á borð við Hallgrím Jónasson, Eggert Gunnþór Jónsson, Sölva Geir Ottesen, Eyjólf Héðinsson og Ólaf Inga Skúlason. Frá árinu 2008 hefur, með einni undantekningu, verið Íslendingur í liði félagsins á hverri leiktíð. SönderjyskE var afar nálægt því að komast upp í dönsku úrvalsdeildina í vor en endaði tveimur stigum á eftir Hvidovre sem varð í 2. sæti 1. deildarinnar og fór upp. Haft góða reynslu af Íslendingum „Þetta eru viðskipti sem við getum leyft okkur að vera afar stoltir af. Við erum mjög ánægðir með að Daníel Leó Grétarsson hafi valið Sönderjyske Fodbold sem næsta áfangastað á ferlinum. Hann er 27 ára og því á besta fótboltaaldri, á góðum stað á ferlinum þar sem hann er fastamaður í liði og á fast sæti í íslenska landsliðshópnum,“ segir Esben Hansen, yfirmaður íþróttamála hjá SönderjyskE. „Í gegnum árin höfum við í Sönderjyske Fodbold haft góða reynslu af Íslendingum og nú bætist Daníel Leó Grétarsson í röðina af þeim sem komið hafa með gott og fagmannlegt hugarfar. Við hlökkum til að fá hann í Sönderjyske Fodbold og að sjá hann spila á Sydbank Park,“ segir Hansen á heimasíðu danska félagsins. Danski boltinn Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira
Daníel kemur til Danmerkur frá Póllandi þar sem hann lék með Slask Wroclaw í efstu deild, eftir að hafa áður verið hjá Blackpool á Englandi og í Aalesund í Noregi, en hann er uppalinn í Grindavík. Forsvarsmenn SönderjyskE hrósa happi yfir að hafa fengið Daníel sem á að baki 13 A-landsleiki og var í hópnum sem mætti Portúgal og Slóvakíu á dögunum. Daníel verður enn einn Íslendingurinn sem spilar fyrir SönderjyskE en fyrir hjá félaginu er Húsvíkingurinn Atli Barkarson auk þess sem Orri Steinn Óskarsson var að láni frá FCK á seinni hluta síðustu leiktíðar. Sønderjyske Fodbold har skrevet en fireårig kontrakt med den islandske landsholdsspiller Daniel Leo Gretarsson, der er hentet i polske Slask Wroclaw Læs mere på hjemmesiden https://t.co/OU24sw2W0t pic.twitter.com/VC1CMlYe4N— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) June 26, 2023 Af öðrum leikmönnum sem hafa spilað með liðinu, við góðan orðstír, má nefna menn á borð við Hallgrím Jónasson, Eggert Gunnþór Jónsson, Sölva Geir Ottesen, Eyjólf Héðinsson og Ólaf Inga Skúlason. Frá árinu 2008 hefur, með einni undantekningu, verið Íslendingur í liði félagsins á hverri leiktíð. SönderjyskE var afar nálægt því að komast upp í dönsku úrvalsdeildina í vor en endaði tveimur stigum á eftir Hvidovre sem varð í 2. sæti 1. deildarinnar og fór upp. Haft góða reynslu af Íslendingum „Þetta eru viðskipti sem við getum leyft okkur að vera afar stoltir af. Við erum mjög ánægðir með að Daníel Leó Grétarsson hafi valið Sönderjyske Fodbold sem næsta áfangastað á ferlinum. Hann er 27 ára og því á besta fótboltaaldri, á góðum stað á ferlinum þar sem hann er fastamaður í liði og á fast sæti í íslenska landsliðshópnum,“ segir Esben Hansen, yfirmaður íþróttamála hjá SönderjyskE. „Í gegnum árin höfum við í Sönderjyske Fodbold haft góða reynslu af Íslendingum og nú bætist Daníel Leó Grétarsson í röðina af þeim sem komið hafa með gott og fagmannlegt hugarfar. Við hlökkum til að fá hann í Sönderjyske Fodbold og að sjá hann spila á Sydbank Park,“ segir Hansen á heimasíðu danska félagsins.
Danski boltinn Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira