Fædd 1970: Kynslóðin sem er þjökuð af samviskubiti enda kennt að klára allt Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. júní 2023 07:07 Það er oft skellt upp úr í samtali við Bryndísi Loftsdóttur, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda, sem segist af þeirri kynslóð sem er þjökuð af samviskubiti enda kennt að klára allt, sama hvað væri: hjónaband, starf, áskriftir dansnámskeið og matinn okkar. Bryndís segir íslensku kennslu í háskólum erlendis mikilvæga; við þurfum erlenda þýðendur til að styðja við útrás íslenskra bóka. Vísir/Vilhelm „Ég er í aðra röndina mjög kröfuhörð á sjálfan mig en á hina vil ég bara gera skemmtilega hluti í lífinu,“ segir Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefanda, og skellihlær. „Þetta getur reyndar verið spennandi dínamík og því eldri sem ég verð, því betur finnst mér ég gera mér grein fyrir því hvað það búa margar þversagnir í okkur. Sem er allt í lagi. Við þurfum ekkert að finna jafnvægi í öllu þó jafnvægisleitin sé vissulega eitt lífsverkefnanna. Lífið snýst líka um þessar þversagnir þar sem það er allt í lagi fyrir okkur að vera með marga ólíka hatta.“ Það er mjög oft skellt uppúr í viðtali við Bryndísi og augljóst að þar er kona sem oftar en ekki hlær dátt þegar verið er að rifja upp gamla tíma eða spá og spekúlera. Bryndís ólst upp í Fellahverfinu, var í tilraunahóp í Fjölbraut í Breiðholti fyrir fjölmiðlabraut sem verið var að setja á laggirnar, fór síðan til London og lærði leiklist en hefur að mestu unnið í kringum bækur síðustu áratugina. Um síðustu mánaðamót tók hún við sem framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefanda og af því tilefni, ræddi Atvinnulífið við Bryndísi um lífið og tilveruna. Kynslóðin sem er þjökuð af samviskubiti Bryndís er fædd árið 1970 og segist því vera af þeirri kynslóð sem oft er þjökuð af samviskubiti. Okkur var kennt að við ættum alltaf að klára allt. Sama hvað það væri, hjónaband, starf, áskriftir, dansnámskeið og matinn okkar. Það eitt og sér að byrja að lesa bók en klára hana ekki, gerir það að verkum að ég er með samviskubit í marga daga á eftir,“ segir Bryndís og hlær. Bryndís segir æskuna hafa einkennst af lífi og fjöri sem einkennir uppvöxt í barnmörgu hverfi, enda mikið af ungum fjölskyldum í Breiðholtinu þegar hún var að alast upp. Foreldrar hennar eru Loftur Ágústsson og Kristjana Petrína Jensdóttir og Bryndís á tvo eldri bræður. „Það var pabbi en ekki mamma sem var í raun eins og heimavinnandi húsfaðir, sem þótti auðvitað mjög óvenjulegt í þá daga. En pabbi var úrsmiður og með verkstæði heima. Þannig að mamma fór í vinnuna á morgnana, en pabbi var foreldrið sem var heima fyrri part dags.“ Hún segir árganginn sinn í Fellaskóla hafa verið gríðarlega góðan og samheldinn. Enn finnist henni alltaf gaman að hitta fyrrum samnemendur sína úr grunnskólanum og á milli þeirra ríki mikill kærleikur. „Fellaskóli var oft í umfjöllun og þá ekki alltaf af neinu góðu. En við vorum samt rosalega heppin með kennara þarna og þegar ég hugsa til baka, finnst mér þessi kennarahópur hafa einsett sér að láta hlutina bara ganga upp. Ekkert endilega þannig að allir ættu að stefna á doktorsgráðu, heldur var mikil áhersla lögð á þessa mannlegu þætti sem ég reyndar persónulega met ekki síður en kennslu í skyldufögum.“ Bryndís segir álagið eflaust hafa verið mikið á kennurum skólans á þessum tíma. Þar sem verið var að kenna allt upp í 28 krökkum í bekk og kennslustofurnar af öllu tagi, kjallarar, lausar stofur og einstaka vetur í hefðbundinni kennslustofu. Fellahellir var vinsæl félagsmiðstöð og þarunnu nokkrir úr Smekkleysuhópnum og fleiri skapandi flottar fyrirmyndir, að sögn Bryndísar. Besti blaðamaðurinn fór í leiklist Bryndís kláraði stúdentinn á þremur og hálfu ári og þegar hún útskrifaðist, fannst henni liggja beinast við að hún færi að vinna á Mogganum. „Ég fór og hitti Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins. Útskýrði fyrir honum hversu magnaður penni og blaðamaður ég væri. Mér fannst þetta blasa við og þuldi upp fyrir hann ferilskrána mína. Að ég væri búin að vinna í búðum og sjoppum og fleira frá þrettán ára aldri og svo framvegis,“ segir Bryndís og bætir við: „Í ofanálag á ég sama afmælisdag og Mogginn og því varla að mér fyndist þurfa að ræða þetta sérstaklega. Svo mikla trú hafði ég á því að ég yrði ráðin. Styrmir hlustaði á mig í dágóða stund áður en hann tilkynnti mér að því miður hefði Morgunblaðið engin störf fyrir mig!“ Bryndísi er greinilega skemmt yfir upprifjuninni og segir í raun frábært að hún hafi þó fengið áheyrn hjá þessum merkilega manni. Næst var það þó leiklistarnám í London. „Það var margt merkilegt sem mér lærðist þar. Fyrst í stað bjó ég hjá fjölskyldu þar sem heimilisfaðirinn átti auglýsingastofu. Nema hvað að hann var sagnfræðingur að mennt. Það fannst mér merkilegt því mín kynslóð hafði alist upp við það að við yrðum alltaf það sem við lærðum.“ Að vera menntaður sagnfræðingur en vinna og reka auglýsingastofu opnaði augu Bryndísar fyrir því að eflaust þyrfti framtíðin ekki að vera jafn meitluð í stein og margur hélt kannski þá. ,,Ef ég hefði haldið áfram í leiklistinni úti í London hefði það legið beinast við að ég hefði farið í sjónvarp. Því Bretarnir eru ólíkir Bandaríkjamönnum því að þeir leita ekki aðeins að fallegu fólki á skjáinn, heldur fólki með eftirminnilegt útlit eða sérkenni og góða rödd. Ég með mitt skarpa útlit hefði pottþétt fallið undir þá skilgreiningu, auk þess sem hæð mín var oft gerð að umræðuefni, Bretunum fannst ég nánast óþægilega hávaxin. Nefið, hæðin og sjálfstraustið voru mínir styrkleikar.“ Bryndís ólst upp í Fellahverfinu, kláraði stúdentinn af tilraunabraut í fjölmiðlun í FB en skellti sér síðan í leiklistarnám til London. Þar áttaði hún sig á því að fólk gæti lært eitt en unnið við annað, en lengst af var börnum kennt að við yrðum það sem við lærðum. Bryndís starfaði sem hvíslari í Þjóðleikhúsinu með helstu stórstjörnum íslenskrar leiklistarsögu og viðurkennir að hún hafi eiginlega verið stjörnuslegin allan tímann.Vísir/Vilhelm Hvíslarinn í bókabransann Það tók við ágætis djammtímabil þegar heim var komið úr námi og ekki laust við að smá nostalgíutilfinning fylgi upprifjunum af gullaldarárum Kaffibarsins. „Gerður Kristný og Þorgerður E. Sigurðardóttir, vinkonur mínar og ég, vorum fastagestir á Kaffibarnum, 22 og víðarog þar fannst mér alltaf út í hött að við stæðum í röð. Ég tók að mér það hlutverk að ganga fast en ákveðið upp að dyravörðunum, þar sem ég bauð gott kvöldið hátt og skýrt og sýndi með öruggu fasi að ekkert væri sjálfsagðara en að hleypa okkur fram fyrir röðina og inn,“ segir Bryndís, skellir uppúr og segir að þarna hafi svo sem leiklistin, sjálfstraustið og hæðin nýst sér vel. Í starfsframa fékk hún hins vegar starf hvíslara í Þjóðleikhúsinu. „Þessi störf eru ekki til lengur en ég verð ævinlega þakklát Stefáni Baldurssyni fyrir það tækifæri sem hann gaf mér með þessu starfi. Í Þjóðleikhúsinu fylgdist ég með stórstjörnum okkar og satt best að segja var ég eiginlega stjörnuslegin allan tímann sem ég vann þarna. Virðingin dró fram í mér feimni sem ég vissi ekki að ég ætti til.“ Bryndís kvaddi þó leikhúslífið nokkuð hastarlega að eigin sögn því næst tók það við að fara að stjórna bókaverslun. „Ég vann fyrst í Mál og menningu og síðar sem verslunarstjóri Eymundsson í Austurstræti. Eymundsson var í eigu Pennans sem Gunnar Dungal átti lengi vel. Hann gaf mér ótrúlega mikið frelsi til að gera búðina eins og ég vildi, en á saman tíma gerði hann líka óhemju kröfur og var naskur að benda á það sem betur mátti fara. Stundum þóttu mér athugasemdir hans nú full tittlingaskítslegar en þá sagði hann alltaf „retail is detail“ og frekari umræður fóru ekki fram. Gunnar er án nokkurs vafa besti yfirmaður sem ég hef haft og mér finnst ég heppin að hafa starfað fyrir hann,“ segir Bryndís og bætir við: „Búðina hugsaði ég oft eins og leikmynd. Ég var alltaf að breyta einhverju, færa eitthvað til eða við að búa til nýja sviðsmynd. Í búðina komu svo margir daglega. Bankafólk, alþingismenn og fleiri sem störfuðu í grenndinni. Mér fannst því mikilvægt að viðskiptavinir væru að upplifa búðina sem nýja og spennandi í hverri heimsókn.. Og svo var ég líka ótrúlega heppin með samstarfsfólk, bóksalarnir í Austurstræti á þessum árum voru í algjörum sérflokki. “ Bankahrun og nýir tímar Árið 2001 kynntist Bryndís fyrrum eiginmanni sínum og barnsföður. Þau skildu árið 2020 en eiga saman þrjú börn. Talið berst að bankahruninu. „Þetta var erfiður tími. Maður mætti í vinnuna þar sem fólki var sagt upp í hverjum mánuði. Oft var aðeins níu manns sagt upp í einu svo uppsagnirnar kæmu ekki í fjölmiðlum. Reksturinn var í járnum og við vorum öll í algjörri spennutreyju. Makarnir voru síðan í sömu stöðu á sínum vinnustöðum og satt best að segja tel ég bankahrunið vera tímabil sem enn á eftir að gera svolítið upp tilfinningalega í samfélaginu.“ Spennan sem fólk var í var þó ekki aðeins bundin vinnustaðnum. Spurningin var hvort vinnustaðurinn myndi lifa þetta af, hvort maður myndi halda starfinu sínu og í ofanálag voru fjárhagsáhyggjur og skuldbindingar heima fyrir sem þjökuðu flesta. Þarna var stundum grátið á göngunum eða inni á klósetti og í alla staði einfaldlega mjög erfiður tími að fara í gegnum.“ Margt gott segir Bryndís þó hafa lærst í erfiðleikunum. „Ætli maður hafi ekki betur lært í hverju dyggðirnar felast. Við fórum aftur að huga betur að nægjusemi og urðum fyrir vikið nátengdari náttúrunni. Hættum snögglega að kaupa okkur alltaf ný föt og keyra um á flottum bílum. Þessu var skipt út fyrir notuð föt, heimagerðan mat og hófstilltari lífsstíl. Við erum hins vegar aftur komin á neysluflug þrátt fyrir alla okkar vitneskju um umhverfissjónarmið og neikvætt endurgjald lífsgæðakapphlaupsins.“ Síðustu áratugina hefur Bryndís starfað í bókaumhverfinu og óhætt að segja að hún brenni fyrir því starfi. Árin í Eymundsson í Austurstræti eru eftirminnileg en líka erfiður tími fyrirtækja og heimila eftir hrun. Bryndís segir tekjumódel íslenskrar bókaútgáfu viðkvæmt því að markaðurinn er lítill og tækniþróunin hefur breytt mörgu. Að hennar mati bjargaði endurgreiðslustuðningur Lilju D. Alfreðsdóttur ráðherra greininni frá því að fara á hliðina. Vísir/Vilhelm Brennur fyrir starfinu Bryndís starfaði í nítján ár í bókabúðum og segist oft grínast með að hún hafi hætt þá til að forðast gullúrið. Árið 2013 hóf Bryndís störf hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda og um síðustu mánaðamót tók hún við sem framkvæmdastjóri. „Mér fannst samt óþarfi að tilkynna það eitthvað sérstaklega, ég búin að starfa hér lengi og forveri minn, Benedikt Kristjánsson, var einfaldlega að hætta sökum aldurs,“ segir Bryndís rólega. Hún segir starfið skemmtilegt og þá ekki síst vegna þess að þar eru svo mörg ólík árstíðabundin verkefni. „Bókatíðindin eru komin á netið og nú er meira að segja hægt að fletta þar upp í gömlum árgöngum.. Bókamarkaðurinn á Laugardalsvelli er alltaf vel heppnaður viðburður enda má oft finna þar bækur sem ekki sjást lengur í bókabúðum.Við höfum umsjón með Íslensku bókmenntaverðlaununum, Bókamessunni í Hörpu og núna er ég að undirbúa standinn okkar í Frankfurt sem erokkar stærsta útflutningssýning,“ segir Bryndís og augljóst að hún brennur fyrir starfinu. En þú fórst líka í pólitík? „Já, já“ svarar Bryndís og hlær. „Ég hef tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins og get alveg sagt það hreint út að mín hugsjón fellur ágætlega að stefnu flokksins. Ég byrjaði þó í Alþýðubandalaginu svo því sé haldið til haga og það er gott fólk í öllum flokkum.“ Bryndís segir upphafið að pólitíkinni hafa verið um aldamótin þegar hún tók þátt í 102 Reykjavík verkefninu svokallaða, sem var baráttuhópur fyrir því að fá flugvöllinn í Vatnsmýrinni burt. „Ég tók þátt í þessu af miklum krafti en umræðan var mjög óvægin og ég man að ég hugsaði með mér að þetta skyldi ég aldrei gera aftur.“ Árið 2005 flutti fjölskyldan á Seltjarnanes og í kjölfarið fór Bryndís að taka þátt í sveitastjórnarmálunum með setu í menningarnefnd og í málefnanefndum flokksins Bryndís tók síðan þátt í prófkjöri og endaði sem varaþingmaður um tíma. Þetta voru samt svo miklir jötnar þarna á suðvesturhorninu, Bjarni Ben, Þorgerður Katrín, Ragnheiður Ríkharðs, Jón Gunnarsson og fleiri. Ég komst því ekki einu sinni á þing í einn dag,“ segir Bryndís og er greinilega skemmt. Sæir þú fyrir þér að fara aftur í pólitík? Nú kemur smá þögn í fyrsta sinn í samtalinu við blaðamann en síðan svarar Bryndís: „Það er nóg af góðu fólki í brúnni hjá Sjálfstæðisflokknum. En ég er alltaf til í að hjálpa til þegar mikið liggur við, til dæmis fyrir kosningar.“ Útrás íslenskra bókmennta Eitt er það þó sem Bryndísi er mjög umhugað um að ræða í samtali við blaðamann og það er íslenskukennsla í háskólum erlendis. „Það átta sig ekki allir á því að þegar íslenskar bækur eru þýddar á erlend tungumál, þarf þýðandinn að vera frá því landi sem bókin er að koma út í.“ Sjálf segist hún telja að gervigreindin eigi eftir að breyta störfum þýðenda mikið, en þekking og færni þýðandans, bæði í sínu tungumáli og því sem þýtt er úr, þarf eftir sem áður að vera framúrskarandi. Því fleiri sem læra íslensku erlendis, því betra fyrir íslenska bókaútgáfu. Því staðreyndin er sú að íslenskur markaður er svo lítill að útflutningur á bókum er nauðsynlegur fyrir höfundana okkar. Margir hverjir eru að ná frábærum árangri erlendis. Til þess að missa ekki flugið þarf að hlúa vel að þýðendum okkar erlendis og huga að nauðsynlegri nýliðun.“ Hefur þú áhyggjur af bókaútgáfu almennt? „Ég myndi frekar segja að miðað við tækniþróunina og hversu lítill íslenskur markaður er, sé tekjumódelið okkar mjög viðkvæmt. Stór hluti bóksölu hefur á stuttum tíma færst yfir til streymisveitna þar sem fjöldi lesenda eykst sannarlega en hlutur bæði útgefenda og höfunda hefur dregist saman. Sá tími sem það tekur að ná jafnvægi á ný, reynir á alla. Endurgreiðslustuðningur ráðherra, Lilju D. Alfreðsdóttur, bjargaði greininni klárlega frá því að fara á hliðina að mínu mati. Fjöldi frumútgefinna verka og þýðinga hefur haldist nokkuð jafn á nýliðnum árum. Ég er hins vegar bjartsýn fyrir hönd íslenskrar bókaútgáfu á meðan höfundum okkar heldur áfram að fjölga og verk þeirra að styrkjast.“ Menning Bókaútgáfa Starfsframi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00 Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02 Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. 24. apríl 2023 07:01 Segir hiklaust að hann sé búinn með 28 ár í háskóla „Ég segi alveg hiklaust að ég sé með 28 ára háskólanám að baki. Því til viðbótar við háskólanámið á Bifröst get ég með góðri samvisku sagt að þessi 25 ár sem ég hef verið með Skessuhornið jafnist á við háskólanám í atvinnulífi og menningu. Þetta starf er endalaus skóli og ég fyrir löngu orðinn sérfræðingur í Vesturlandi,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhornsins, héraðsfréttablaðs Vesturlands. 17. apríl 2023 07:00 36 ára Íslendingur í geimbransanum: Forstjórastóllinn kom tíu árum á undan áætlun Fyrir rúmri viku var birtur árlegur listi Berlingske með nöfnum 100 ungra vonarstjarna í dönsku atvinnulífi. Hjalti Páll Þorvarðarson er ekki aðeins á listanum, heldur taldist tilefni til að ræða við Hjalta í heilu opnuviðtali í blaðinu. Einnig birt á netinu. 11. apríl 2023 07:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Þetta getur reyndar verið spennandi dínamík og því eldri sem ég verð, því betur finnst mér ég gera mér grein fyrir því hvað það búa margar þversagnir í okkur. Sem er allt í lagi. Við þurfum ekkert að finna jafnvægi í öllu þó jafnvægisleitin sé vissulega eitt lífsverkefnanna. Lífið snýst líka um þessar þversagnir þar sem það er allt í lagi fyrir okkur að vera með marga ólíka hatta.“ Það er mjög oft skellt uppúr í viðtali við Bryndísi og augljóst að þar er kona sem oftar en ekki hlær dátt þegar verið er að rifja upp gamla tíma eða spá og spekúlera. Bryndís ólst upp í Fellahverfinu, var í tilraunahóp í Fjölbraut í Breiðholti fyrir fjölmiðlabraut sem verið var að setja á laggirnar, fór síðan til London og lærði leiklist en hefur að mestu unnið í kringum bækur síðustu áratugina. Um síðustu mánaðamót tók hún við sem framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefanda og af því tilefni, ræddi Atvinnulífið við Bryndísi um lífið og tilveruna. Kynslóðin sem er þjökuð af samviskubiti Bryndís er fædd árið 1970 og segist því vera af þeirri kynslóð sem oft er þjökuð af samviskubiti. Okkur var kennt að við ættum alltaf að klára allt. Sama hvað það væri, hjónaband, starf, áskriftir, dansnámskeið og matinn okkar. Það eitt og sér að byrja að lesa bók en klára hana ekki, gerir það að verkum að ég er með samviskubit í marga daga á eftir,“ segir Bryndís og hlær. Bryndís segir æskuna hafa einkennst af lífi og fjöri sem einkennir uppvöxt í barnmörgu hverfi, enda mikið af ungum fjölskyldum í Breiðholtinu þegar hún var að alast upp. Foreldrar hennar eru Loftur Ágústsson og Kristjana Petrína Jensdóttir og Bryndís á tvo eldri bræður. „Það var pabbi en ekki mamma sem var í raun eins og heimavinnandi húsfaðir, sem þótti auðvitað mjög óvenjulegt í þá daga. En pabbi var úrsmiður og með verkstæði heima. Þannig að mamma fór í vinnuna á morgnana, en pabbi var foreldrið sem var heima fyrri part dags.“ Hún segir árganginn sinn í Fellaskóla hafa verið gríðarlega góðan og samheldinn. Enn finnist henni alltaf gaman að hitta fyrrum samnemendur sína úr grunnskólanum og á milli þeirra ríki mikill kærleikur. „Fellaskóli var oft í umfjöllun og þá ekki alltaf af neinu góðu. En við vorum samt rosalega heppin með kennara þarna og þegar ég hugsa til baka, finnst mér þessi kennarahópur hafa einsett sér að láta hlutina bara ganga upp. Ekkert endilega þannig að allir ættu að stefna á doktorsgráðu, heldur var mikil áhersla lögð á þessa mannlegu þætti sem ég reyndar persónulega met ekki síður en kennslu í skyldufögum.“ Bryndís segir álagið eflaust hafa verið mikið á kennurum skólans á þessum tíma. Þar sem verið var að kenna allt upp í 28 krökkum í bekk og kennslustofurnar af öllu tagi, kjallarar, lausar stofur og einstaka vetur í hefðbundinni kennslustofu. Fellahellir var vinsæl félagsmiðstöð og þarunnu nokkrir úr Smekkleysuhópnum og fleiri skapandi flottar fyrirmyndir, að sögn Bryndísar. Besti blaðamaðurinn fór í leiklist Bryndís kláraði stúdentinn á þremur og hálfu ári og þegar hún útskrifaðist, fannst henni liggja beinast við að hún færi að vinna á Mogganum. „Ég fór og hitti Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins. Útskýrði fyrir honum hversu magnaður penni og blaðamaður ég væri. Mér fannst þetta blasa við og þuldi upp fyrir hann ferilskrána mína. Að ég væri búin að vinna í búðum og sjoppum og fleira frá þrettán ára aldri og svo framvegis,“ segir Bryndís og bætir við: „Í ofanálag á ég sama afmælisdag og Mogginn og því varla að mér fyndist þurfa að ræða þetta sérstaklega. Svo mikla trú hafði ég á því að ég yrði ráðin. Styrmir hlustaði á mig í dágóða stund áður en hann tilkynnti mér að því miður hefði Morgunblaðið engin störf fyrir mig!“ Bryndísi er greinilega skemmt yfir upprifjuninni og segir í raun frábært að hún hafi þó fengið áheyrn hjá þessum merkilega manni. Næst var það þó leiklistarnám í London. „Það var margt merkilegt sem mér lærðist þar. Fyrst í stað bjó ég hjá fjölskyldu þar sem heimilisfaðirinn átti auglýsingastofu. Nema hvað að hann var sagnfræðingur að mennt. Það fannst mér merkilegt því mín kynslóð hafði alist upp við það að við yrðum alltaf það sem við lærðum.“ Að vera menntaður sagnfræðingur en vinna og reka auglýsingastofu opnaði augu Bryndísar fyrir því að eflaust þyrfti framtíðin ekki að vera jafn meitluð í stein og margur hélt kannski þá. ,,Ef ég hefði haldið áfram í leiklistinni úti í London hefði það legið beinast við að ég hefði farið í sjónvarp. Því Bretarnir eru ólíkir Bandaríkjamönnum því að þeir leita ekki aðeins að fallegu fólki á skjáinn, heldur fólki með eftirminnilegt útlit eða sérkenni og góða rödd. Ég með mitt skarpa útlit hefði pottþétt fallið undir þá skilgreiningu, auk þess sem hæð mín var oft gerð að umræðuefni, Bretunum fannst ég nánast óþægilega hávaxin. Nefið, hæðin og sjálfstraustið voru mínir styrkleikar.“ Bryndís ólst upp í Fellahverfinu, kláraði stúdentinn af tilraunabraut í fjölmiðlun í FB en skellti sér síðan í leiklistarnám til London. Þar áttaði hún sig á því að fólk gæti lært eitt en unnið við annað, en lengst af var börnum kennt að við yrðum það sem við lærðum. Bryndís starfaði sem hvíslari í Þjóðleikhúsinu með helstu stórstjörnum íslenskrar leiklistarsögu og viðurkennir að hún hafi eiginlega verið stjörnuslegin allan tímann.Vísir/Vilhelm Hvíslarinn í bókabransann Það tók við ágætis djammtímabil þegar heim var komið úr námi og ekki laust við að smá nostalgíutilfinning fylgi upprifjunum af gullaldarárum Kaffibarsins. „Gerður Kristný og Þorgerður E. Sigurðardóttir, vinkonur mínar og ég, vorum fastagestir á Kaffibarnum, 22 og víðarog þar fannst mér alltaf út í hött að við stæðum í röð. Ég tók að mér það hlutverk að ganga fast en ákveðið upp að dyravörðunum, þar sem ég bauð gott kvöldið hátt og skýrt og sýndi með öruggu fasi að ekkert væri sjálfsagðara en að hleypa okkur fram fyrir röðina og inn,“ segir Bryndís, skellir uppúr og segir að þarna hafi svo sem leiklistin, sjálfstraustið og hæðin nýst sér vel. Í starfsframa fékk hún hins vegar starf hvíslara í Þjóðleikhúsinu. „Þessi störf eru ekki til lengur en ég verð ævinlega þakklát Stefáni Baldurssyni fyrir það tækifæri sem hann gaf mér með þessu starfi. Í Þjóðleikhúsinu fylgdist ég með stórstjörnum okkar og satt best að segja var ég eiginlega stjörnuslegin allan tímann sem ég vann þarna. Virðingin dró fram í mér feimni sem ég vissi ekki að ég ætti til.“ Bryndís kvaddi þó leikhúslífið nokkuð hastarlega að eigin sögn því næst tók það við að fara að stjórna bókaverslun. „Ég vann fyrst í Mál og menningu og síðar sem verslunarstjóri Eymundsson í Austurstræti. Eymundsson var í eigu Pennans sem Gunnar Dungal átti lengi vel. Hann gaf mér ótrúlega mikið frelsi til að gera búðina eins og ég vildi, en á saman tíma gerði hann líka óhemju kröfur og var naskur að benda á það sem betur mátti fara. Stundum þóttu mér athugasemdir hans nú full tittlingaskítslegar en þá sagði hann alltaf „retail is detail“ og frekari umræður fóru ekki fram. Gunnar er án nokkurs vafa besti yfirmaður sem ég hef haft og mér finnst ég heppin að hafa starfað fyrir hann,“ segir Bryndís og bætir við: „Búðina hugsaði ég oft eins og leikmynd. Ég var alltaf að breyta einhverju, færa eitthvað til eða við að búa til nýja sviðsmynd. Í búðina komu svo margir daglega. Bankafólk, alþingismenn og fleiri sem störfuðu í grenndinni. Mér fannst því mikilvægt að viðskiptavinir væru að upplifa búðina sem nýja og spennandi í hverri heimsókn.. Og svo var ég líka ótrúlega heppin með samstarfsfólk, bóksalarnir í Austurstræti á þessum árum voru í algjörum sérflokki. “ Bankahrun og nýir tímar Árið 2001 kynntist Bryndís fyrrum eiginmanni sínum og barnsföður. Þau skildu árið 2020 en eiga saman þrjú börn. Talið berst að bankahruninu. „Þetta var erfiður tími. Maður mætti í vinnuna þar sem fólki var sagt upp í hverjum mánuði. Oft var aðeins níu manns sagt upp í einu svo uppsagnirnar kæmu ekki í fjölmiðlum. Reksturinn var í járnum og við vorum öll í algjörri spennutreyju. Makarnir voru síðan í sömu stöðu á sínum vinnustöðum og satt best að segja tel ég bankahrunið vera tímabil sem enn á eftir að gera svolítið upp tilfinningalega í samfélaginu.“ Spennan sem fólk var í var þó ekki aðeins bundin vinnustaðnum. Spurningin var hvort vinnustaðurinn myndi lifa þetta af, hvort maður myndi halda starfinu sínu og í ofanálag voru fjárhagsáhyggjur og skuldbindingar heima fyrir sem þjökuðu flesta. Þarna var stundum grátið á göngunum eða inni á klósetti og í alla staði einfaldlega mjög erfiður tími að fara í gegnum.“ Margt gott segir Bryndís þó hafa lærst í erfiðleikunum. „Ætli maður hafi ekki betur lært í hverju dyggðirnar felast. Við fórum aftur að huga betur að nægjusemi og urðum fyrir vikið nátengdari náttúrunni. Hættum snögglega að kaupa okkur alltaf ný föt og keyra um á flottum bílum. Þessu var skipt út fyrir notuð föt, heimagerðan mat og hófstilltari lífsstíl. Við erum hins vegar aftur komin á neysluflug þrátt fyrir alla okkar vitneskju um umhverfissjónarmið og neikvætt endurgjald lífsgæðakapphlaupsins.“ Síðustu áratugina hefur Bryndís starfað í bókaumhverfinu og óhætt að segja að hún brenni fyrir því starfi. Árin í Eymundsson í Austurstræti eru eftirminnileg en líka erfiður tími fyrirtækja og heimila eftir hrun. Bryndís segir tekjumódel íslenskrar bókaútgáfu viðkvæmt því að markaðurinn er lítill og tækniþróunin hefur breytt mörgu. Að hennar mati bjargaði endurgreiðslustuðningur Lilju D. Alfreðsdóttur ráðherra greininni frá því að fara á hliðina. Vísir/Vilhelm Brennur fyrir starfinu Bryndís starfaði í nítján ár í bókabúðum og segist oft grínast með að hún hafi hætt þá til að forðast gullúrið. Árið 2013 hóf Bryndís störf hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda og um síðustu mánaðamót tók hún við sem framkvæmdastjóri. „Mér fannst samt óþarfi að tilkynna það eitthvað sérstaklega, ég búin að starfa hér lengi og forveri minn, Benedikt Kristjánsson, var einfaldlega að hætta sökum aldurs,“ segir Bryndís rólega. Hún segir starfið skemmtilegt og þá ekki síst vegna þess að þar eru svo mörg ólík árstíðabundin verkefni. „Bókatíðindin eru komin á netið og nú er meira að segja hægt að fletta þar upp í gömlum árgöngum.. Bókamarkaðurinn á Laugardalsvelli er alltaf vel heppnaður viðburður enda má oft finna þar bækur sem ekki sjást lengur í bókabúðum.Við höfum umsjón með Íslensku bókmenntaverðlaununum, Bókamessunni í Hörpu og núna er ég að undirbúa standinn okkar í Frankfurt sem erokkar stærsta útflutningssýning,“ segir Bryndís og augljóst að hún brennur fyrir starfinu. En þú fórst líka í pólitík? „Já, já“ svarar Bryndís og hlær. „Ég hef tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins og get alveg sagt það hreint út að mín hugsjón fellur ágætlega að stefnu flokksins. Ég byrjaði þó í Alþýðubandalaginu svo því sé haldið til haga og það er gott fólk í öllum flokkum.“ Bryndís segir upphafið að pólitíkinni hafa verið um aldamótin þegar hún tók þátt í 102 Reykjavík verkefninu svokallaða, sem var baráttuhópur fyrir því að fá flugvöllinn í Vatnsmýrinni burt. „Ég tók þátt í þessu af miklum krafti en umræðan var mjög óvægin og ég man að ég hugsaði með mér að þetta skyldi ég aldrei gera aftur.“ Árið 2005 flutti fjölskyldan á Seltjarnanes og í kjölfarið fór Bryndís að taka þátt í sveitastjórnarmálunum með setu í menningarnefnd og í málefnanefndum flokksins Bryndís tók síðan þátt í prófkjöri og endaði sem varaþingmaður um tíma. Þetta voru samt svo miklir jötnar þarna á suðvesturhorninu, Bjarni Ben, Þorgerður Katrín, Ragnheiður Ríkharðs, Jón Gunnarsson og fleiri. Ég komst því ekki einu sinni á þing í einn dag,“ segir Bryndís og er greinilega skemmt. Sæir þú fyrir þér að fara aftur í pólitík? Nú kemur smá þögn í fyrsta sinn í samtalinu við blaðamann en síðan svarar Bryndís: „Það er nóg af góðu fólki í brúnni hjá Sjálfstæðisflokknum. En ég er alltaf til í að hjálpa til þegar mikið liggur við, til dæmis fyrir kosningar.“ Útrás íslenskra bókmennta Eitt er það þó sem Bryndísi er mjög umhugað um að ræða í samtali við blaðamann og það er íslenskukennsla í háskólum erlendis. „Það átta sig ekki allir á því að þegar íslenskar bækur eru þýddar á erlend tungumál, þarf þýðandinn að vera frá því landi sem bókin er að koma út í.“ Sjálf segist hún telja að gervigreindin eigi eftir að breyta störfum þýðenda mikið, en þekking og færni þýðandans, bæði í sínu tungumáli og því sem þýtt er úr, þarf eftir sem áður að vera framúrskarandi. Því fleiri sem læra íslensku erlendis, því betra fyrir íslenska bókaútgáfu. Því staðreyndin er sú að íslenskur markaður er svo lítill að útflutningur á bókum er nauðsynlegur fyrir höfundana okkar. Margir hverjir eru að ná frábærum árangri erlendis. Til þess að missa ekki flugið þarf að hlúa vel að þýðendum okkar erlendis og huga að nauðsynlegri nýliðun.“ Hefur þú áhyggjur af bókaútgáfu almennt? „Ég myndi frekar segja að miðað við tækniþróunina og hversu lítill íslenskur markaður er, sé tekjumódelið okkar mjög viðkvæmt. Stór hluti bóksölu hefur á stuttum tíma færst yfir til streymisveitna þar sem fjöldi lesenda eykst sannarlega en hlutur bæði útgefenda og höfunda hefur dregist saman. Sá tími sem það tekur að ná jafnvægi á ný, reynir á alla. Endurgreiðslustuðningur ráðherra, Lilju D. Alfreðsdóttur, bjargaði greininni klárlega frá því að fara á hliðina að mínu mati. Fjöldi frumútgefinna verka og þýðinga hefur haldist nokkuð jafn á nýliðnum árum. Ég er hins vegar bjartsýn fyrir hönd íslenskrar bókaútgáfu á meðan höfundum okkar heldur áfram að fjölga og verk þeirra að styrkjast.“
Menning Bókaútgáfa Starfsframi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00 Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02 Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. 24. apríl 2023 07:01 Segir hiklaust að hann sé búinn með 28 ár í háskóla „Ég segi alveg hiklaust að ég sé með 28 ára háskólanám að baki. Því til viðbótar við háskólanámið á Bifröst get ég með góðri samvisku sagt að þessi 25 ár sem ég hef verið með Skessuhornið jafnist á við háskólanám í atvinnulífi og menningu. Þetta starf er endalaus skóli og ég fyrir löngu orðinn sérfræðingur í Vesturlandi,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhornsins, héraðsfréttablaðs Vesturlands. 17. apríl 2023 07:00 36 ára Íslendingur í geimbransanum: Forstjórastóllinn kom tíu árum á undan áætlun Fyrir rúmri viku var birtur árlegur listi Berlingske með nöfnum 100 ungra vonarstjarna í dönsku atvinnulífi. Hjalti Páll Þorvarðarson er ekki aðeins á listanum, heldur taldist tilefni til að ræða við Hjalta í heilu opnuviðtali í blaðinu. Einnig birt á netinu. 11. apríl 2023 07:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00
Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02
Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. 24. apríl 2023 07:01
Segir hiklaust að hann sé búinn með 28 ár í háskóla „Ég segi alveg hiklaust að ég sé með 28 ára háskólanám að baki. Því til viðbótar við háskólanámið á Bifröst get ég með góðri samvisku sagt að þessi 25 ár sem ég hef verið með Skessuhornið jafnist á við háskólanám í atvinnulífi og menningu. Þetta starf er endalaus skóli og ég fyrir löngu orðinn sérfræðingur í Vesturlandi,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhornsins, héraðsfréttablaðs Vesturlands. 17. apríl 2023 07:00
36 ára Íslendingur í geimbransanum: Forstjórastóllinn kom tíu árum á undan áætlun Fyrir rúmri viku var birtur árlegur listi Berlingske með nöfnum 100 ungra vonarstjarna í dönsku atvinnulífi. Hjalti Páll Þorvarðarson er ekki aðeins á listanum, heldur taldist tilefni til að ræða við Hjalta í heilu opnuviðtali í blaðinu. Einnig birt á netinu. 11. apríl 2023 07:01