Enginn leikmaður Liverpool meðal þeirra verðmætustu í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2023 09:01 Trent Alexander-Arnold er í 25. sætinu á listanum hjá Transfermarkt. Getty/Catherine Ivill Það er örugglega enginn hissa á því að Norðmaðurinn Erling Braut Haaland sé langverðmætasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag eftir magnað fyrsta tímabil hans með Manchester City. Óvæntara er kannski verðmæti leikmanna Jurgen Klopp hjá Liverpool. Það sést kannski á verðmati leikmanna í dag af hverju Liverpool liðið var aldrei með í meistarabaráttunni á þessu tímabili og missti á endanum af Meistaradeildarsæti. Félagsskiptavefurinn Transfermarkt hefur tekið saman verðmæti leikmanna í ensku úrvalsdeildinni og sett saman topp þrjátíu manna lista. Manchester City og Arsenal eiga marga fulltrúa meðal þeirra fjórtán efstu og þar eru einnig leikmann frá West Ham, Tottenham. Chelsea, Manchetser United og meira að segja Brighton. Það er hins vegar enginn leikmaður Liverpool meðal þeirra fjórtán verðmætustu í ensku úrvalsdeildinni í dag. Verðmætasti leikmaður Liverpool í dag er Luis Diaz sem er metinn á 75 milljónir evra. Hann er í fimmtánda sæti á lista Transfermarkt. Diaz er líka eini leikmaður Liverpool meðal þeirra tuttugu efstu. Næstu á eftir Diaz er síðan Darwin Núñez í 23. sæti og eftir honum koma síðan nýi leikmaðurinn Alexis Mac Allister (24. sæti), Trent Alexander-Arnold (25. sæti) og Mohamed Salah (26. sæti). Erling Braut Haaland er metinn á 180 miljónir evra en næstur á eftir honum er Arsenal maðurinn Bukayo Saka sem er metinn á 120 milljónir evra. Þriðji er síðan liðsfélagi Haaland hjá Manchester City en Phil Foden er metinn á 110 milljónir evra. Á topp tíu eru einnig Arsenal mennirnir Martin Ödegaard og Gabriel Martinelli sem og Declan Rice hjá West Ham, Harry Kane hjá Tottenham, Enzo Fernandes hjá Chelsea og Marcus Rashford hjá Manchester United. Manchester City á alls sjö leikmenn á topp tutugu því auk Haaland og Foden eru þar einnig Rodri (6. sæti), Rúben Dias (11. sæti), Bernardo Silva (12. sæti), Jack Grealish (16. sæti) og Kevin De Bruyne (20. sæti). Það má sjá allan listann hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official) Enski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira
Óvæntara er kannski verðmæti leikmanna Jurgen Klopp hjá Liverpool. Það sést kannski á verðmati leikmanna í dag af hverju Liverpool liðið var aldrei með í meistarabaráttunni á þessu tímabili og missti á endanum af Meistaradeildarsæti. Félagsskiptavefurinn Transfermarkt hefur tekið saman verðmæti leikmanna í ensku úrvalsdeildinni og sett saman topp þrjátíu manna lista. Manchester City og Arsenal eiga marga fulltrúa meðal þeirra fjórtán efstu og þar eru einnig leikmann frá West Ham, Tottenham. Chelsea, Manchetser United og meira að segja Brighton. Það er hins vegar enginn leikmaður Liverpool meðal þeirra fjórtán verðmætustu í ensku úrvalsdeildinni í dag. Verðmætasti leikmaður Liverpool í dag er Luis Diaz sem er metinn á 75 milljónir evra. Hann er í fimmtánda sæti á lista Transfermarkt. Diaz er líka eini leikmaður Liverpool meðal þeirra tuttugu efstu. Næstu á eftir Diaz er síðan Darwin Núñez í 23. sæti og eftir honum koma síðan nýi leikmaðurinn Alexis Mac Allister (24. sæti), Trent Alexander-Arnold (25. sæti) og Mohamed Salah (26. sæti). Erling Braut Haaland er metinn á 180 miljónir evra en næstur á eftir honum er Arsenal maðurinn Bukayo Saka sem er metinn á 120 milljónir evra. Þriðji er síðan liðsfélagi Haaland hjá Manchester City en Phil Foden er metinn á 110 milljónir evra. Á topp tíu eru einnig Arsenal mennirnir Martin Ödegaard og Gabriel Martinelli sem og Declan Rice hjá West Ham, Harry Kane hjá Tottenham, Enzo Fernandes hjá Chelsea og Marcus Rashford hjá Manchester United. Manchester City á alls sjö leikmenn á topp tutugu því auk Haaland og Foden eru þar einnig Rodri (6. sæti), Rúben Dias (11. sæti), Bernardo Silva (12. sæti), Jack Grealish (16. sæti) og Kevin De Bruyne (20. sæti). Það má sjá allan listann hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official)
Enski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira