„Leit út eins og einhver sem hefur misst tuttugu kílóa lóð á fótinn sinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2023 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir er þessa dagana á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana sem hefjast í lok næsta mánaðar. Instagram/@katrintanja CrossFit Castro taldi sig kannast við blikið í augum Katrínar Tönju Davíðsdóttur þegar hún sýndi það og sannaði að hún á enn erindi að keppa meðal þeirra bestu í heimi. Katrín Tanja er kominn aftur á heimsleikana og það gerði hún með miklum stæl. Katrín er tvöfaldur heimsmeistari en átti slakt ár í fyrra þar sem hún náði ekki að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið. Eins og áður á ferlinum þá átti hún magnaða endurkomu í hóp þeirra bestu árið eftir. Dave Castro er aftur kominn með puttana í skipulagningu heimsleikanna eftir að hafa þurft að taka pokann sinn sem íþróttastjóri CrossFit samtakanna í janúar 2022. Castro fékk aftur starf hjá samtökunum fimm mánuðum síðar og hefur nú fengið stöðuhækkun þótt að hann sé enn ekki kominn í sitt gamla starf. Það breytir ekki því að Castro hefur aftur áhrif við hönnun heimsleikanna. Castro er mikill aðdáandi Katrínar Tönju og fer ekkert leynt með þá aðdáun sína. Hann var mjög ánægður að sjá sína konu tryggja sig inn á leikana. Það sem meira er þá taldi hann sig sjá merki um að gamli heimsmeistarinn væri mættur til leiks á ný. „Miðað við hvernig undanúrslitin þróuðust á síðasta ári þá hefðir þú haldið að Karín Tanja væri í skýjunum með að ná öðru sætinu í undanúrslitunum í ár. En þegar kynnirinn kallaði upp nafnið hennar þá leit Katrín ekki út fyrir að vera mjög spennt. Hún leit út eins og einhver sem hefur misst tuttugu kíló lóð á fótinn sinn,“ skrifaði Dave Castro. „Seinna um kvöldið þá fagnaði hún því kannski að hafa tryggt sig inn á sína tíundu heimsleikana en ef eitthvað er að marka frammistöðu hennar í Pasadena þá var hún ekki bara mætt til þess bara að tryggja sig inn á heimsleikana. Katrín Davíðsdóttir er mikill keppnismaður. Tvöfaldur heimsmeistari. Hún kom til að vinna. Hún gerir það alltaf,“ skrifaði Castro. „Hvort að Katrín sé nógu öflug til að komast á verðlaunapallinn á heimsleikunum í ár er enn galopið. Með því að komast á pallinn í undanúrslitunum þá hefur hún gefið aðdáendum sínum margt til að vera spennt fyrir varðandi framhaldið. Þótt að Katrín sjálf hafi ekki verð allt of hrifin af öðru sætinu. Síðasta þegar Katrín missti af heimsleikunum þá kom hún til baka og varð heimsmeistari. Tvö ár í röð,“ skrifaði Castro. „Það var fyrir átta árum en 2023 tímabilið hennar á margt sameiginlegt með 2015 tímabilinu. Nýtt heimili. Ný nálgun. Man einhver eftir því hvar Katrín endaði í undaúrslitamótinu þá. Önnur,“ skrifaði Castro eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro CrossFit Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Katrín Tanja er kominn aftur á heimsleikana og það gerði hún með miklum stæl. Katrín er tvöfaldur heimsmeistari en átti slakt ár í fyrra þar sem hún náði ekki að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið. Eins og áður á ferlinum þá átti hún magnaða endurkomu í hóp þeirra bestu árið eftir. Dave Castro er aftur kominn með puttana í skipulagningu heimsleikanna eftir að hafa þurft að taka pokann sinn sem íþróttastjóri CrossFit samtakanna í janúar 2022. Castro fékk aftur starf hjá samtökunum fimm mánuðum síðar og hefur nú fengið stöðuhækkun þótt að hann sé enn ekki kominn í sitt gamla starf. Það breytir ekki því að Castro hefur aftur áhrif við hönnun heimsleikanna. Castro er mikill aðdáandi Katrínar Tönju og fer ekkert leynt með þá aðdáun sína. Hann var mjög ánægður að sjá sína konu tryggja sig inn á leikana. Það sem meira er þá taldi hann sig sjá merki um að gamli heimsmeistarinn væri mættur til leiks á ný. „Miðað við hvernig undanúrslitin þróuðust á síðasta ári þá hefðir þú haldið að Karín Tanja væri í skýjunum með að ná öðru sætinu í undanúrslitunum í ár. En þegar kynnirinn kallaði upp nafnið hennar þá leit Katrín ekki út fyrir að vera mjög spennt. Hún leit út eins og einhver sem hefur misst tuttugu kíló lóð á fótinn sinn,“ skrifaði Dave Castro. „Seinna um kvöldið þá fagnaði hún því kannski að hafa tryggt sig inn á sína tíundu heimsleikana en ef eitthvað er að marka frammistöðu hennar í Pasadena þá var hún ekki bara mætt til þess bara að tryggja sig inn á heimsleikana. Katrín Davíðsdóttir er mikill keppnismaður. Tvöfaldur heimsmeistari. Hún kom til að vinna. Hún gerir það alltaf,“ skrifaði Castro. „Hvort að Katrín sé nógu öflug til að komast á verðlaunapallinn á heimsleikunum í ár er enn galopið. Með því að komast á pallinn í undanúrslitunum þá hefur hún gefið aðdáendum sínum margt til að vera spennt fyrir varðandi framhaldið. Þótt að Katrín sjálf hafi ekki verð allt of hrifin af öðru sætinu. Síðasta þegar Katrín missti af heimsleikunum þá kom hún til baka og varð heimsmeistari. Tvö ár í röð,“ skrifaði Castro. „Það var fyrir átta árum en 2023 tímabilið hennar á margt sameiginlegt með 2015 tímabilinu. Nýtt heimili. Ný nálgun. Man einhver eftir því hvar Katrín endaði í undaúrslitamótinu þá. Önnur,“ skrifaði Castro eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro
CrossFit Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira