„Hún var bara spörkuð út úr leiknum“ Atli Arason skrifar 21. júní 2023 22:31 Pétur Pétursson er þjálfari Vals. VÍSIR/VILHELM Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ekki sáttur eftir að markahæsti leikmaður Vals, Bryndís Arna Níelsdóttir, fór meidd af leikvelli í 1-1 jafntefli gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna í kvöld. Bryndís fór af leikvelli þegar rúmar 60 mínútur voru liðnar af leiknum, skömmu eftir að hún skoraði jöfnunarmark Vals. Bryndís gæti misst af næstu leikjum Vals en hún er markahæsti leikmaður Bestu-deildarinnar með sjö mörk eftir níu leiki. „Hún var spörkuð niður inn í teig og er stórslösuð. Staðan á henni er mjög slæm og ég skil ekki alveg af hverju það var ekkert dæmt, hún var meira að segja spörkuð niður eftir það var búið að flauta. Ég átta mig ekki alveg á því en hún var bara spörkuð út úr leiknum,“ sagði Pétur, þungur á brún, í viðtali við Vísi eftir leik. Bryndís fór niður inn í vítateig Keflavíkur eftir að Madison Wolfbauer sparkaði í Bryndísi þegar Madison ætlaði að hreinsa boltann í burtu, eftir að Bríet dómari var búin að flauta vegna höfuðmeiðsla Þórdísar Elvu, sem lá þá í grasinu. Valskonur lentu 1-0 undir í fyrri hálfleik en heimakonur voru verðskuldað yfir eftir flottan fyrri hálfleik hjá liðinu. Pétur var þó ánægður með það hvernig leikmenn Vals svöruðu í síðari hálfleik. „Fyrri hálfleikur var ekki góður en mer fannst við ekki koma vel inn í byrjun leiks. Seinni hálfleikur var hins vegar góður og við áttum þá að klára þennan leik.“ Í hálfleik minnti Pétur sína leikmenn á hvað uppleggið var fyrir leik. „Fyrst og fremst þá fórum við að gera hlutina eins og við vildum gera þá í fyrri hálfleik. Við gerðum ákveðna hluti ekki vel í fyrri hálfleik sem við ætluðum að gera og breyttum áherslu í seinni hálfleik og boltinn gekk þá mun betur á milli leikmanna,“ svaraði hann, aðspurður út í hvað liðið fór yfir í hálfleik. Framundan hjá Val er stórleikur gegn Breiðablik næstkomandi sunnudag. Pétur vil byggja ofan á góða frammistöðu í síðari hálfleiknum í kvöld fyrir leikinn gegn Breiðablik. „Það verður náttúrulega öðruvísi leikur frá grasi og yfir á gervigras en við tökum allt gott úr seinni hálfleikinn með okkur inn í þann leik,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, að endingu. Íslenski boltinn Valur Keflavík ÍF Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 1-1 | Víti í súginn hjá Val sem tapaði mikilvægum stigum Keflavík og Valur gerðu 1-1 jafntefli í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld í hörku spennandi leik sem hefði getað fallið öðru hvoru megin. Valskonur misstu þó af mikilvægum stigum í toppbaráttunni, sérstaklega eftir vítaspyrna þeirra fór forgörðum á 82. mínútu. 21. júní 2023 21:13 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Bryndís fór af leikvelli þegar rúmar 60 mínútur voru liðnar af leiknum, skömmu eftir að hún skoraði jöfnunarmark Vals. Bryndís gæti misst af næstu leikjum Vals en hún er markahæsti leikmaður Bestu-deildarinnar með sjö mörk eftir níu leiki. „Hún var spörkuð niður inn í teig og er stórslösuð. Staðan á henni er mjög slæm og ég skil ekki alveg af hverju það var ekkert dæmt, hún var meira að segja spörkuð niður eftir það var búið að flauta. Ég átta mig ekki alveg á því en hún var bara spörkuð út úr leiknum,“ sagði Pétur, þungur á brún, í viðtali við Vísi eftir leik. Bryndís fór niður inn í vítateig Keflavíkur eftir að Madison Wolfbauer sparkaði í Bryndísi þegar Madison ætlaði að hreinsa boltann í burtu, eftir að Bríet dómari var búin að flauta vegna höfuðmeiðsla Þórdísar Elvu, sem lá þá í grasinu. Valskonur lentu 1-0 undir í fyrri hálfleik en heimakonur voru verðskuldað yfir eftir flottan fyrri hálfleik hjá liðinu. Pétur var þó ánægður með það hvernig leikmenn Vals svöruðu í síðari hálfleik. „Fyrri hálfleikur var ekki góður en mer fannst við ekki koma vel inn í byrjun leiks. Seinni hálfleikur var hins vegar góður og við áttum þá að klára þennan leik.“ Í hálfleik minnti Pétur sína leikmenn á hvað uppleggið var fyrir leik. „Fyrst og fremst þá fórum við að gera hlutina eins og við vildum gera þá í fyrri hálfleik. Við gerðum ákveðna hluti ekki vel í fyrri hálfleik sem við ætluðum að gera og breyttum áherslu í seinni hálfleik og boltinn gekk þá mun betur á milli leikmanna,“ svaraði hann, aðspurður út í hvað liðið fór yfir í hálfleik. Framundan hjá Val er stórleikur gegn Breiðablik næstkomandi sunnudag. Pétur vil byggja ofan á góða frammistöðu í síðari hálfleiknum í kvöld fyrir leikinn gegn Breiðablik. „Það verður náttúrulega öðruvísi leikur frá grasi og yfir á gervigras en við tökum allt gott úr seinni hálfleikinn með okkur inn í þann leik,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, að endingu.
Íslenski boltinn Valur Keflavík ÍF Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 1-1 | Víti í súginn hjá Val sem tapaði mikilvægum stigum Keflavík og Valur gerðu 1-1 jafntefli í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld í hörku spennandi leik sem hefði getað fallið öðru hvoru megin. Valskonur misstu þó af mikilvægum stigum í toppbaráttunni, sérstaklega eftir vítaspyrna þeirra fór forgörðum á 82. mínútu. 21. júní 2023 21:13 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Valur 1-1 | Víti í súginn hjá Val sem tapaði mikilvægum stigum Keflavík og Valur gerðu 1-1 jafntefli í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld í hörku spennandi leik sem hefði getað fallið öðru hvoru megin. Valskonur misstu þó af mikilvægum stigum í toppbaráttunni, sérstaklega eftir vítaspyrna þeirra fór forgörðum á 82. mínútu. 21. júní 2023 21:13