Gagnrýndur eftir að leikmaður fór úr brúðkaupsferð en fékk ekkert að spila Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2023 16:30 Boubacar Kamara hélt að hann væri að fara spila fjórða A-landsleikinn sinn en annað kom á daginn. Catherine Steenkeste/Getty Images Boubacar Kamara, miðjumaður Aston Villa, var kallaður inn í franska landsliðið í knattspyrnu fyrir nýafstaðið landsliðsverkefni. Kamara spilaði hins vegar núll mínútur sem hlýtur að teljast svekkjandi þar sem hann var í miðri brúðkaupsferð. Hinn 23 ára gamli Kamara hafði nýverið gifst Coralie Porrovecchio og voru þau saman að njóta hveitibrauðsdaganna. Miðjumaðurinn var hins vegar óvænt kallaður inn í landsliðshóp Frakklands vegna meiðsla Adrien Rabiot. Kamara á að baki 3 A-landsleiki og hefur ef til vill hugsað með sér að sá fjórði væri handan við hornið þar sem Frakkland mætti Gíbraltar í fyrri leiknum og Grikklandi í þeim síðari. Það reyndist ekki raunin þar sem hann sat á bekknum frá upphafi til enda í báðum leikjum. Frakkland gerði það sem það þurfti til að vinna leikina en ekki mikið meira en það. 3-0 útisigur á Gíbraltar og 1-0 heimasigur á Grikklandi niðurstaðan. Aston Villa midfielder, Boubacar Kamara was called up to the France squad during his honeymoon to replace the injured Adrien Rabiot. He didn't play a single minute... pic.twitter.com/i5rLfTmaFZ— talkSPORT (@talkSPORT) June 20, 2023 Porrovecchio birti færslur á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði að fríið hefði endað þegar eiginmaðurinn var valinn í landsliðið. Þá sagðist hún ekki vita hvort hún ætti að hlægja eða gráta. Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, hefur verið gagnrýndur fyrir að skemma brúðkaupsferð Kamara. Kamara var að ljúka sínu fyrsta tímabili á Englandi. Hann spilaði 24 leiki í ensku úrvalsdeildinni og hjálpaði Aston Villa að enda í 7. sæti sem þýðir að liðið spilar í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Kamara hafði nýverið gifst Coralie Porrovecchio og voru þau saman að njóta hveitibrauðsdaganna. Miðjumaðurinn var hins vegar óvænt kallaður inn í landsliðshóp Frakklands vegna meiðsla Adrien Rabiot. Kamara á að baki 3 A-landsleiki og hefur ef til vill hugsað með sér að sá fjórði væri handan við hornið þar sem Frakkland mætti Gíbraltar í fyrri leiknum og Grikklandi í þeim síðari. Það reyndist ekki raunin þar sem hann sat á bekknum frá upphafi til enda í báðum leikjum. Frakkland gerði það sem það þurfti til að vinna leikina en ekki mikið meira en það. 3-0 útisigur á Gíbraltar og 1-0 heimasigur á Grikklandi niðurstaðan. Aston Villa midfielder, Boubacar Kamara was called up to the France squad during his honeymoon to replace the injured Adrien Rabiot. He didn't play a single minute... pic.twitter.com/i5rLfTmaFZ— talkSPORT (@talkSPORT) June 20, 2023 Porrovecchio birti færslur á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði að fríið hefði endað þegar eiginmaðurinn var valinn í landsliðið. Þá sagðist hún ekki vita hvort hún ætti að hlægja eða gráta. Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, hefur verið gagnrýndur fyrir að skemma brúðkaupsferð Kamara. Kamara var að ljúka sínu fyrsta tímabili á Englandi. Hann spilaði 24 leiki í ensku úrvalsdeildinni og hjálpaði Aston Villa að enda í 7. sæti sem þýðir að liðið spilar í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira