Vill „tafarlaust viðskiptabann“ á félagsskipti til Sádi-Arabíu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2023 15:00 Gary Neville er einn þeirra sem veltir fyrir sér ósvöruðum spurningum um fjölda félagsskipta til Sádi-Arabíu. James Gill - Danehouse/Getty Images Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, vill að enska úrvalsdeildin komi í veg fyrir að liðin í deildinni selji leikmenn til Sádi-Arabíu þangað til að hægt er að ganga úr skugga um að heilindum deildarinnar sé ekki stofnað í hættu. Mörg af stærstu nöfnum knattspyrnuheimsins hafa verið orðuð við félög í sádiarabísku deildinni. Nú þegar hafa leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og N'Golo Kante gengið til liðs við lið þar í landi og á tímabili var Lionel Messi orðaður við deildina. Vissulega eru þetta leikmenn sem eru að nálgast seinni hluta ferilsins, en nú eru menn á besta aldri farnir að birtast í umræðunni um að elta seðilinn til Sádi-Arabíu. Ruben Neves, leikmaður Wolves, Thomas Partey, leikmaður Arsenal, og Chelsea mennirnir Hakim Ziyech, Kalidou Koulibaly og Edouard Mendy þykja líklegir til að yfirgefa ensku úrvalsdeildina á komandi dögum og ganga til liðs við félag í Sádi-Arabíu. Í síðasta mánuði keypti PIF, opinber fjárfestingarsjóður Sádi-Arabíu, fjögur stærstu knattspyrnulið landsins: Al-Ahli, Al-Ittihad, Al-Hilal og Al-Nassr. PIF er einnig eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United og óvíst er hvort sjóðurinn eigi stóran hlut í Clearlake Capital, eignarfélagi Chelsea. Eftir að hafa nánast gengið berserksgang í undanförnum tveimur félagsskiptagluggum og keypt ógrynni af leikmönnum stendur Chelsea nú í ströngu við að losa leikmenn frá félaginu, marga þeirra til sádiarabískra félaga í eigu PIF. Eðlilega vekur athæfi sem þetta upp ýmsar spurningar og Gary Neville er einn þeirra sem efast um ágæti þess að losa leikmenn í bunkum til moldríkra félaga sem mögulega eiga hlut í þínu eigin eignarfélagi. „Enska úrvalsdeildin ætti að setja tafarlaust viðskiptabann á félagsskipti til Sádi-Arabíu til að tryggja það að ekki sé verið að skaða heilindi leiksins,“ sagði Neville í samtali við BBC Sport. „Það ætti að gera skoðun á því hvort þessi viðskipti séu við hæfi. Ef þau standast þá skoðun ætti svo að sjálfsögðu að opna fyrir félagsskiptin á ný.“ „En á þessari stundu tel ég hins vegar að stöðva ætti félagsskiptin þar til búið er að skoða eignarhaldið hjá Chelsea og hvort félagið sé að hagnast á félagsskiptum á óviðeigandi hátt.“ Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Mörg af stærstu nöfnum knattspyrnuheimsins hafa verið orðuð við félög í sádiarabísku deildinni. Nú þegar hafa leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og N'Golo Kante gengið til liðs við lið þar í landi og á tímabili var Lionel Messi orðaður við deildina. Vissulega eru þetta leikmenn sem eru að nálgast seinni hluta ferilsins, en nú eru menn á besta aldri farnir að birtast í umræðunni um að elta seðilinn til Sádi-Arabíu. Ruben Neves, leikmaður Wolves, Thomas Partey, leikmaður Arsenal, og Chelsea mennirnir Hakim Ziyech, Kalidou Koulibaly og Edouard Mendy þykja líklegir til að yfirgefa ensku úrvalsdeildina á komandi dögum og ganga til liðs við félag í Sádi-Arabíu. Í síðasta mánuði keypti PIF, opinber fjárfestingarsjóður Sádi-Arabíu, fjögur stærstu knattspyrnulið landsins: Al-Ahli, Al-Ittihad, Al-Hilal og Al-Nassr. PIF er einnig eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United og óvíst er hvort sjóðurinn eigi stóran hlut í Clearlake Capital, eignarfélagi Chelsea. Eftir að hafa nánast gengið berserksgang í undanförnum tveimur félagsskiptagluggum og keypt ógrynni af leikmönnum stendur Chelsea nú í ströngu við að losa leikmenn frá félaginu, marga þeirra til sádiarabískra félaga í eigu PIF. Eðlilega vekur athæfi sem þetta upp ýmsar spurningar og Gary Neville er einn þeirra sem efast um ágæti þess að losa leikmenn í bunkum til moldríkra félaga sem mögulega eiga hlut í þínu eigin eignarfélagi. „Enska úrvalsdeildin ætti að setja tafarlaust viðskiptabann á félagsskipti til Sádi-Arabíu til að tryggja það að ekki sé verið að skaða heilindi leiksins,“ sagði Neville í samtali við BBC Sport. „Það ætti að gera skoðun á því hvort þessi viðskipti séu við hæfi. Ef þau standast þá skoðun ætti svo að sjálfsögðu að opna fyrir félagsskiptin á ný.“ „En á þessari stundu tel ég hins vegar að stöðva ætti félagsskiptin þar til búið er að skoða eignarhaldið hjá Chelsea og hvort félagið sé að hagnast á félagsskiptum á óviðeigandi hátt.“
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira