Óvænt úrslit í riðli Íslands | Håland á skotskónum Smári Jökull Jónsson skrifar 20. júní 2023 21:21 Erling Braut Håland skoraði fyrir Noreg í kvöld. Vísir/Getty Erling Braut Håland skoraði tvö mörk fyrir Noreg í öruggum sigri liðsins í Kýpur í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Þá vann Lúxemborg óvæntan sigur í riðli Íslands. Noregur hefur ekki riðið feitum hesti í A-riðli undankeppni Evrópumótsins en liðið var aðeins með eitt stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar fyrir leikinn í kvöld. Liðið vann hins vegar þægilegan sigur á Kýpur í Osló og skoraði Erling Håland tvö síðari mörk liðsins í seinni hálfleik eftir að Ola Solbakken hafði komið liðinu yfir í fyrri hálfleiknum. Kýpur minnkaði síðan muninn í uppbótartíma og lokatölur 3-1 fyrir Noreg. Lúxemborg gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 sigur á Bosníu á útivelli í kvöld. Liðin leika í riðli Íslands en Ísland tapaði einmitt fyrir Bosníu þegar liðin mættust í mars. Yvandro Borges Sanches og Daniel Sinani skoruðu mörk Lúxemborg í síðari hálfleik en liðið er nú með sjö stig í þriðja sæti J-riðils. Bosnía-Hersegóvína er í fjórða sæti með þrjú stig, jafn mörg stig og Ísland sem er í sætinu fyrir neðan. Vesen hjá Svíum Svíþjóð er í bölvuðum vandræðum í F-riðli eftir tap gegn Austurríki í kvöld. Austurríki er í efsta sætinu með tíu stig eftir 2-0 sigur þar sem Christoph Baumgartner, leikmaður Hoffenheim, skoraði bæði mörk liðsins. Svíar eru í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Belgum í þriðja sætinu. Í þriðja leik J-riðils, riðli Íslands, vann Slóvakía nauman sigur á Licthenstein. Denis Vavro skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Slóvakar eru tveimur stigum á eftir Portúgal, með tíu stig eftir fjóra leiki. Romelu Lukaku var á skotskónum fyrir Belga sem unnu 3-0 útisigur á Eistlandi. Hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik áður en Johan Bakayoki bætti þriðja markinu við undir lokin. Önnur úrslit í kvöld: Moldóva - Pólland 3-2Færeyjar - Albanía 1-3Ungverjaland - Litháen 2-0Búlgaría - Serbía 1-1 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Atalanta | Erfitt verkefni fyrir Albert og félaga Í beinni: Preston - Aston Villa | Stefán Teitur getur komist í undanúrslit Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Sjá meira
Noregur hefur ekki riðið feitum hesti í A-riðli undankeppni Evrópumótsins en liðið var aðeins með eitt stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar fyrir leikinn í kvöld. Liðið vann hins vegar þægilegan sigur á Kýpur í Osló og skoraði Erling Håland tvö síðari mörk liðsins í seinni hálfleik eftir að Ola Solbakken hafði komið liðinu yfir í fyrri hálfleiknum. Kýpur minnkaði síðan muninn í uppbótartíma og lokatölur 3-1 fyrir Noreg. Lúxemborg gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 sigur á Bosníu á útivelli í kvöld. Liðin leika í riðli Íslands en Ísland tapaði einmitt fyrir Bosníu þegar liðin mættust í mars. Yvandro Borges Sanches og Daniel Sinani skoruðu mörk Lúxemborg í síðari hálfleik en liðið er nú með sjö stig í þriðja sæti J-riðils. Bosnía-Hersegóvína er í fjórða sæti með þrjú stig, jafn mörg stig og Ísland sem er í sætinu fyrir neðan. Vesen hjá Svíum Svíþjóð er í bölvuðum vandræðum í F-riðli eftir tap gegn Austurríki í kvöld. Austurríki er í efsta sætinu með tíu stig eftir 2-0 sigur þar sem Christoph Baumgartner, leikmaður Hoffenheim, skoraði bæði mörk liðsins. Svíar eru í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Belgum í þriðja sætinu. Í þriðja leik J-riðils, riðli Íslands, vann Slóvakía nauman sigur á Licthenstein. Denis Vavro skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Slóvakar eru tveimur stigum á eftir Portúgal, með tíu stig eftir fjóra leiki. Romelu Lukaku var á skotskónum fyrir Belga sem unnu 3-0 útisigur á Eistlandi. Hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik áður en Johan Bakayoki bætti þriðja markinu við undir lokin. Önnur úrslit í kvöld: Moldóva - Pólland 3-2Færeyjar - Albanía 1-3Ungverjaland - Litháen 2-0Búlgaría - Serbía 1-1
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Atalanta | Erfitt verkefni fyrir Albert og félaga Í beinni: Preston - Aston Villa | Stefán Teitur getur komist í undanúrslit Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Sjá meira