Óvænt úrslit í riðli Íslands | Håland á skotskónum Smári Jökull Jónsson skrifar 20. júní 2023 21:21 Erling Braut Håland skoraði fyrir Noreg í kvöld. Vísir/Getty Erling Braut Håland skoraði tvö mörk fyrir Noreg í öruggum sigri liðsins í Kýpur í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Þá vann Lúxemborg óvæntan sigur í riðli Íslands. Noregur hefur ekki riðið feitum hesti í A-riðli undankeppni Evrópumótsins en liðið var aðeins með eitt stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar fyrir leikinn í kvöld. Liðið vann hins vegar þægilegan sigur á Kýpur í Osló og skoraði Erling Håland tvö síðari mörk liðsins í seinni hálfleik eftir að Ola Solbakken hafði komið liðinu yfir í fyrri hálfleiknum. Kýpur minnkaði síðan muninn í uppbótartíma og lokatölur 3-1 fyrir Noreg. Lúxemborg gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 sigur á Bosníu á útivelli í kvöld. Liðin leika í riðli Íslands en Ísland tapaði einmitt fyrir Bosníu þegar liðin mættust í mars. Yvandro Borges Sanches og Daniel Sinani skoruðu mörk Lúxemborg í síðari hálfleik en liðið er nú með sjö stig í þriðja sæti J-riðils. Bosnía-Hersegóvína er í fjórða sæti með þrjú stig, jafn mörg stig og Ísland sem er í sætinu fyrir neðan. Vesen hjá Svíum Svíþjóð er í bölvuðum vandræðum í F-riðli eftir tap gegn Austurríki í kvöld. Austurríki er í efsta sætinu með tíu stig eftir 2-0 sigur þar sem Christoph Baumgartner, leikmaður Hoffenheim, skoraði bæði mörk liðsins. Svíar eru í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Belgum í þriðja sætinu. Í þriðja leik J-riðils, riðli Íslands, vann Slóvakía nauman sigur á Licthenstein. Denis Vavro skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Slóvakar eru tveimur stigum á eftir Portúgal, með tíu stig eftir fjóra leiki. Romelu Lukaku var á skotskónum fyrir Belga sem unnu 3-0 útisigur á Eistlandi. Hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik áður en Johan Bakayoki bætti þriðja markinu við undir lokin. Önnur úrslit í kvöld: Moldóva - Pólland 3-2Færeyjar - Albanía 1-3Ungverjaland - Litháen 2-0Búlgaría - Serbía 1-1 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Sjá meira
Noregur hefur ekki riðið feitum hesti í A-riðli undankeppni Evrópumótsins en liðið var aðeins með eitt stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar fyrir leikinn í kvöld. Liðið vann hins vegar þægilegan sigur á Kýpur í Osló og skoraði Erling Håland tvö síðari mörk liðsins í seinni hálfleik eftir að Ola Solbakken hafði komið liðinu yfir í fyrri hálfleiknum. Kýpur minnkaði síðan muninn í uppbótartíma og lokatölur 3-1 fyrir Noreg. Lúxemborg gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 sigur á Bosníu á útivelli í kvöld. Liðin leika í riðli Íslands en Ísland tapaði einmitt fyrir Bosníu þegar liðin mættust í mars. Yvandro Borges Sanches og Daniel Sinani skoruðu mörk Lúxemborg í síðari hálfleik en liðið er nú með sjö stig í þriðja sæti J-riðils. Bosnía-Hersegóvína er í fjórða sæti með þrjú stig, jafn mörg stig og Ísland sem er í sætinu fyrir neðan. Vesen hjá Svíum Svíþjóð er í bölvuðum vandræðum í F-riðli eftir tap gegn Austurríki í kvöld. Austurríki er í efsta sætinu með tíu stig eftir 2-0 sigur þar sem Christoph Baumgartner, leikmaður Hoffenheim, skoraði bæði mörk liðsins. Svíar eru í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Belgum í þriðja sætinu. Í þriðja leik J-riðils, riðli Íslands, vann Slóvakía nauman sigur á Licthenstein. Denis Vavro skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Slóvakar eru tveimur stigum á eftir Portúgal, með tíu stig eftir fjóra leiki. Romelu Lukaku var á skotskónum fyrir Belga sem unnu 3-0 útisigur á Eistlandi. Hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik áður en Johan Bakayoki bætti þriðja markinu við undir lokin. Önnur úrslit í kvöld: Moldóva - Pólland 3-2Færeyjar - Albanía 1-3Ungverjaland - Litháen 2-0Búlgaría - Serbía 1-1
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Sjá meira