Einkaklefinn, leiðindin við Aron og tímamótin á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2023 08:00 Ronaldo og félagar tóku létta æfingu á Laugardalsvelli í gær. Visir/Vilhelm Frægasti íþróttamaður heims, Cristiano Ronaldo, lenti á Íslandi í gær og heimsækir nú landið í að minnsta kosti þriðja sinn. Fyrir sjö árum skapaði þessi 38 ára Portúgali sér miklar óvinsældir hjá íslensku þjóðinni en óvíst er hvernig honum verður tekið á Laugardalsvelli í kvöld, í sannkölluðum tímamótaleik. Ronaldo er fyrirliði portúgalska landsliðsins og ef Roberto Martínez heldur sig við sitt sterkasta lið mun Ronaldo spila sinn 200. landsleik í kvöld, gegn Íslandi í undankeppni EM. Liðin tvö eru að berjast um að komast í lokakeppni EM í Þýskalandi næsta sumar, en þau mættust einmitt síðast á EM, í fyrsta leik Íslands á stórmóti í St. Etienne í Frakklandi sumarið 2016. Á EM 2016 urðu harkaleg ummæli Ronaldos í garð Íslands að heimsfrétt, en hann sakaði Íslendinga um frekar dapurlegt hugarfar í ljósi þess að þeir fögnuðu ógurlega 1-1 jafntefli. Flestum virtist þykja Ronaldo skilningslaus, að sjá ekki hve stórt afrek það væri fyrir 300.000 manna þjóð að ná jafntefli gegn einu albesta liði heims, liði sem varð einmitt Evrópumeistari. Leiðindin gagnvart Íslandi verða ekki nýtt í dag Og ekki vakti síður athygli að Ronaldo skyldi hafna beiðni Arons Einars Gunnarssonar um treyjuskipti eftir leikinn. „Ég ætlaði bara að fá treyjuna hjá að mínu mati besta leikmanni í heimi, sem aðdáandi Manchester United. Ég ætlaði bara að ná henni, fyrstur. En það bara endaði þannig að ég fékk enga treyju,“ sagði Aron eftir EM á sínum tíma. Hann fékk reyndar Ronaldo-treyju en þá treyju höfðu félagar hans í íslenska landsliðinu útvegað til að grínast í fyrirliðanum sínum, sem hafði ekki undan að svara spurningum um málið á sínum tíma. Sjálfsagt myndu flestir, ef ekki allir, Íslendingar fagna stigi gegn Portúgal í kvöld, sama hvað Ronaldo finnst um það, en Aron segir að „small mentality“-ummæli hans um Ísland hafi þó ekki verið notuð til að gíra menn sérstaklega upp að þessu sinni. „Við nýttum okkur það aðeins á Evrópumótinu sjálfu, en ekki núna. Á þeim tíma var maður smá sjokkeraður yfir þessu, því það var svo stórt fyrir okkur að ná jafntefli á móti svona stóru liði. En við erum ekkert að líta til baka á það núna. Þetta er allt annað dæmi núna og við þurfum að gera allt hundrað prósent til að fá eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Aron á blaðamannafundi í gær. Síðast þegar Ronaldo spilaði hér á landi var það einnig í undankeppni EM, haustið 2010, og þá skoraði hann í 3-1 sigri. Tveir leikmenn úr byrjunarliði Íslands þá eru enn að spila í dag, í Bestu deildinni, þeir Birkir Már Sævarsson og Theodór Elmar Bjarnason. Hvorki einkaklefi þá né nú Orðrómur var um að Ronaldo hefði viljað sérstakan einkabúningsklefa á Laugardalsvelli á þeim tíma, en ekki fengið, samkvæmt grein í The Guardian fyrir EM-ævintýrið 2016. Viðmælendur Vísis kannast þó reyndar ekki við slíka beiðni, og Ronaldo varð að minnsta kosti að sætta sig við löngu úrelta búningsklefa á Laugardalsvelli rétt eins og núna, þrettán árum síðar. Engar sérstakar ráðstafanir eru gerðar af hálfu KSÍ vegna komu Ronaldo frekar en annarra heimsfrægra leikmanna sem hingað koma. Ronaldo kom einnig hingað til lands í mars 2018, í frí með kærustu sinni, Georginu Rodriguez. Þau skelltu sér til að mynda á vélsleða og virtust njóta sín vel í snjónum á Íslandi. Ronaldo kom svo aftur með portúgalska liðinu til landsins síðdegis í gær og tók þátt í æfingu á Laugardalsvelli, eftir að hafa slegið á létta strengi og verið allur hinn almennilegasti á blaðamannafundi í kjallara leikvangsins. Það verður svo að koma í ljós í kvöld hvort að 200. landsleikurinn hans verður á Íslandi. Eitt er víst að því miður fyrir íslenska landsliðið er hann aðeins einn af mörgum knattspyrnusnillingum sem okkar menn þurfa að stöðva í kvöld, í von um að auka möguleikana á að komast á stórmót í þriðja sinn. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Ronaldo er fyrirliði portúgalska landsliðsins og ef Roberto Martínez heldur sig við sitt sterkasta lið mun Ronaldo spila sinn 200. landsleik í kvöld, gegn Íslandi í undankeppni EM. Liðin tvö eru að berjast um að komast í lokakeppni EM í Þýskalandi næsta sumar, en þau mættust einmitt síðast á EM, í fyrsta leik Íslands á stórmóti í St. Etienne í Frakklandi sumarið 2016. Á EM 2016 urðu harkaleg ummæli Ronaldos í garð Íslands að heimsfrétt, en hann sakaði Íslendinga um frekar dapurlegt hugarfar í ljósi þess að þeir fögnuðu ógurlega 1-1 jafntefli. Flestum virtist þykja Ronaldo skilningslaus, að sjá ekki hve stórt afrek það væri fyrir 300.000 manna þjóð að ná jafntefli gegn einu albesta liði heims, liði sem varð einmitt Evrópumeistari. Leiðindin gagnvart Íslandi verða ekki nýtt í dag Og ekki vakti síður athygli að Ronaldo skyldi hafna beiðni Arons Einars Gunnarssonar um treyjuskipti eftir leikinn. „Ég ætlaði bara að fá treyjuna hjá að mínu mati besta leikmanni í heimi, sem aðdáandi Manchester United. Ég ætlaði bara að ná henni, fyrstur. En það bara endaði þannig að ég fékk enga treyju,“ sagði Aron eftir EM á sínum tíma. Hann fékk reyndar Ronaldo-treyju en þá treyju höfðu félagar hans í íslenska landsliðinu útvegað til að grínast í fyrirliðanum sínum, sem hafði ekki undan að svara spurningum um málið á sínum tíma. Sjálfsagt myndu flestir, ef ekki allir, Íslendingar fagna stigi gegn Portúgal í kvöld, sama hvað Ronaldo finnst um það, en Aron segir að „small mentality“-ummæli hans um Ísland hafi þó ekki verið notuð til að gíra menn sérstaklega upp að þessu sinni. „Við nýttum okkur það aðeins á Evrópumótinu sjálfu, en ekki núna. Á þeim tíma var maður smá sjokkeraður yfir þessu, því það var svo stórt fyrir okkur að ná jafntefli á móti svona stóru liði. En við erum ekkert að líta til baka á það núna. Þetta er allt annað dæmi núna og við þurfum að gera allt hundrað prósent til að fá eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Aron á blaðamannafundi í gær. Síðast þegar Ronaldo spilaði hér á landi var það einnig í undankeppni EM, haustið 2010, og þá skoraði hann í 3-1 sigri. Tveir leikmenn úr byrjunarliði Íslands þá eru enn að spila í dag, í Bestu deildinni, þeir Birkir Már Sævarsson og Theodór Elmar Bjarnason. Hvorki einkaklefi þá né nú Orðrómur var um að Ronaldo hefði viljað sérstakan einkabúningsklefa á Laugardalsvelli á þeim tíma, en ekki fengið, samkvæmt grein í The Guardian fyrir EM-ævintýrið 2016. Viðmælendur Vísis kannast þó reyndar ekki við slíka beiðni, og Ronaldo varð að minnsta kosti að sætta sig við löngu úrelta búningsklefa á Laugardalsvelli rétt eins og núna, þrettán árum síðar. Engar sérstakar ráðstafanir eru gerðar af hálfu KSÍ vegna komu Ronaldo frekar en annarra heimsfrægra leikmanna sem hingað koma. Ronaldo kom einnig hingað til lands í mars 2018, í frí með kærustu sinni, Georginu Rodriguez. Þau skelltu sér til að mynda á vélsleða og virtust njóta sín vel í snjónum á Íslandi. Ronaldo kom svo aftur með portúgalska liðinu til landsins síðdegis í gær og tók þátt í æfingu á Laugardalsvelli, eftir að hafa slegið á létta strengi og verið allur hinn almennilegasti á blaðamannafundi í kjallara leikvangsins. Það verður svo að koma í ljós í kvöld hvort að 200. landsleikurinn hans verður á Íslandi. Eitt er víst að því miður fyrir íslenska landsliðið er hann aðeins einn af mörgum knattspyrnusnillingum sem okkar menn þurfa að stöðva í kvöld, í von um að auka möguleikana á að komast á stórmót í þriðja sinn.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira