Einkaklefinn, leiðindin við Aron og tímamótin á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2023 08:00 Ronaldo og félagar tóku létta æfingu á Laugardalsvelli í gær. Visir/Vilhelm Frægasti íþróttamaður heims, Cristiano Ronaldo, lenti á Íslandi í gær og heimsækir nú landið í að minnsta kosti þriðja sinn. Fyrir sjö árum skapaði þessi 38 ára Portúgali sér miklar óvinsældir hjá íslensku þjóðinni en óvíst er hvernig honum verður tekið á Laugardalsvelli í kvöld, í sannkölluðum tímamótaleik. Ronaldo er fyrirliði portúgalska landsliðsins og ef Roberto Martínez heldur sig við sitt sterkasta lið mun Ronaldo spila sinn 200. landsleik í kvöld, gegn Íslandi í undankeppni EM. Liðin tvö eru að berjast um að komast í lokakeppni EM í Þýskalandi næsta sumar, en þau mættust einmitt síðast á EM, í fyrsta leik Íslands á stórmóti í St. Etienne í Frakklandi sumarið 2016. Á EM 2016 urðu harkaleg ummæli Ronaldos í garð Íslands að heimsfrétt, en hann sakaði Íslendinga um frekar dapurlegt hugarfar í ljósi þess að þeir fögnuðu ógurlega 1-1 jafntefli. Flestum virtist þykja Ronaldo skilningslaus, að sjá ekki hve stórt afrek það væri fyrir 300.000 manna þjóð að ná jafntefli gegn einu albesta liði heims, liði sem varð einmitt Evrópumeistari. Leiðindin gagnvart Íslandi verða ekki nýtt í dag Og ekki vakti síður athygli að Ronaldo skyldi hafna beiðni Arons Einars Gunnarssonar um treyjuskipti eftir leikinn. „Ég ætlaði bara að fá treyjuna hjá að mínu mati besta leikmanni í heimi, sem aðdáandi Manchester United. Ég ætlaði bara að ná henni, fyrstur. En það bara endaði þannig að ég fékk enga treyju,“ sagði Aron eftir EM á sínum tíma. Hann fékk reyndar Ronaldo-treyju en þá treyju höfðu félagar hans í íslenska landsliðinu útvegað til að grínast í fyrirliðanum sínum, sem hafði ekki undan að svara spurningum um málið á sínum tíma. Sjálfsagt myndu flestir, ef ekki allir, Íslendingar fagna stigi gegn Portúgal í kvöld, sama hvað Ronaldo finnst um það, en Aron segir að „small mentality“-ummæli hans um Ísland hafi þó ekki verið notuð til að gíra menn sérstaklega upp að þessu sinni. „Við nýttum okkur það aðeins á Evrópumótinu sjálfu, en ekki núna. Á þeim tíma var maður smá sjokkeraður yfir þessu, því það var svo stórt fyrir okkur að ná jafntefli á móti svona stóru liði. En við erum ekkert að líta til baka á það núna. Þetta er allt annað dæmi núna og við þurfum að gera allt hundrað prósent til að fá eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Aron á blaðamannafundi í gær. Síðast þegar Ronaldo spilaði hér á landi var það einnig í undankeppni EM, haustið 2010, og þá skoraði hann í 3-1 sigri. Tveir leikmenn úr byrjunarliði Íslands þá eru enn að spila í dag, í Bestu deildinni, þeir Birkir Már Sævarsson og Theodór Elmar Bjarnason. Hvorki einkaklefi þá né nú Orðrómur var um að Ronaldo hefði viljað sérstakan einkabúningsklefa á Laugardalsvelli á þeim tíma, en ekki fengið, samkvæmt grein í The Guardian fyrir EM-ævintýrið 2016. Viðmælendur Vísis kannast þó reyndar ekki við slíka beiðni, og Ronaldo varð að minnsta kosti að sætta sig við löngu úrelta búningsklefa á Laugardalsvelli rétt eins og núna, þrettán árum síðar. Engar sérstakar ráðstafanir eru gerðar af hálfu KSÍ vegna komu Ronaldo frekar en annarra heimsfrægra leikmanna sem hingað koma. Ronaldo kom einnig hingað til lands í mars 2018, í frí með kærustu sinni, Georginu Rodriguez. Þau skelltu sér til að mynda á vélsleða og virtust njóta sín vel í snjónum á Íslandi. Ronaldo kom svo aftur með portúgalska liðinu til landsins síðdegis í gær og tók þátt í æfingu á Laugardalsvelli, eftir að hafa slegið á létta strengi og verið allur hinn almennilegasti á blaðamannafundi í kjallara leikvangsins. Það verður svo að koma í ljós í kvöld hvort að 200. landsleikurinn hans verður á Íslandi. Eitt er víst að því miður fyrir íslenska landsliðið er hann aðeins einn af mörgum knattspyrnusnillingum sem okkar menn þurfa að stöðva í kvöld, í von um að auka möguleikana á að komast á stórmót í þriðja sinn. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Ronaldo er fyrirliði portúgalska landsliðsins og ef Roberto Martínez heldur sig við sitt sterkasta lið mun Ronaldo spila sinn 200. landsleik í kvöld, gegn Íslandi í undankeppni EM. Liðin tvö eru að berjast um að komast í lokakeppni EM í Þýskalandi næsta sumar, en þau mættust einmitt síðast á EM, í fyrsta leik Íslands á stórmóti í St. Etienne í Frakklandi sumarið 2016. Á EM 2016 urðu harkaleg ummæli Ronaldos í garð Íslands að heimsfrétt, en hann sakaði Íslendinga um frekar dapurlegt hugarfar í ljósi þess að þeir fögnuðu ógurlega 1-1 jafntefli. Flestum virtist þykja Ronaldo skilningslaus, að sjá ekki hve stórt afrek það væri fyrir 300.000 manna þjóð að ná jafntefli gegn einu albesta liði heims, liði sem varð einmitt Evrópumeistari. Leiðindin gagnvart Íslandi verða ekki nýtt í dag Og ekki vakti síður athygli að Ronaldo skyldi hafna beiðni Arons Einars Gunnarssonar um treyjuskipti eftir leikinn. „Ég ætlaði bara að fá treyjuna hjá að mínu mati besta leikmanni í heimi, sem aðdáandi Manchester United. Ég ætlaði bara að ná henni, fyrstur. En það bara endaði þannig að ég fékk enga treyju,“ sagði Aron eftir EM á sínum tíma. Hann fékk reyndar Ronaldo-treyju en þá treyju höfðu félagar hans í íslenska landsliðinu útvegað til að grínast í fyrirliðanum sínum, sem hafði ekki undan að svara spurningum um málið á sínum tíma. Sjálfsagt myndu flestir, ef ekki allir, Íslendingar fagna stigi gegn Portúgal í kvöld, sama hvað Ronaldo finnst um það, en Aron segir að „small mentality“-ummæli hans um Ísland hafi þó ekki verið notuð til að gíra menn sérstaklega upp að þessu sinni. „Við nýttum okkur það aðeins á Evrópumótinu sjálfu, en ekki núna. Á þeim tíma var maður smá sjokkeraður yfir þessu, því það var svo stórt fyrir okkur að ná jafntefli á móti svona stóru liði. En við erum ekkert að líta til baka á það núna. Þetta er allt annað dæmi núna og við þurfum að gera allt hundrað prósent til að fá eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Aron á blaðamannafundi í gær. Síðast þegar Ronaldo spilaði hér á landi var það einnig í undankeppni EM, haustið 2010, og þá skoraði hann í 3-1 sigri. Tveir leikmenn úr byrjunarliði Íslands þá eru enn að spila í dag, í Bestu deildinni, þeir Birkir Már Sævarsson og Theodór Elmar Bjarnason. Hvorki einkaklefi þá né nú Orðrómur var um að Ronaldo hefði viljað sérstakan einkabúningsklefa á Laugardalsvelli á þeim tíma, en ekki fengið, samkvæmt grein í The Guardian fyrir EM-ævintýrið 2016. Viðmælendur Vísis kannast þó reyndar ekki við slíka beiðni, og Ronaldo varð að minnsta kosti að sætta sig við löngu úrelta búningsklefa á Laugardalsvelli rétt eins og núna, þrettán árum síðar. Engar sérstakar ráðstafanir eru gerðar af hálfu KSÍ vegna komu Ronaldo frekar en annarra heimsfrægra leikmanna sem hingað koma. Ronaldo kom einnig hingað til lands í mars 2018, í frí með kærustu sinni, Georginu Rodriguez. Þau skelltu sér til að mynda á vélsleða og virtust njóta sín vel í snjónum á Íslandi. Ronaldo kom svo aftur með portúgalska liðinu til landsins síðdegis í gær og tók þátt í æfingu á Laugardalsvelli, eftir að hafa slegið á létta strengi og verið allur hinn almennilegasti á blaðamannafundi í kjallara leikvangsins. Það verður svo að koma í ljós í kvöld hvort að 200. landsleikurinn hans verður á Íslandi. Eitt er víst að því miður fyrir íslenska landsliðið er hann aðeins einn af mörgum knattspyrnusnillingum sem okkar menn þurfa að stöðva í kvöld, í von um að auka möguleikana á að komast á stórmót í þriðja sinn.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira