Á síðustu 24 mótum US Open hefur enginn sem hefur verið meira en fjórum höggum á eftir fyrsta manni eftir þrjá hringi náð að lyfta bikarnum. Þeir Dustion Johnson og Xander Schauffele eru eflaust með þá sögu á bakvið eyrað, en þeir deila 6. sætinu eftir gærdaginn, báðir fimm höggum undir pari.
Tomorrow will be fun. #USOpen
— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 18, 2023
Ef Fowler fer með sigur af hólmi í dag verður hann fyrsti kylfingurinn til að vinna mótið eftir að hafa deilt forystusætinu allt mótið síðan 2014 þegar Martin Kaymer gerði það, einmitt eftir slag við Fowler.
Þeir Fowler og Clark munu leika loka hringinn saman í dag en þeir slá upphafshöggið kl. 14:30 að staðartíma, sem er 21:30 í kvöld að íslenskum tíma.
Rickie Fowler and Wyndham Clark tee off at 5:30 p.m. ET tomorrow.
— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 18, 2023
Full tee times for the final round
Come for the shot. Stay for the twirl.@Wyndham_Clark #USOpen pic.twitter.com/BMfIF7ARFK
— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 18, 2023