Albert: „Hefði átt að klára færin mín betur“ Hjörvar Ólafsson skrifar 17. júní 2023 22:07 Albert Guðmundsson var ógnandi í framlínu íslenska liðsins. Vísir/Diego Albert Guðmundsson lék í fremstu víglínu hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Slóvakíu í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld. Albert við iðinn við að koma sér í góðar stöður og færi en náði ekki að reka smiðshöggið á þær sóknir. „Við hefðum átt að gera betur í fyrri hálfleik og ég þar á meðal í þeim færum sem ég fékk. Þetta voru bara tæknifeilar og smáatriði sem hefði þurft að gera betur til þess að setja boltann inn,“ sagði Albert sem kom aftur inn í byrjunarliðið eftir að hafa verið úti í kuldanum undir lok stjórnartíðar Arnars Þórs Viðarssonar. Åge Hareide stillti Alberti Guðmundssyni og Alfreði Finnbogasyni saman í fremstu víglínu hjá íslenska liðinu. „Það var mjög gaman að taka þátt í þessum leik. Það er alltaf gaman að spila í bláu treyjunni og heiður að spila fyrir land og þjóð,“ sagði framherjinn um endurkomu sína. „Mér fannst við betri aðilinn í þessum leik og það er bara færanýtingin sem fer með okkur. Við vorum ofan á í fyrri hálfleik, tekið aðeins niður um miðbik seinni hálfleiks og náðum svo að setja þá undir pressu undir lok leiksins. Það er sorglegt að tapa þessum leik þegar litið er á frammistöðuna heilt yfir í leiknum. Þrátt fyrir tvö töp gegn þjóðum sem verða líklega í kringum okkur í riðlinum þá er ég bjartsýnn á framhaldið þar sem við spiluðum vel í þessum leik og getum byggt á því,“ sagði Albert um stöðu mála hjá liðinu. Albert Guðmundsson setur boltann framhjá í einu af færunum sem hann fékk í leiknum. Vísir/Diego Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Sjá meira
„Við hefðum átt að gera betur í fyrri hálfleik og ég þar á meðal í þeim færum sem ég fékk. Þetta voru bara tæknifeilar og smáatriði sem hefði þurft að gera betur til þess að setja boltann inn,“ sagði Albert sem kom aftur inn í byrjunarliðið eftir að hafa verið úti í kuldanum undir lok stjórnartíðar Arnars Þórs Viðarssonar. Åge Hareide stillti Alberti Guðmundssyni og Alfreði Finnbogasyni saman í fremstu víglínu hjá íslenska liðinu. „Það var mjög gaman að taka þátt í þessum leik. Það er alltaf gaman að spila í bláu treyjunni og heiður að spila fyrir land og þjóð,“ sagði framherjinn um endurkomu sína. „Mér fannst við betri aðilinn í þessum leik og það er bara færanýtingin sem fer með okkur. Við vorum ofan á í fyrri hálfleik, tekið aðeins niður um miðbik seinni hálfleiks og náðum svo að setja þá undir pressu undir lok leiksins. Það er sorglegt að tapa þessum leik þegar litið er á frammistöðuna heilt yfir í leiknum. Þrátt fyrir tvö töp gegn þjóðum sem verða líklega í kringum okkur í riðlinum þá er ég bjartsýnn á framhaldið þar sem við spiluðum vel í þessum leik og getum byggt á því,“ sagði Albert um stöðu mála hjá liðinu. Albert Guðmundsson setur boltann framhjá í einu af færunum sem hann fékk í leiknum. Vísir/Diego
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Sjá meira