Hallveig leggur skóna á hilluna 27 ára gömul: „Langaði að hætta á toppnum“ Aron Guðmundsson skrifar 16. júní 2023 08:01 Hallveig Jónsdóttir hefur lagt skóna á hilluna Vísir/Skjáskot Hallveig Jónsdóttir, sem hefur undanfarin tímabil verið fyrirliði Íslandsmeistara Vals í körfubolta, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára gömul. Hallveig á yfir að skipa afar farsælum ferli hjá Val en þar hefur hún orðið Íslandsmeistari í þrígang, tvívegis orðið deildarmeistari og einu sinni bikarmeistari. Þá á hún að baki yfir 350 leiki í efstu deild hér á landi og segir ákvörðunina, um að láta gott heita af körfuboltaiðkun, hafa blundað lengi hjá sér. „Væntanlega kemur þessi ákvörðun mín mörgum á óvart en þau sem standa mér allra næst vita að þetta er ekkert óvænt og engin skyndiákvörðun sem ég er að taka. Þetta hefur blundað í mér en fyrst og fremst er ég bara pínu spennt fyrir því að lifa lífinu án þess að vera alltaf að hugsa um æfingar og keppni, sem hefur þó verið æðislegt allan þennan tíma. Á þessum tímapunkti er ég bara spennt fyrir því að prófa eitthvað nýtt, svo hef ég verið að glíma við smávægileg meiðsli og er í fullri vinnu sem gerir þetta svona að rútínu á borð við vinna, æfa og spila. Þetta hefur verið æðislegur tími en nú er ég spennt fyrir einhverju nýju.“ Hún hafi ekki tekið þessa ákvörðun í einni svipan bara vegna þess að það hentaði henni. „Þetta hefur blundað lengi í mér og hefur legið svolítið á mér. Ég hugsaði um að hætta í fyrra en fannst það þá ekki alveg vera rétti tímapunkturinn. Þetta félag er svo geggjað og liðið sem ég var hluti af var svo geggjað að það hélt mér alltaf bara áfram í þessu. Það var rétt ákvörðun að halda áfram að spila þá, mig langaði að hætta á toppnum og með titilinn í höndunum og það gekk upp. Ég finn að þetta er rétta ákvörðunin fyrir mig.“ Hallveig endaði ferilinn á Íslandsmeistaratitli með ValVísir/Hulda Margrét Sigursæl hefur hún verið hjá Val en það eru ekki titlarnir sem standa upp úr þegar hún litur yfir feril sinn. „Það sem stendur upp úr, ætli það sé ekki bara þessi gamla góða klisja, allt fólkið sem maður er búin að kynnast og vinskapurinn sem hefur myndast á þessum tíma. Ég er mjög þakklát fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst. Auðvitað er gaman að hafa þessa titla en það sem ég held mest upp á er allur vinskapurinn sem ég hef eignast á þessum tíma.“ Segir ekki skilið við Val Hún hefur þó ekki sagt alfarið skilið við Val. „Ég ætla mér nú að vera eitthvað áfram í kringum liðið á næsta tímabili, leggja eitthvað til málanna. Valsheimilið er ekkert að fara sakna mín of lengi. Hvaða þýðingu hefur Valur fyrir þig eftir allan þennan tíma? „Eiginlega bara hættulega mikla þýðingu. Valur er félag sem mér finnst vera framar öðrum hvað varðar kynjajafnrétti sem og utanumhald um leikmenn. Þetta er frábært félag sem hefur gert ofboðslega mikið fyrir mig. Mér þykir ótrúlega vænt um þetta félag, mér finnst það gera alveg ofboðslega margt vel.“ En hvað gerist ef þú færð löngunina til þess að stíga aftur fæti inn á körfuboltavöllinn? „Ég er nú ekki búin að skrá mig úr Val. Þannig ef mér leiðist alveg brjálæðislega mikið í nóvember eða hvenær sem það verður þá tek ég skóna af hillunni og drulla mér á völlinn.“ Subway-deild kvenna Körfubolti Valur Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira
Hallveig á yfir að skipa afar farsælum ferli hjá Val en þar hefur hún orðið Íslandsmeistari í þrígang, tvívegis orðið deildarmeistari og einu sinni bikarmeistari. Þá á hún að baki yfir 350 leiki í efstu deild hér á landi og segir ákvörðunina, um að láta gott heita af körfuboltaiðkun, hafa blundað lengi hjá sér. „Væntanlega kemur þessi ákvörðun mín mörgum á óvart en þau sem standa mér allra næst vita að þetta er ekkert óvænt og engin skyndiákvörðun sem ég er að taka. Þetta hefur blundað í mér en fyrst og fremst er ég bara pínu spennt fyrir því að lifa lífinu án þess að vera alltaf að hugsa um æfingar og keppni, sem hefur þó verið æðislegt allan þennan tíma. Á þessum tímapunkti er ég bara spennt fyrir því að prófa eitthvað nýtt, svo hef ég verið að glíma við smávægileg meiðsli og er í fullri vinnu sem gerir þetta svona að rútínu á borð við vinna, æfa og spila. Þetta hefur verið æðislegur tími en nú er ég spennt fyrir einhverju nýju.“ Hún hafi ekki tekið þessa ákvörðun í einni svipan bara vegna þess að það hentaði henni. „Þetta hefur blundað lengi í mér og hefur legið svolítið á mér. Ég hugsaði um að hætta í fyrra en fannst það þá ekki alveg vera rétti tímapunkturinn. Þetta félag er svo geggjað og liðið sem ég var hluti af var svo geggjað að það hélt mér alltaf bara áfram í þessu. Það var rétt ákvörðun að halda áfram að spila þá, mig langaði að hætta á toppnum og með titilinn í höndunum og það gekk upp. Ég finn að þetta er rétta ákvörðunin fyrir mig.“ Hallveig endaði ferilinn á Íslandsmeistaratitli með ValVísir/Hulda Margrét Sigursæl hefur hún verið hjá Val en það eru ekki titlarnir sem standa upp úr þegar hún litur yfir feril sinn. „Það sem stendur upp úr, ætli það sé ekki bara þessi gamla góða klisja, allt fólkið sem maður er búin að kynnast og vinskapurinn sem hefur myndast á þessum tíma. Ég er mjög þakklát fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst. Auðvitað er gaman að hafa þessa titla en það sem ég held mest upp á er allur vinskapurinn sem ég hef eignast á þessum tíma.“ Segir ekki skilið við Val Hún hefur þó ekki sagt alfarið skilið við Val. „Ég ætla mér nú að vera eitthvað áfram í kringum liðið á næsta tímabili, leggja eitthvað til málanna. Valsheimilið er ekkert að fara sakna mín of lengi. Hvaða þýðingu hefur Valur fyrir þig eftir allan þennan tíma? „Eiginlega bara hættulega mikla þýðingu. Valur er félag sem mér finnst vera framar öðrum hvað varðar kynjajafnrétti sem og utanumhald um leikmenn. Þetta er frábært félag sem hefur gert ofboðslega mikið fyrir mig. Mér þykir ótrúlega vænt um þetta félag, mér finnst það gera alveg ofboðslega margt vel.“ En hvað gerist ef þú færð löngunina til þess að stíga aftur fæti inn á körfuboltavöllinn? „Ég er nú ekki búin að skrá mig úr Val. Þannig ef mér leiðist alveg brjálæðislega mikið í nóvember eða hvenær sem það verður þá tek ég skóna af hillunni og drulla mér á völlinn.“
Subway-deild kvenna Körfubolti Valur Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira