Lífið samstarf

Mikið fjör í Hvera­gerði síðustu helgi

Bylgjulestin
Bylgjulestin mætti í Hveragerði síðasta laugardag þar sem þau Svali, Vala Eiríks og Erna Hrönn voru í beinni útsendingu milli kl. 12 og 16. 
Bylgjulestin mætti í Hveragerði síðasta laugardag þar sem þau Svali, Vala Eiríks og Erna Hrönn voru í beinni útsendingu milli kl. 12 og 16. 

Það var frábær stemning í Hveragerði síðasta laugardag þegar Bylgjulestin mætti í bæinn.

Mikill fjöldi var í miðbænum en Hengill Ultra utanvegahlaupið fór einnig fram á sama tíma. Bylgjan var í beinni útsendingu milli kl. 12 og 16 þar sem þau Svali, Vala Eiríks og Erna Hrönn ræddu við hlustendur og heimafólk.

„Það var mikill íþróttaandi yfir Hveragerði síðasta laugardag og stemningin því svolítið lituð af því,“ segir Svali Kaldalóns, einn lestarstjóra Bylgjulestarinnar síðasta laugardag. „Það er gaman að sjá hvað Hveragerði er lifandi og flottur bær. Þar má finna fjölda góðra veitingastaða og svo er náttúran auðvitað æðisleg.“

Boðið var upp á leiki, leiktæki og hressandi veitingar auk þess sem nokkrar matarvagnar mættu á staðinn.

Næsta laugardag, á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní, verður Bylgjulestin í Lystigarðurinn á Akureyri þar sem lestarstjórarnir Vala Eiríks, Svali, Erna Hrönn verða í beinni útsendingu á Bylgjunni frá kl. 12-16. „Auðvitað vonumst við eftir 24 stiga hita á Akureyri næsta laugardag! En hvort sem það rætist eða ekki verður pottþétt frábær stemning í bænum á þjóðhátíðardaginn.“

Hulda Margrét Óladóttir ljósmyndari var í Hveragerði síðasta laugardag og myndaði stemninguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.