Talið er að Guardiola hafi fengið 750 þúsund punda bónus fyrir að vinna ensku úrvalsdeildina. Það jafngildir rúmlega 130 milljónum íslenskra króna.
Samkvæmt enskum fjölmiðlum deildi Guardiola bónusnum á milli starfsfólks City til að þakka því fyrir þeirra þátt í velgengni liðsins.
Guardiola er vinsæll meðal starfsfólks City og ekki dvína vinsældirnar við síðasta útspil hans.
City varð þrefaldur meistari á nýafstöðnu tímabili; vann ensku úrvalsdeildina, ensku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn.