Eignaðist barn og skoraði rúmum hundrað dögum síðar í Bestu deildinni Jón Már Ferro skrifar 14. júní 2023 23:37 Fanndís Friðriksdóttir á ferðinni í leik með Val í sumarið 2021 áður en hún sleit krossband. VÍSIR/HAG Fanndís Friðriksdóttir átti sannkallaða draumabyrjun inn á knattspyrnuvöllinn á dögunum er hún lék sinn fyrsta leik síðan í september 2021. Fanndís sleit krossband á þar síðasta ári og við tók löng endurhæfing sem hún nýtti til barneigna. Fyrsta mars síðastliðin eignaðist hún sitt annað barn. Núna einungis 104 dögum síðar er þessi öfluga knattspyrnukona mætt aftur á völlinn. „Ég er búinn að vera með þessa dagsetningu í huga, 12. júní, í huga svolítið lengi. Þegar maður er búinn að vera frá svona lengi verður maður alltaf að hafa einhverja gulrót. Þannig ég setti mér þessa gulrót þegar ég var búinn að eiga. Að ég ætlaði að vera komin inn á völlinn þarna. Svo lengi sem allt myndi ganga vel. Ég er alveg raunsæ líka. Ég sagði við Pétur að ég gæti verið í hóp þarna og mætti spila tuttugu mínútur. Hann tók vel í það og fannst ég greinilega tilbúin til þess,“ segir Fanndís. Klippa: Fanndís Friðriksdóttir skoraði í fyrsta leiknum í tæp tvö ár Þrátt fyrir markið segir hún að sigur sé alltaf í forgangi. Mörkin hennar séu bónus. Hún viðurkennir þó að markið hafi verið léttir. „Það var mjög skemmtilegt en númer eitt, tvö og þrjú. Að skora er alltaf bónus. Þetta var ákveðinn léttir á alla vegu. Markið komið, fyrstu mínúturnar og nú er það bara áfram gakk. Líka vegna þess að ég fékk oft spurninguna hvort ég væri í alvöru að fara aftur í fótbolta. Sumu fólki finnst það mjög furðulegt. Ég get alveg ýmislegt ennþá,“ segir Fanndís. Fanndís var móðguð þegar fólk spurði hana hvort hún ætlaði virkilega að byrja aftur í fótbolta. „Ástæðan afhverju ég eignaðist annað barn var vegna þess að ég sleit krossband. Ég var að nýta tímann. Það tekur tólf mánuði að koma til baka eftir krossbandaslit og níu mánuði með barn. Þetta var fínt reiknisdæmi og það gekk svona vel upp. Ég var alveg móðguð. Mér finnst ég hafa fullt fram að færa sem góð knattspyrnukona,“ segir Fanndís. Hún segir að allt eftir fæðinguna hafi gengið frábærlega og það hafi verið forsenda þess að koma til baka svona snemma. „Þetta var svokölluð draumafæðing. Það gekk allt vel og allt í framhaldinu af því. Ég var fljót að jafna mig afþví það gekk vel. Hann er mjög góður og ég sef. Þetta skiptir allt máli. Ég lagði vinnuna á mig. Bæði á meðan ég var ólétt. Svo er ég búin að vera mjög dugleg á meðan ég var ólétt,“ segir Fanndís. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Valur Besta deild kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Fanndís sleit krossband á þar síðasta ári og við tók löng endurhæfing sem hún nýtti til barneigna. Fyrsta mars síðastliðin eignaðist hún sitt annað barn. Núna einungis 104 dögum síðar er þessi öfluga knattspyrnukona mætt aftur á völlinn. „Ég er búinn að vera með þessa dagsetningu í huga, 12. júní, í huga svolítið lengi. Þegar maður er búinn að vera frá svona lengi verður maður alltaf að hafa einhverja gulrót. Þannig ég setti mér þessa gulrót þegar ég var búinn að eiga. Að ég ætlaði að vera komin inn á völlinn þarna. Svo lengi sem allt myndi ganga vel. Ég er alveg raunsæ líka. Ég sagði við Pétur að ég gæti verið í hóp þarna og mætti spila tuttugu mínútur. Hann tók vel í það og fannst ég greinilega tilbúin til þess,“ segir Fanndís. Klippa: Fanndís Friðriksdóttir skoraði í fyrsta leiknum í tæp tvö ár Þrátt fyrir markið segir hún að sigur sé alltaf í forgangi. Mörkin hennar séu bónus. Hún viðurkennir þó að markið hafi verið léttir. „Það var mjög skemmtilegt en númer eitt, tvö og þrjú. Að skora er alltaf bónus. Þetta var ákveðinn léttir á alla vegu. Markið komið, fyrstu mínúturnar og nú er það bara áfram gakk. Líka vegna þess að ég fékk oft spurninguna hvort ég væri í alvöru að fara aftur í fótbolta. Sumu fólki finnst það mjög furðulegt. Ég get alveg ýmislegt ennþá,“ segir Fanndís. Fanndís var móðguð þegar fólk spurði hana hvort hún ætlaði virkilega að byrja aftur í fótbolta. „Ástæðan afhverju ég eignaðist annað barn var vegna þess að ég sleit krossband. Ég var að nýta tímann. Það tekur tólf mánuði að koma til baka eftir krossbandaslit og níu mánuði með barn. Þetta var fínt reiknisdæmi og það gekk svona vel upp. Ég var alveg móðguð. Mér finnst ég hafa fullt fram að færa sem góð knattspyrnukona,“ segir Fanndís. Hún segir að allt eftir fæðinguna hafi gengið frábærlega og það hafi verið forsenda þess að koma til baka svona snemma. „Þetta var svokölluð draumafæðing. Það gekk allt vel og allt í framhaldinu af því. Ég var fljót að jafna mig afþví það gekk vel. Hann er mjög góður og ég sef. Þetta skiptir allt máli. Ég lagði vinnuna á mig. Bæði á meðan ég var ólétt. Svo er ég búin að vera mjög dugleg á meðan ég var ólétt,“ segir Fanndís. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Valur Besta deild kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira