„Ekkert vandamál fyrir mig, sama hvaða stöðu hann vill nota mig í“ Jón Már Ferro skrifar 15. júní 2023 07:00 Jóhann Berg Guðmundsson er lykilmaður í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Vísir/Vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson fagnar aukinni stemningu í kringum landsliðið eftir erfið undanfarin ár. Hann er hluti af landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir komandi leiki í undankeppni EM. Burnley, félagslið Jóhanns, komst upp í ensku úrvaldsleildina á ný eftir að hafa unnið ensku Championship-deildin, næst efstu deild á Englandi. Á nýliðnu tímabili spilaði Jóhann á miðjunni en ekki á kantinum eins og hann hefur gert í gegnum tíðina. Åge Hareide ætlar að nota Jóhann inni á miðjunni í komandi landsleikjum. Vísir tók Jóhann tali á landsliðsæfingu fyrr í vikunni og spurði hvort dagar hans á kantinum væru taldir. „Ég myndi nú ekki segja það. Það er gott að geta spilað báðar stöður. Það er ekkert vandamál fyrir mig, sama hvaða stöðu hann vill nota mig í og hvaða stöðu ég spila hjá Burnley. Ég spilaði auðvitað mjög mikið á miðjunni hjá Burnley og mun gera það líka hér. Það verður bara gaman,“ segir Jóhann. Fríið sem leikmenn Burnley fá er styttra en gengur og gerist hjá liðum í ensku Úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins, Vincent Kompany, fyrrum leikmaður og goðsögn Manchester City, er þjálfari liðsins. „Hann er alls ekki að grínast. Það er langt síðan tímabilið kláraðist. Við vorum búnir að fá fjórar vikur, æfa núna í tvær vikur og svo fá þeir einhverja tíu daga aftur í frí. Ég held að þeir mæti 26. júní. Það er líka snemmt en hann er grjót harður og veit að við sem Burnley þurfum að eiga alvöru undirbúningstímabil til að mæta inn í þessa erfiðu úrvalsdeild,“ segir Jóhann. Hann telur góða stemningu á Laugardalsvelli skipta miklu máli til að árangur landsliðsins verði sem bestur. Jóhann vonast eftir því að setið verði í hverju sæti í fyrsta leik gegn Slóvakíu. Nú þegar er uppselt á annan leikinn. Stjörnum prýtt portúgalsk landslið mætir þá á Laugardalsvöll. „Það er alltaf gaman að spila fyrir Ísland. Sérstaklega þegar ákveðin stemning sem mér finnst vera að myndast aftur með liðinu. Eftir erfið ár undanfarið. Nú er það bara að keyra þessa stemningu aftur í gang. Þessi heimavöllur kom okkur á þessi stórmót. Við þurfum að gera hann aftur að þessu vígi sem hann var. Vonandi verður það á 17. Júní. Það gerist ekki mikið betra en að koma að horfa á íslenska landsliðið spila fótbolta,“ segir Jóhann að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Burnley, félagslið Jóhanns, komst upp í ensku úrvaldsleildina á ný eftir að hafa unnið ensku Championship-deildin, næst efstu deild á Englandi. Á nýliðnu tímabili spilaði Jóhann á miðjunni en ekki á kantinum eins og hann hefur gert í gegnum tíðina. Åge Hareide ætlar að nota Jóhann inni á miðjunni í komandi landsleikjum. Vísir tók Jóhann tali á landsliðsæfingu fyrr í vikunni og spurði hvort dagar hans á kantinum væru taldir. „Ég myndi nú ekki segja það. Það er gott að geta spilað báðar stöður. Það er ekkert vandamál fyrir mig, sama hvaða stöðu hann vill nota mig í og hvaða stöðu ég spila hjá Burnley. Ég spilaði auðvitað mjög mikið á miðjunni hjá Burnley og mun gera það líka hér. Það verður bara gaman,“ segir Jóhann. Fríið sem leikmenn Burnley fá er styttra en gengur og gerist hjá liðum í ensku Úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins, Vincent Kompany, fyrrum leikmaður og goðsögn Manchester City, er þjálfari liðsins. „Hann er alls ekki að grínast. Það er langt síðan tímabilið kláraðist. Við vorum búnir að fá fjórar vikur, æfa núna í tvær vikur og svo fá þeir einhverja tíu daga aftur í frí. Ég held að þeir mæti 26. júní. Það er líka snemmt en hann er grjót harður og veit að við sem Burnley þurfum að eiga alvöru undirbúningstímabil til að mæta inn í þessa erfiðu úrvalsdeild,“ segir Jóhann. Hann telur góða stemningu á Laugardalsvelli skipta miklu máli til að árangur landsliðsins verði sem bestur. Jóhann vonast eftir því að setið verði í hverju sæti í fyrsta leik gegn Slóvakíu. Nú þegar er uppselt á annan leikinn. Stjörnum prýtt portúgalsk landslið mætir þá á Laugardalsvöll. „Það er alltaf gaman að spila fyrir Ísland. Sérstaklega þegar ákveðin stemning sem mér finnst vera að myndast aftur með liðinu. Eftir erfið ár undanfarið. Nú er það bara að keyra þessa stemningu aftur í gang. Þessi heimavöllur kom okkur á þessi stórmót. Við þurfum að gera hann aftur að þessu vígi sem hann var. Vonandi verður það á 17. Júní. Það gerist ekki mikið betra en að koma að horfa á íslenska landsliðið spila fótbolta,“ segir Jóhann að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira