Alls létust 97 stuðningsmenn Liverpool í Hillsborough-slysinu árið 1989. Slysið átti sér stað á Hillsborough-vellinum í Sheffield er Liverpool og Nottingham Forest áttust við í undanúrslitum FA-bikarsins.
Darlow hefur nú verið úrskurðaður í þriggja ára bann frá því að mæta á fótboltaleiki fyrir að gera grín að slysinu. Hann var í stúkunni á Anfield þann 30. apríl síðastliðinn er Liverpool vann dramatískan 4-3 sigur gegn Tottenham og það var þar sem atvikið átti sér stað.
The Club can confirm that one of its supporters has been banned from attending matches for three years after being found guilty of mocking the Hillsborough disaster during our trip to Liverpool in April. We are appalled by this behaviour and have cooperated fully with the Police…
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 13, 2023
Darlow sendi stuðningsmönnum Liverpool þá merki með höndunum til að gefa til kynna að stuðningsmenn liðsins á Hillborough-vellinum árið 1989 sem ekki voru með miða á leikinn hafi troðist fram fyrir röð og þannig átt hluta af sök er slysið varð.
Fyrir dómi játaði Darlow brot sín og segir að það hafi verið ætlun sín að áreita stuðningsmenn Liverpool og valda þeim vanlíðan. Hann segist einnig iðrast gjörða sinna og að slík hegðun sé algjörlega óásættanleg.