Alfreð vill vera áfram hjá Lyngby en Arnór er á leiðinni frá Nörrköping og fer ekki aftur til Rússlands Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júní 2023 20:15 Arnór Sigurðsson er á förum frá sínu liði en Alfreð vill vera kyrr. Vísir/einar Alfreð Finnbogason segist hafa lært mikið af því þegar hann vann síðast með Age Hareide fyrir rúmlega áratugi síðan. Ísland mætir Slóvakíu í undankeppni EM á þjóðhátíðardaginn á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Þetta verður fyrsti leikur landsliðsins undir stjórn Age Hareide en Alfreð vann með Norðmanninum þegar hann var hjá Helsingborg árið 2012. „Við erum báðir rúmlega tíu árum eldri núna og við höfum báðir tekið okkar skref þar á milli. Ég hafði mjög góða reynslu af honum í Helsingborg. Hann kom inn og breytti strax öllu fyrir klúbbinn á þeim tíma og við fórum á svakalegt rönn þegar hann tók við. Það er bara vonandi að það verður það sama upp á teningnum hér. Það gekk bæði gríðarlega vel hjá liðinu og mér persónulega þegar hann tók við mér síðast. Hann er það reyndur og hann er að reyna koma fram einföldum skilaboðum inn í liðið og hefur núna viku til að gera okkur klára í þessa tvo leiki.“ Alfreð var á máli hjá danska félaginu Lyngby í vetur sem bjargaði sér á lygilegan hátt frá falli en liðið er undir stjórn Freys Alexanderssonar. Nett geðveikur „Þetta var í raun ótrúlegt. Við vorum sextán stigum frá öruggu sæti um jólin. Á sama tíma trúðu menn þarna og Freysi hélt hópnum gangandi allan tímann. Maður sá það þegar maður byrjaði aftur í janúar að það var gríðarlega hátt tempó og standard á öllu þó að þetta væri mjög óraunhæft á þeim tíma. Maður þurfti að vera nett geðveikur að trúa á þetta allan tímann.“ Hann segir vilja vera áfram hjá félaginu. „Það er vilji frá mér og klúbbnum að ég verði þarna eitt ár í viðbót og það mun vonandi hafast á næstunni.“ Framtíð landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar er einnig óljós en hann hefur verið á láni frá CSKA Moskva hjá Nörrköping í vetur. „Ég er samningslaus hjá Nörrköping en á enn þá eitt ár eftir af samningi út í Rússlandi. Eins og staðan er núna er óljóst hvað verður en vonandi fer það að skýrast á næstunni svo ég geti farið að einbeita mér að nýrri áskorun. Það eru litlar líkur á því að ég fari aftur til Rússlands,“ segir Arnór en hér að neðan má sjá viðtalið við landsliðsmennina tvo úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Sjá meira
Ísland mætir Slóvakíu í undankeppni EM á þjóðhátíðardaginn á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Þetta verður fyrsti leikur landsliðsins undir stjórn Age Hareide en Alfreð vann með Norðmanninum þegar hann var hjá Helsingborg árið 2012. „Við erum báðir rúmlega tíu árum eldri núna og við höfum báðir tekið okkar skref þar á milli. Ég hafði mjög góða reynslu af honum í Helsingborg. Hann kom inn og breytti strax öllu fyrir klúbbinn á þeim tíma og við fórum á svakalegt rönn þegar hann tók við. Það er bara vonandi að það verður það sama upp á teningnum hér. Það gekk bæði gríðarlega vel hjá liðinu og mér persónulega þegar hann tók við mér síðast. Hann er það reyndur og hann er að reyna koma fram einföldum skilaboðum inn í liðið og hefur núna viku til að gera okkur klára í þessa tvo leiki.“ Alfreð var á máli hjá danska félaginu Lyngby í vetur sem bjargaði sér á lygilegan hátt frá falli en liðið er undir stjórn Freys Alexanderssonar. Nett geðveikur „Þetta var í raun ótrúlegt. Við vorum sextán stigum frá öruggu sæti um jólin. Á sama tíma trúðu menn þarna og Freysi hélt hópnum gangandi allan tímann. Maður sá það þegar maður byrjaði aftur í janúar að það var gríðarlega hátt tempó og standard á öllu þó að þetta væri mjög óraunhæft á þeim tíma. Maður þurfti að vera nett geðveikur að trúa á þetta allan tímann.“ Hann segir vilja vera áfram hjá félaginu. „Það er vilji frá mér og klúbbnum að ég verði þarna eitt ár í viðbót og það mun vonandi hafast á næstunni.“ Framtíð landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar er einnig óljós en hann hefur verið á láni frá CSKA Moskva hjá Nörrköping í vetur. „Ég er samningslaus hjá Nörrköping en á enn þá eitt ár eftir af samningi út í Rússlandi. Eins og staðan er núna er óljóst hvað verður en vonandi fer það að skýrast á næstunni svo ég geti farið að einbeita mér að nýrri áskorun. Það eru litlar líkur á því að ég fari aftur til Rússlands,“ segir Arnór en hér að neðan má sjá viðtalið við landsliðsmennina tvo úr kvöldfréttum Stöðvar 2.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Sjá meira