Jókerinn einstakur og Denver meistari í fyrsta sinn Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2023 07:16 Nikola Jokic hefur svarað öllum efasemdaröddum og Denver Nuggets er NBA-meistari í fyrsta sinn. AP/Jack Dempsey Serbinn Nikola Jokic var að sjálfsögðu í aðalhlutverki í nótt þegar Denver Nuggets varð NBA-meistari í körfubolta í fyrsta sinn frá upphafi. Leikmenn Denver fögnuðu vel og lengi á heimavelli eftir að hafa unnið Miami Heat 94-89, og þar með úrslitaeinvígi liðanna af miklu öryggi, 4-1. Eftir 47 ára veru í NBA-deildinni gátu Denver-búar fagnað með tilheyrandi flugeldasýningu. The @nuggets receive The Larry O'Brien Trophy as the 2022-23 NBA Champions! pic.twitter.com/1JmArALpSM— NBA (@NBA) June 13, 2023 CHAMPIONSHIP CITY, BABY! A crowd has gathered at 20th and Market in downtown Denver after the Denver Nuggets clinched their first-ever NBA title. pic.twitter.com/nMLGPyqieZ— Denver7 Nuggets News (@DenverChannel) June 13, 2023 Leikurinn í gær var reyndar engin flugeldasýning en enn og aftur var það Jokic sem sífellt kom liðsfélögum sínum til bjargar, en hann skoraði 28 stig í leiknum og tók 16 fráköst. Jokic er fyrsti leikmaður sögunnar til að skora flest stig (600), taka flest fráköst (269) og gefa flestar stoðsendingar (190) í einni úrslitakeppni, og hann var að sjálfsögðu verðlaunaður með Bill Russell verðlaunagripnum sem verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Nikola Jokic is the 1st player in NBA history to lead all players in points, rebounds and assists in a single postseason. pic.twitter.com/DtqhfBKLIl— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 13, 2023 Jokic var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar árið 2021 og 2022 en verðlaunin í gær höfðu aðra og meiri þýðingu. „Við erum ekki í þessu fyrir okkur sjálfa heldur fyrir félagann við hliðina á okkur. Þess vegna hefur þetta meiri þýðingu,“ sagði Jokic. Congrats to the Denver @Nuggets and the remarkable finals MVP Nikola Joki for bringing home the franchise s first NBA Championship!— Barack Obama (@BarackObama) June 13, 2023 Denver þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum í nótt og tilhugsunin um að geta tekið við meistarabikarnum í fyrsta sinn, og spennan sem því fylgdi, gæti hafa valdið því að aðeins tvö af fyrstu 22 þriggja stiga skotum liðsins fóru niður, sem og sex af fyrstu 13 vítaskotum. Miami var stigi yfir þegar 2:45 voru eftir af leiknum, eftir átta stig í röð frá Jimmy Butler. Denver náði hins vegar forystunni á ný og var þremur stigum yfir þegar fimmtán sekúndur lifðu leiks. Brown komst þá í þriggja stiga skot sem klikkaði og leikmenn Denver voru nógu öruggir á vítalínunni til að landa sigrinum, og þar með titlinum sem fagnað var með ýmsum hætti. IT S A POOL DAYpic.twitter.com/zf38DlwYu3— Denver Nuggets (@nuggets) June 13, 2023 The vibe is immaculate. pic.twitter.com/TPM3wxfJPi— Denver Nuggets (@nuggets) June 13, 2023 Nikola Jokic and his family celebrate after he leads the Denver #Nuggets to their first NBA Championship.Joker's brother holds him up and jostles him around like a rag doll, one of the few humans on this planet who could actually do that with Jokic. https://t.co/ZglQvh8G2o pic.twitter.com/yDLFAifRzU— Joel Rush (@JoelRushNBA) June 13, 2023 NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Leikmenn Denver fögnuðu vel og lengi á heimavelli eftir að hafa unnið Miami Heat 94-89, og þar með úrslitaeinvígi liðanna af miklu öryggi, 4-1. Eftir 47 ára veru í NBA-deildinni gátu Denver-búar fagnað með tilheyrandi flugeldasýningu. The @nuggets receive The Larry O'Brien Trophy as the 2022-23 NBA Champions! pic.twitter.com/1JmArALpSM— NBA (@NBA) June 13, 2023 CHAMPIONSHIP CITY, BABY! A crowd has gathered at 20th and Market in downtown Denver after the Denver Nuggets clinched their first-ever NBA title. pic.twitter.com/nMLGPyqieZ— Denver7 Nuggets News (@DenverChannel) June 13, 2023 Leikurinn í gær var reyndar engin flugeldasýning en enn og aftur var það Jokic sem sífellt kom liðsfélögum sínum til bjargar, en hann skoraði 28 stig í leiknum og tók 16 fráköst. Jokic er fyrsti leikmaður sögunnar til að skora flest stig (600), taka flest fráköst (269) og gefa flestar stoðsendingar (190) í einni úrslitakeppni, og hann var að sjálfsögðu verðlaunaður með Bill Russell verðlaunagripnum sem verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Nikola Jokic is the 1st player in NBA history to lead all players in points, rebounds and assists in a single postseason. pic.twitter.com/DtqhfBKLIl— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 13, 2023 Jokic var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar árið 2021 og 2022 en verðlaunin í gær höfðu aðra og meiri þýðingu. „Við erum ekki í þessu fyrir okkur sjálfa heldur fyrir félagann við hliðina á okkur. Þess vegna hefur þetta meiri þýðingu,“ sagði Jokic. Congrats to the Denver @Nuggets and the remarkable finals MVP Nikola Joki for bringing home the franchise s first NBA Championship!— Barack Obama (@BarackObama) June 13, 2023 Denver þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum í nótt og tilhugsunin um að geta tekið við meistarabikarnum í fyrsta sinn, og spennan sem því fylgdi, gæti hafa valdið því að aðeins tvö af fyrstu 22 þriggja stiga skotum liðsins fóru niður, sem og sex af fyrstu 13 vítaskotum. Miami var stigi yfir þegar 2:45 voru eftir af leiknum, eftir átta stig í röð frá Jimmy Butler. Denver náði hins vegar forystunni á ný og var þremur stigum yfir þegar fimmtán sekúndur lifðu leiks. Brown komst þá í þriggja stiga skot sem klikkaði og leikmenn Denver voru nógu öruggir á vítalínunni til að landa sigrinum, og þar með titlinum sem fagnað var með ýmsum hætti. IT S A POOL DAYpic.twitter.com/zf38DlwYu3— Denver Nuggets (@nuggets) June 13, 2023 The vibe is immaculate. pic.twitter.com/TPM3wxfJPi— Denver Nuggets (@nuggets) June 13, 2023 Nikola Jokic and his family celebrate after he leads the Denver #Nuggets to their first NBA Championship.Joker's brother holds him up and jostles him around like a rag doll, one of the few humans on this planet who could actually do that with Jokic. https://t.co/ZglQvh8G2o pic.twitter.com/yDLFAifRzU— Joel Rush (@JoelRushNBA) June 13, 2023
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins