Kærkomin hlý tunga í miðri viku Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júní 2023 11:15 Sigurður segir að á höfuðborgarsvæðinu megi búast við 14 eða 15 gráðu hita á þriðjudag og miðvikudag. Vísir/Vilhelm Austurlandið er í sérflokki veðurfarslega séð um þessar mundir en köflótt verður á vesturhelmingi landsins næstu daga. Á þjóðhátíðardaginn eru mestar líkur á rigningu á Vestfjörðum. Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, títt nefndur Siggi Stormur, segir að austurhelmingur landsins verði í sérflokki í vikunni eins og verið hefur. Hitinn þar er að rísa og strax á morgun gæti hann farið yfir 20 gráður, kannski 22 eða 23 þar sem hlýjast verður. „Þetta er sannkallað Mallorca veður, með þurrki, sól og hægum vindi,“ segir Sigurður. Segir hann að lífsins gæðum sé misskipt, og á vesturhelmingi landsins verði áfram köflótt. Á höfuðborgarsvæðinu sé hins vegar svolítil hlýindatunga að seilast að landinu, með 14 til 15 gráðu hita á þriðjudag og miðvikudag. Ekki verður skellibjart heldur skýjað á köflum. Hiti getur orðið þreytandi „Það er synd hvernig Reykjavík og vestanvert landið hefur verið svalt og menn eru að kvarta yfir því. Við erum ekki að fara að sigla inn í neina bongó blíðu hérna. Þetta verður köflótt og gæti aðeins dropað,“ segir Sigurður. Vilji fólk komast í sólina verði það að halda austur. „Það má ekki gleyma því að það getur verið þreytandi að vera í svona miklum hita. Við Íslendingar erum almennt ekki sé með kælingar í húsunum okkar og menn geta orðið þreyttir á endalausum hita. Fólk verður þá að fara í næsta læk og kæla sig,“ segir Sigurður. Þurrt að kalla á þjóðhátíðardaginn Í lok vikunnar nálgast úrkomusvæði landið að vestan, með súld en Sigurður segir það vera afskaplega rýrt. Aðspurður um veðrið á þjóðhátíðardaginn, á laugardag, segir Sigurður að það verði áfram rjómablíða á austanverðu landinu. Áfram verður mikill hitamunur á landinu á þjóðhátíðardaginn. Á Vestfjörðum eru mestar líkur á rigningu.Vísir/Friðrik Þór Vestanlands munu hlýindin aðeins dvína. Jafn vel megi búast við einhverjum dropum en spám beri ekki saman um það. „Það verður þurrt að kalla og hiti um 10 gráður. Ef það verður úrkoma þá verður hún mest á Vestfjörðum. En það verður sumarblíða á austurhelmingi landsins, 20 gráður,“ segir Sigurður. Veður 17. júní Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Sjá meira
Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, títt nefndur Siggi Stormur, segir að austurhelmingur landsins verði í sérflokki í vikunni eins og verið hefur. Hitinn þar er að rísa og strax á morgun gæti hann farið yfir 20 gráður, kannski 22 eða 23 þar sem hlýjast verður. „Þetta er sannkallað Mallorca veður, með þurrki, sól og hægum vindi,“ segir Sigurður. Segir hann að lífsins gæðum sé misskipt, og á vesturhelmingi landsins verði áfram köflótt. Á höfuðborgarsvæðinu sé hins vegar svolítil hlýindatunga að seilast að landinu, með 14 til 15 gráðu hita á þriðjudag og miðvikudag. Ekki verður skellibjart heldur skýjað á köflum. Hiti getur orðið þreytandi „Það er synd hvernig Reykjavík og vestanvert landið hefur verið svalt og menn eru að kvarta yfir því. Við erum ekki að fara að sigla inn í neina bongó blíðu hérna. Þetta verður köflótt og gæti aðeins dropað,“ segir Sigurður. Vilji fólk komast í sólina verði það að halda austur. „Það má ekki gleyma því að það getur verið þreytandi að vera í svona miklum hita. Við Íslendingar erum almennt ekki sé með kælingar í húsunum okkar og menn geta orðið þreyttir á endalausum hita. Fólk verður þá að fara í næsta læk og kæla sig,“ segir Sigurður. Þurrt að kalla á þjóðhátíðardaginn Í lok vikunnar nálgast úrkomusvæði landið að vestan, með súld en Sigurður segir það vera afskaplega rýrt. Aðspurður um veðrið á þjóðhátíðardaginn, á laugardag, segir Sigurður að það verði áfram rjómablíða á austanverðu landinu. Áfram verður mikill hitamunur á landinu á þjóðhátíðardaginn. Á Vestfjörðum eru mestar líkur á rigningu.Vísir/Friðrik Þór Vestanlands munu hlýindin aðeins dvína. Jafn vel megi búast við einhverjum dropum en spám beri ekki saman um það. „Það verður þurrt að kalla og hiti um 10 gráður. Ef það verður úrkoma þá verður hún mest á Vestfjörðum. En það verður sumarblíða á austurhelmingi landsins, 20 gráður,“ segir Sigurður.
Veður 17. júní Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Sjá meira