Hæfileikarnir drógu okkur saman Íris Hauksdóttir skrifar 12. júní 2023 17:29 Tónlistarfólkið Elín Hall og Reynir Snær eiga sér langa og skemmtilega sögu. Elín Sif Hall og Reynir Snær Magnússon hafa starfað saman innan tónlistar um árabil en þau kynntust árið 2017. Hún sem söngkona og hann sem gítarleikari. Sambandið vatt fljótt upp á sig og áður en þau vissu af voru þau orðin meira en bara samstarfsfélagar. Elín er nýútskrifuð leikkona en hún leikur meðal annars í sýningunni Níu líf í Borgarleikhúsinu. Samhliða sinnir hún tónlist en nýjasta lag hennar, Vinir, nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Reynir er jafnframt afkastamikill á sínu sviði sem gítarleikari en hann starfar við útsetningar á tónlist fyrir ótal listamenn. Elín og Reynir eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum Heitt á könnunni. Hvenær byrjuðu þið að vinna saman? „Það var þegar ég var í hljómsveit í menntaskóla. Við hétum Náttsól og fengum þessa stráka með okkur,“ segir Elín og heldur hlæjandi áfram. „Þetta var áður en þeir urðu nettir. Við fórum saman til Þýskalands og vorum þar í viku. Þetta var 2017. Þar urðum við mjög góðir vinir.“ „Urðum við góðir vinir?“ Segir Reynir í hálfgerðri forundran við Elínu. „Já við urðum kærustupar,“ viðurkennir Elín. „Við vorum ekki beint miklir vinir fyrir það en það varð ákvörðun að vera kærustupar. Við vorum mjög ung, ég var 18 ára.“ „Og ég var seinþroska, bætir Reynir við,“ en hann er nokkrum árum eldri en Elín. „Það var mjög gaman hjá okkur. Og við fórum að vinna mikið músík saman. Þetta þróaðist fljótt,“ segir Elín og heldur áfram. Fór að hlusta á músík með öðruvísi eyrum „Ég held við höfum heillast að hvort öðru í gegnum tónlistina. Ég var mjög heilluð af Reyni sem gítarleikara.“ Þannig að hæfileikarnir drógu ykkur svolítið saman? Reynir grípur orðið: „Já ég held að það hafi verið svolítið stór faktor í þessari hrifningu. Elín hefur haft mjög stór áhrif á mig og gert mig smekklegri músíkant. Ég fór að hlusta á tónlist öðruvísi og með öðruvísi eyrum.“ Heimurinn endaði í smá tíma En hvernig gengur að vinna svona náið með fyrrverandi partner? „Það er erfitt,“ segir Reynir, „en núna er það fyrir mína parta næs. Mér fannst eins og eitthvað hafi smollið bara um daginn.“ „Nú eru að verða bráðum tvö ár síðan við hættum saman,“ bætir Elín við. „Við erum búin að vinna í músík allar götur síðan við hættum saman sem gat verið mjög intentional og ekki alltaf auðvelt en alltaf þess virði. Ég held við höfum horft á þetta sem skilnaðarbarn. En það var enginn að þvinga okkur til að gera þetta og ég fékk mjög mikið af skilaboðum úr samfélaginu í kringum mig, afhverju, tilhvers?“ Reynir tekur undir: „Ég held það hafi keyrt mig áfram að vera þrjóskur á móti.“ „Þetta þurfti svolitla vinnu,“ bætir Elín við og heldur áfram. „Við vorum par í fimm ár. Við þurftum að brjóta svolítið mikið alla múra a milli okkar og eiga öll samtöl milli himins og jarðar til þess að gera eitthvað svona stórt eins og að hætta saman eftir svona langan tíma. Heimurinn endaði alveg í smá tíma.“ Hlaðvarpsþáttinn í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Frumsýning á afmælismyndbandi söngleiksins Níu líf Vísir frumsýnir hér glænýtt myndband úr sýningunni Níu líf í tilefni þriggja ára afmælis þessarar farsælu sýningar. 8. mars 2023 12:09 Elín Hall og GDRN sameina krafta sína í nýju lagi Tónlistarkonurnar Elín Hall og Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, leiða saman hesta sína í laginu Júpíter sem kom út í dag. 14. apríl 2023 15:22 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Elín er nýútskrifuð leikkona en hún leikur meðal annars í sýningunni Níu líf í Borgarleikhúsinu. Samhliða sinnir hún tónlist en nýjasta lag hennar, Vinir, nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Reynir er jafnframt afkastamikill á sínu sviði sem gítarleikari en hann starfar við útsetningar á tónlist fyrir ótal listamenn. Elín og Reynir eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum Heitt á könnunni. Hvenær byrjuðu þið að vinna saman? „Það var þegar ég var í hljómsveit í menntaskóla. Við hétum Náttsól og fengum þessa stráka með okkur,“ segir Elín og heldur hlæjandi áfram. „Þetta var áður en þeir urðu nettir. Við fórum saman til Þýskalands og vorum þar í viku. Þetta var 2017. Þar urðum við mjög góðir vinir.“ „Urðum við góðir vinir?“ Segir Reynir í hálfgerðri forundran við Elínu. „Já við urðum kærustupar,“ viðurkennir Elín. „Við vorum ekki beint miklir vinir fyrir það en það varð ákvörðun að vera kærustupar. Við vorum mjög ung, ég var 18 ára.“ „Og ég var seinþroska, bætir Reynir við,“ en hann er nokkrum árum eldri en Elín. „Það var mjög gaman hjá okkur. Og við fórum að vinna mikið músík saman. Þetta þróaðist fljótt,“ segir Elín og heldur áfram. Fór að hlusta á músík með öðruvísi eyrum „Ég held við höfum heillast að hvort öðru í gegnum tónlistina. Ég var mjög heilluð af Reyni sem gítarleikara.“ Þannig að hæfileikarnir drógu ykkur svolítið saman? Reynir grípur orðið: „Já ég held að það hafi verið svolítið stór faktor í þessari hrifningu. Elín hefur haft mjög stór áhrif á mig og gert mig smekklegri músíkant. Ég fór að hlusta á tónlist öðruvísi og með öðruvísi eyrum.“ Heimurinn endaði í smá tíma En hvernig gengur að vinna svona náið með fyrrverandi partner? „Það er erfitt,“ segir Reynir, „en núna er það fyrir mína parta næs. Mér fannst eins og eitthvað hafi smollið bara um daginn.“ „Nú eru að verða bráðum tvö ár síðan við hættum saman,“ bætir Elín við. „Við erum búin að vinna í músík allar götur síðan við hættum saman sem gat verið mjög intentional og ekki alltaf auðvelt en alltaf þess virði. Ég held við höfum horft á þetta sem skilnaðarbarn. En það var enginn að þvinga okkur til að gera þetta og ég fékk mjög mikið af skilaboðum úr samfélaginu í kringum mig, afhverju, tilhvers?“ Reynir tekur undir: „Ég held það hafi keyrt mig áfram að vera þrjóskur á móti.“ „Þetta þurfti svolitla vinnu,“ bætir Elín við og heldur áfram. „Við vorum par í fimm ár. Við þurftum að brjóta svolítið mikið alla múra a milli okkar og eiga öll samtöl milli himins og jarðar til þess að gera eitthvað svona stórt eins og að hætta saman eftir svona langan tíma. Heimurinn endaði alveg í smá tíma.“ Hlaðvarpsþáttinn í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Frumsýning á afmælismyndbandi söngleiksins Níu líf Vísir frumsýnir hér glænýtt myndband úr sýningunni Níu líf í tilefni þriggja ára afmælis þessarar farsælu sýningar. 8. mars 2023 12:09 Elín Hall og GDRN sameina krafta sína í nýju lagi Tónlistarkonurnar Elín Hall og Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, leiða saman hesta sína í laginu Júpíter sem kom út í dag. 14. apríl 2023 15:22 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Frumsýning á afmælismyndbandi söngleiksins Níu líf Vísir frumsýnir hér glænýtt myndband úr sýningunni Níu líf í tilefni þriggja ára afmælis þessarar farsælu sýningar. 8. mars 2023 12:09
Elín Hall og GDRN sameina krafta sína í nýju lagi Tónlistarkonurnar Elín Hall og Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, leiða saman hesta sína í laginu Júpíter sem kom út í dag. 14. apríl 2023 15:22
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið