Freyr og félagar fá 200 milljónir til að spila úr Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2023 14:31 Freyr Alxeandersson í loftinu eftir að hafa stýrt Lyngby til áframhaldandi veru í dönsku úrvalsdeildinni. Getty/Jan Christensen Hollvinasamtök danska knattspyrnufélagsins Lyngby hafa styrkt félagið um rúmlega 10 milljónir danskra króna, eða yfir 200 milljónir íslenskra króna, til að efla liðið sem áfram mun spila í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Undir stjórn Freys Alexanderssonar náði Lyngby með ævintýralegum hætti að halda sæti sínu í efstu deild Danmerkur, eftir að hafa um tíma verið sextán stigum frá næsta örugga sæti í deildinni. „Kraftaverkið“ var fullkomnað í lokaumferðinni um síðustu helgi. Í dag tilkynnti svo Lyngby að félagið hefði fengið styrk frá „Vinum Lyngby“. Þar segir að ákvörðun um styrkinn hafi verið tekin í síðustu viku, og að ekki hafi verið skilyrði að Lyngby myndi halda sér uppi í úrvalsdeildinni. „Kærleikurinn til félagsins og trúin á verkefnið er nefnilega skilyrðislaus,“ segir í frétt á vef Lyngby. Milljónirnar eru ekki eyrnamerktar neinu ákveðnu atriði og Frey og hans yfirmönnum því frjálst að nýta þær að vild. Þó er tekið fram að styrkurinn sé meðal annars táknræn skilaboð til hæfileikaríku leikmannanna í liðinu um að láta ekki freistast af gylliboðum annarra félaga. „Þessar tíu milljónir danskra króna eru vitnisburður um það að við horfum ekki bara í úrslitin á vellinum. Við eigendurnir horfum á heildarverkefnið og þessar miklu framfarir varðandi akademíuna, styrktaraðila, áhorfendur, samstarf á svæðinu okkar og tilfinninguna um að allt Lyngby standi saman, sem gefur okkur frábæran vettvang til að halda áfram uppbyggingu okkar,“ segir Mads Byder, einn af meðlimum Vina Lyngby og eigendum Lyngby Boldklub. Danski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira
Undir stjórn Freys Alexanderssonar náði Lyngby með ævintýralegum hætti að halda sæti sínu í efstu deild Danmerkur, eftir að hafa um tíma verið sextán stigum frá næsta örugga sæti í deildinni. „Kraftaverkið“ var fullkomnað í lokaumferðinni um síðustu helgi. Í dag tilkynnti svo Lyngby að félagið hefði fengið styrk frá „Vinum Lyngby“. Þar segir að ákvörðun um styrkinn hafi verið tekin í síðustu viku, og að ekki hafi verið skilyrði að Lyngby myndi halda sér uppi í úrvalsdeildinni. „Kærleikurinn til félagsins og trúin á verkefnið er nefnilega skilyrðislaus,“ segir í frétt á vef Lyngby. Milljónirnar eru ekki eyrnamerktar neinu ákveðnu atriði og Frey og hans yfirmönnum því frjálst að nýta þær að vild. Þó er tekið fram að styrkurinn sé meðal annars táknræn skilaboð til hæfileikaríku leikmannanna í liðinu um að láta ekki freistast af gylliboðum annarra félaga. „Þessar tíu milljónir danskra króna eru vitnisburður um það að við horfum ekki bara í úrslitin á vellinum. Við eigendurnir horfum á heildarverkefnið og þessar miklu framfarir varðandi akademíuna, styrktaraðila, áhorfendur, samstarf á svæðinu okkar og tilfinninguna um að allt Lyngby standi saman, sem gefur okkur frábæran vettvang til að halda áfram uppbyggingu okkar,“ segir Mads Byder, einn af meðlimum Vina Lyngby og eigendum Lyngby Boldklub.
Danski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira