Fúskleysi er framkvæmanlegt Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 6. júní 2023 17:01 Fernumálið svokallaða, sem Heimildin vakti athygli á nýverið, er skýrt dæmi um það þegar fólk er svo að segja eitt til frásagnar um árangur sinn og afrakstur og að mikilvægur rekjanleiki liggur ekki fyrir. Sama staða hefur reyndar verið uppi á öðrum vettvangi umhverfismála þar sem frjálslega hefur verið farið með hugtakið kolefnisjöfnun. En hvernig er hægt að fá árangur staðfestan með óyggjandi hætti? Svarið er staðlar. Með notkun staðla svara stjórnendur fyrirtækja spurningunni „Hvernig er best að gera þetta?“ og svarið er fengið frá bestu sérfræðingum hverju sinni sem jafnframt sammælast um niðurstöðuna. Þar eru líka hugtök og orð (t.d. endurnýting og endurvinnsla) skilgreind svo enginn vafi leikur á því hvað er hvað. Niðurstaðan er svo gefin út í formi staðals. Hagaðilar (sem stundum er löggjafinn sjálfur) geta þannig gert kröfu um að þjónustuveitandi eða vöruframleiðandi fylgi stöðlum og eftir atvikum, fái faggildar vottunar-, skoðunar eða prófunarstofur til að staðfesta árangurinn. Veitendur þjónustu og framleiðendur vöru geta að sama skapi valið að auka traust viðskiptavina og hagaðila með því að sýna fram á, með aðkomu þriðja aðila, að gera það sem þeir segjast vera að gera. Vottunarhæf stjórnunarkerfi sem byggja á ISO stöðlum innihalda grundvallarhugmyndir og meginreglur sem reksturinn byggir á s.s. að uppfylla kröfur sem geta bæði verið lögbundnar eða stafað annars staðar frá, s.s. frá neytendum. Stjórnunarkerfi leggja ríka áherslu á hagsmunaaðila, krafa er um að ákvarðanir séu teknar á grundvelli traustra sönnunargagna, að ráðist sé í reglulegar innri og ytri úttektir og áhættugreiningar og að lokum að faggildur vottunaraðili taki reksturinn út og votti að hann sé í samræmi við kröfur sem til hans eru gerðar og hagsmuni sem kerfið hverfist um. T.d. aðfangakeðjan og samstarfsaðilar séu traustir. Þó akur valkvæðrar staðlanotkunar sé á ýmsum sviðum óplægður hér á landi gagnast þeir mjög vel, um allan heim, við að koma í veg fyrir fúsk, fjártjón, álag og óreglu og auka gæði, öryggi og neytenda-, heilsu- og umhverfisvernd. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Íslenskum stöðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Fernumálið svokallaða, sem Heimildin vakti athygli á nýverið, er skýrt dæmi um það þegar fólk er svo að segja eitt til frásagnar um árangur sinn og afrakstur og að mikilvægur rekjanleiki liggur ekki fyrir. Sama staða hefur reyndar verið uppi á öðrum vettvangi umhverfismála þar sem frjálslega hefur verið farið með hugtakið kolefnisjöfnun. En hvernig er hægt að fá árangur staðfestan með óyggjandi hætti? Svarið er staðlar. Með notkun staðla svara stjórnendur fyrirtækja spurningunni „Hvernig er best að gera þetta?“ og svarið er fengið frá bestu sérfræðingum hverju sinni sem jafnframt sammælast um niðurstöðuna. Þar eru líka hugtök og orð (t.d. endurnýting og endurvinnsla) skilgreind svo enginn vafi leikur á því hvað er hvað. Niðurstaðan er svo gefin út í formi staðals. Hagaðilar (sem stundum er löggjafinn sjálfur) geta þannig gert kröfu um að þjónustuveitandi eða vöruframleiðandi fylgi stöðlum og eftir atvikum, fái faggildar vottunar-, skoðunar eða prófunarstofur til að staðfesta árangurinn. Veitendur þjónustu og framleiðendur vöru geta að sama skapi valið að auka traust viðskiptavina og hagaðila með því að sýna fram á, með aðkomu þriðja aðila, að gera það sem þeir segjast vera að gera. Vottunarhæf stjórnunarkerfi sem byggja á ISO stöðlum innihalda grundvallarhugmyndir og meginreglur sem reksturinn byggir á s.s. að uppfylla kröfur sem geta bæði verið lögbundnar eða stafað annars staðar frá, s.s. frá neytendum. Stjórnunarkerfi leggja ríka áherslu á hagsmunaaðila, krafa er um að ákvarðanir séu teknar á grundvelli traustra sönnunargagna, að ráðist sé í reglulegar innri og ytri úttektir og áhættugreiningar og að lokum að faggildur vottunaraðili taki reksturinn út og votti að hann sé í samræmi við kröfur sem til hans eru gerðar og hagsmuni sem kerfið hverfist um. T.d. aðfangakeðjan og samstarfsaðilar séu traustir. Þó akur valkvæðrar staðlanotkunar sé á ýmsum sviðum óplægður hér á landi gagnast þeir mjög vel, um allan heim, við að koma í veg fyrir fúsk, fjártjón, álag og óreglu og auka gæði, öryggi og neytenda-, heilsu- og umhverfisvernd. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Íslenskum stöðlum.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun