Strákarnir sem spila fyrir Ísland á EM: Tveir lykilmenn ekki með Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 10:48 Kristian Nökkvi Hlynsson er leikmaður hollenska stórliðsins Ajax og átti stóran þátt í að koma U19-landsliðinu á EM. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ólafur Ingi Skúlason hefur nú valið þá leikmenn sem fara á Evrópumót U19-landsliða karla í fótbolta, á Möltu um næstu mánaðamót. Eins og Vísir greindi fyrst frá eru tveir bestu leikmenn íslenska liðsins ekki með, þeir Kristian Nökkvi Hlynsson og Orri Steinn Óskarsson. Ajax og FC Kaupmannahöfn, félögin sem leikmennirnir spila fyrir, gáfu ekki leyfi fyrir því að þeir færu á mótið en UEFA setur ekki þá skyldu á félög að leyfa leikmönnum að spila á EM U19-landsliða. Kristian er hins vegar í A-landsliðshópnum fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal í júní. Fjórir leikmenn íslenska hópsins eru á mála hjá erlendum félögum. Þetta eru markvörðurinn Lúkas J. Blöndal Petersson úr Hoffenheim, Daníel Freyr Kristjánsson úr Midtjylland, Daníel Tristan Guðjohnsen úr Malmö og Hilmir Rafn Mikaelsson úr Tromsö. Stjarnan með fimm menn í hópnum Stjarnan á flesta leikmenn í hópnum eða fimm talsins. Grótta á tvo. Breiðablik, Keflavík, Þór, Víkingur, Fjölnir, ÍA, Valur, FH, KR og Selfoss eiga svo einn fulltrúa hvert. Íslenski hópurinn heldur af landi brott 30. júní og spilar sinn fyrsta leik á EM gegn Spáni 4. júlí. Liðið er einnig í riðli með Noregi og Grikklandi. Riðlakeppninni lýkur 10. júlí og fara tvö efstu liðin þá í undanúrslit. Íslenska liðið vann meðal annars England á leið sinni inn á EM.Getty/Matt McNulty Ísland komst í lokakeppnina með því að vinna sinn milliriðil í undankeppninni, á Englandi í lok mars. Þar vann liðið ríkjandi meistara Englands og Ungverjaland, og gerði jafntefli við Tyrkland. Orri Steinn skoraði þrjú marka Íslands í milliriðlinum, Kristian Nökkvi eitt og Hilmir Rafn Mikaelsson eitt. EM-hópur Íslands: Adolf Daði Birgisson Stjarnan Arnar Daníel Aðalsteinsson Grótta Arnar Númi Gíslason Grótta Ágúst Orri Þorsteinsson Breiðablik Ásgeir Orri Magnússon Keflavík Bjarni Guðjón Brynjólfsson Þór Ak. Daníel Freyr Kristjánsson FC Midtjylland Daníel Tristan Guðjohnsen Malmö FF Eggert Aron Guðmundsson Stjarnan Gísli Gottskálk Þórðarson Víkingur R. Guðmundur Baldvin Nökkvason Stjarnan Halldór Snær Georgsson Fjölnir Haukur Andri Haraldsson ÍA Hilmir Rafn Mikaelsson Tromsö Hlynur Freyr Karlsson Valur Logi Hrafn Róbertsson FH Lúkas J. Blöndal Petersson Hoffenheim Jóhannes Kristinn Bjarnason KR Róbert Frosti Þorkelsson Stjarnan Sigurbergur Áki Jörundsson Stjarnan Þorsteinn Aron Antonsson Selfoss Landslið karla í fótbolta Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Sjá meira
Eins og Vísir greindi fyrst frá eru tveir bestu leikmenn íslenska liðsins ekki með, þeir Kristian Nökkvi Hlynsson og Orri Steinn Óskarsson. Ajax og FC Kaupmannahöfn, félögin sem leikmennirnir spila fyrir, gáfu ekki leyfi fyrir því að þeir færu á mótið en UEFA setur ekki þá skyldu á félög að leyfa leikmönnum að spila á EM U19-landsliða. Kristian er hins vegar í A-landsliðshópnum fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal í júní. Fjórir leikmenn íslenska hópsins eru á mála hjá erlendum félögum. Þetta eru markvörðurinn Lúkas J. Blöndal Petersson úr Hoffenheim, Daníel Freyr Kristjánsson úr Midtjylland, Daníel Tristan Guðjohnsen úr Malmö og Hilmir Rafn Mikaelsson úr Tromsö. Stjarnan með fimm menn í hópnum Stjarnan á flesta leikmenn í hópnum eða fimm talsins. Grótta á tvo. Breiðablik, Keflavík, Þór, Víkingur, Fjölnir, ÍA, Valur, FH, KR og Selfoss eiga svo einn fulltrúa hvert. Íslenski hópurinn heldur af landi brott 30. júní og spilar sinn fyrsta leik á EM gegn Spáni 4. júlí. Liðið er einnig í riðli með Noregi og Grikklandi. Riðlakeppninni lýkur 10. júlí og fara tvö efstu liðin þá í undanúrslit. Íslenska liðið vann meðal annars England á leið sinni inn á EM.Getty/Matt McNulty Ísland komst í lokakeppnina með því að vinna sinn milliriðil í undankeppninni, á Englandi í lok mars. Þar vann liðið ríkjandi meistara Englands og Ungverjaland, og gerði jafntefli við Tyrkland. Orri Steinn skoraði þrjú marka Íslands í milliriðlinum, Kristian Nökkvi eitt og Hilmir Rafn Mikaelsson eitt. EM-hópur Íslands: Adolf Daði Birgisson Stjarnan Arnar Daníel Aðalsteinsson Grótta Arnar Númi Gíslason Grótta Ágúst Orri Þorsteinsson Breiðablik Ásgeir Orri Magnússon Keflavík Bjarni Guðjón Brynjólfsson Þór Ak. Daníel Freyr Kristjánsson FC Midtjylland Daníel Tristan Guðjohnsen Malmö FF Eggert Aron Guðmundsson Stjarnan Gísli Gottskálk Þórðarson Víkingur R. Guðmundur Baldvin Nökkvason Stjarnan Halldór Snær Georgsson Fjölnir Haukur Andri Haraldsson ÍA Hilmir Rafn Mikaelsson Tromsö Hlynur Freyr Karlsson Valur Logi Hrafn Róbertsson FH Lúkas J. Blöndal Petersson Hoffenheim Jóhannes Kristinn Bjarnason KR Róbert Frosti Þorkelsson Stjarnan Sigurbergur Áki Jörundsson Stjarnan Þorsteinn Aron Antonsson Selfoss
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Sjá meira