Það eru hinir ýmsu miðlar sem greina frá þessu, en þar á meðal er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano. Romano setur slagorðin „here we go“ við tilkynninguna, sem þýðir yfirleitt að samningar séu í höfn.
🚨🇸🇦 Karim Benzema has signed main part of docs to become new Al Ittihad player joining the Saudi league — here we go!
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 5, 2023
Understand contract will be valid until 2025 but will also include option for further season.
Karim will say goodbye to Madrid fans then travel to Saudi. pic.twitter.com/OCzwszv2OL
Benzema mun því feta í fótspor fyrrverandi liðsfélaga síns hjá Real Madrid, en Cristiano Ronaldo gekk í raðir Al-Nassr í Sádi-Arabíu fyrr á þessu ári. Ronaldo og félögum tókst ekki að vinna deildina í ár og horfðu á eftir titlinum í hendur liðsmanna Al-Ittihad, verðandi félags Benzema.
Benzema, sem verður 36 ára gamall á árinu, mun skrifa undir tveggja ára samning við Al-Ittihad með möguleika á eins árs framlengingu.
Franski framherjinn hefur átt afar góðu gengi að fagna frá því að hann gekk í raðir Real Madrid árið 2009. Hann hefur skorað 238 mörk í spænsku úrvalsdeildinni fyrir félagið og titlarnir eru orðnir 24 talsins. Þar á meðal hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu fimm sinnum og spænsku deildina fjórum sinnum.