Ákærður fyrir að klæðast United treyju með tilvísun í Hillsborough harmleikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 5. júní 2023 07:00 Stuðningsmenn Manchester United fjölmenntu á Wembley á laugardag þar sem liðið beið lægri hlut gegn Manchester City í úrslitaleik FA-bikarsins. Vísir/Getty Karlmaður á Englandi hefur verið ákærður eftir að hann sást á mynd á úrslitaleik FA-bikarsins íklæddur Manchester United treyju með móðgandi texta sem vísaði í Hillsborough harmleikinn. James White, 33 ára karlmaður frá Warwickshire, var birt ákæra í gær en myndin af honum í treyjunni var tekin á bikarúrslitaleik Manchester United og Manchester City á laugardag. White var látinn laus gegn tryggingu en þarf að mæta fyrir dómara þann 19. júní næstkomandi. Á bakhlið treyjunnar var númerið 97 og textinn „not enough“ en 97 er sá fjöldi stuðningsmanna Liverpool sem létust á leik Liverpool og Nottingham Forest á Hillsborough-vellinum árið 1986. Óháð rannsóknarnefnd úrskurðaði árið 2016 að stuðningsmennirnir hefðu látist vegna fjölda mistaka lögreglu við umsjón leiksins. „Knattspyrnusambandið fordæmir harðlega athæfi þess einstaklings sem klæddist treyju með tilvísun í Hillsborough harmleikinn í aðdraganda úrslitaleiks FA-bikarsins á Wembley,“ segir í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins. A short story. pic.twitter.com/v8qCZibNyX— Football Tweet (@Football__Tweet) June 3, 2023 „Við fögnum snöggum viðbrögðum lögreglunnar. Sambandið mun ekki líða nokkurs konar hatur sem tengist Hillsborough eða öðrum knattspyrnutengdum harmleikjum á Wembley og mun halda áfram að vinna með yfirvöldum til að tryggja að gripið sé til harða aðgerða.“ Lögreglan sagði í yfirlýsingu í gær að tuttugu og tveir til viðbótar hefðu verið handteknir í sérstakri aðgerð sem beindist að líkamsárásum, átökum, vörslu fíkniefna og drykkjulátum. Þá bætti lögreglan við að fyrirspurnir hefðu borist vegna atviks skömmu eftir mark Manchester United í leiknum í gær þar sem hlut var kastað inn á völlinn. Engar handtökur hafa verið framkvæmdar en hluturinn virtist hæfa Victor Lindelöf, leikmann United. Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira
James White, 33 ára karlmaður frá Warwickshire, var birt ákæra í gær en myndin af honum í treyjunni var tekin á bikarúrslitaleik Manchester United og Manchester City á laugardag. White var látinn laus gegn tryggingu en þarf að mæta fyrir dómara þann 19. júní næstkomandi. Á bakhlið treyjunnar var númerið 97 og textinn „not enough“ en 97 er sá fjöldi stuðningsmanna Liverpool sem létust á leik Liverpool og Nottingham Forest á Hillsborough-vellinum árið 1986. Óháð rannsóknarnefnd úrskurðaði árið 2016 að stuðningsmennirnir hefðu látist vegna fjölda mistaka lögreglu við umsjón leiksins. „Knattspyrnusambandið fordæmir harðlega athæfi þess einstaklings sem klæddist treyju með tilvísun í Hillsborough harmleikinn í aðdraganda úrslitaleiks FA-bikarsins á Wembley,“ segir í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins. A short story. pic.twitter.com/v8qCZibNyX— Football Tweet (@Football__Tweet) June 3, 2023 „Við fögnum snöggum viðbrögðum lögreglunnar. Sambandið mun ekki líða nokkurs konar hatur sem tengist Hillsborough eða öðrum knattspyrnutengdum harmleikjum á Wembley og mun halda áfram að vinna með yfirvöldum til að tryggja að gripið sé til harða aðgerða.“ Lögreglan sagði í yfirlýsingu í gær að tuttugu og tveir til viðbótar hefðu verið handteknir í sérstakri aðgerð sem beindist að líkamsárásum, átökum, vörslu fíkniefna og drykkjulátum. Þá bætti lögreglan við að fyrirspurnir hefðu borist vegna atviks skömmu eftir mark Manchester United í leiknum í gær þar sem hlut var kastað inn á völlinn. Engar handtökur hafa verið framkvæmdar en hluturinn virtist hæfa Victor Lindelöf, leikmann United.
Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira