Zlatan er hættur: „Í dag er Guð leiður“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júní 2023 22:25 Zlatan var hylltur í lok leiks AC Milan og Verona á San Siro í kvöld. Vísir/Getty Zlatan Ibrahimovic var hylltur í lok leiks AC Milan og Verona á San Siro í kvöld. Í ræðu hans eftir leik kvaddi hann fótboltann og hann staðfesti á blaðamannafundi nú í kvöld að ferillinn er á enda. AC Milan lék lokaleik sinn á tímabilinu í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Verona. Zlatan Ibrahimovic var ekki í leikmannahópi Milan vegna meiðsla en ljóst var fyrir leik að hann yrði ekki leikmaður liðsins á næsta tímabili. Zlatan var hylltur af stuðningsmönnum AC Milan fyrir leik og mátti sjá tár á hvarmi hjá Svíanum sem á magnaðan feril að baki. Að leik loknum kom Zlatan síðan niður á völl þar sem liðsfélagar hans fögnuðu honum og hann hélt ræðu þar sem hann kvaddi stuðningsmenn. „Það er kominn tími til að segja bless við fóboltann en ekki við ykkur. Það eru svo maragar minningar og tilfinningar tengdar við þennan völl. Í fyrsta skiptið sem ég kom til Milan færðuð þið mér hamingju, í annað skiptið ást,“ sagði Zlatan sem hélt blaðamannafund eftir leik þar sem hann staðfesti að ferillinn væri á enda. Hélt ákvörðunnni leyndri fyrir fjölskyldunni Hann þakkaði blaðamönnum fyrir þolinmæðina sem þeir hafa sýnt honum og sagði að þeir myndu hafa minna að gera frá og með morgundeginum. Hann hélt því leyndu fyrir fjölskyldu sinni að hann ætlaði að hætta. „Frá og með morgundeginum er ég frjáls maður. Fjölskylda mín vissi ekki einu sinni af þessu,“ sagði Svíinn. „Í dag er Guð leiður,“ bætti hann við en Zlatan hefur alltaf verið óhræddur við að láta stór orð falla. „Í gegnum fótboltann hef ég hitt fólk og ferðast um allan heim, þökk sé fótboltanum. Það eru miklar tilfinningar. Milan hefur fært mér gleði og síðan hamingju. Mér hefur liðið eins og heima hjá mér síðan á fyrsta degi.“ End of an era.Thanks, Zlatan. @SerieA_EN pic.twitter.com/wnqj9d3n9i— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 4, 2023 Ítalski boltinn Tengdar fréttir Zlatan táraðist á kveðjustundinni Síðustu leikirnir í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu tímabili fara fram nú í kvöld. Stuðningsmenn AC Milan kvöddu Zlatan Ibrahimovic fyrir leik liðsins gegn Verona. 4. júní 2023 19:45 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Sjá meira
AC Milan lék lokaleik sinn á tímabilinu í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Verona. Zlatan Ibrahimovic var ekki í leikmannahópi Milan vegna meiðsla en ljóst var fyrir leik að hann yrði ekki leikmaður liðsins á næsta tímabili. Zlatan var hylltur af stuðningsmönnum AC Milan fyrir leik og mátti sjá tár á hvarmi hjá Svíanum sem á magnaðan feril að baki. Að leik loknum kom Zlatan síðan niður á völl þar sem liðsfélagar hans fögnuðu honum og hann hélt ræðu þar sem hann kvaddi stuðningsmenn. „Það er kominn tími til að segja bless við fóboltann en ekki við ykkur. Það eru svo maragar minningar og tilfinningar tengdar við þennan völl. Í fyrsta skiptið sem ég kom til Milan færðuð þið mér hamingju, í annað skiptið ást,“ sagði Zlatan sem hélt blaðamannafund eftir leik þar sem hann staðfesti að ferillinn væri á enda. Hélt ákvörðunnni leyndri fyrir fjölskyldunni Hann þakkaði blaðamönnum fyrir þolinmæðina sem þeir hafa sýnt honum og sagði að þeir myndu hafa minna að gera frá og með morgundeginum. Hann hélt því leyndu fyrir fjölskyldu sinni að hann ætlaði að hætta. „Frá og með morgundeginum er ég frjáls maður. Fjölskylda mín vissi ekki einu sinni af þessu,“ sagði Svíinn. „Í dag er Guð leiður,“ bætti hann við en Zlatan hefur alltaf verið óhræddur við að láta stór orð falla. „Í gegnum fótboltann hef ég hitt fólk og ferðast um allan heim, þökk sé fótboltanum. Það eru miklar tilfinningar. Milan hefur fært mér gleði og síðan hamingju. Mér hefur liðið eins og heima hjá mér síðan á fyrsta degi.“ End of an era.Thanks, Zlatan. @SerieA_EN pic.twitter.com/wnqj9d3n9i— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 4, 2023
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Zlatan táraðist á kveðjustundinni Síðustu leikirnir í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu tímabili fara fram nú í kvöld. Stuðningsmenn AC Milan kvöddu Zlatan Ibrahimovic fyrir leik liðsins gegn Verona. 4. júní 2023 19:45 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Sjá meira
Zlatan táraðist á kveðjustundinni Síðustu leikirnir í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu tímabili fara fram nú í kvöld. Stuðningsmenn AC Milan kvöddu Zlatan Ibrahimovic fyrir leik liðsins gegn Verona. 4. júní 2023 19:45