Annie mögnuð í sjöttu grein: Sara upplifði afar erfiða stund Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2023 09:23 Upplifun Ragnheiðar Söru og Anniear af sjöttu grein undanúrslitamótsins var gjörólík Vísir/Samsett mynd Annie Mist Þórisdóttir byrjaði daginn af krafti á undanúrslitamóti CrossFit í Berlín fyrir heimsleikana sem fara fram í ágúst. Annie endaði í 2. sæti í sjöttu grein mótsins og stendur afar vel að vígi fyrir lokagrein dagsins Annie hóf daginn í 2. sæti í heildarstigakeppni mótsins og í grein dagsins kom hún aðeins á eftir efstu konu á styrkleikalista CrossFit, hinni ungversku Laura Horvath. Árangur Anniear í sjöttu greininni færði henni alls 97 stig í heildarstigakeppninni og er hún áfram í 2. sæti mótsins, sextán stigum á eftir Gabriela Migala sem leiðir mótið fyrir lokagrein þess síðar í dag. Þuríður Erla Helgadóttir stóð sig frábærlega í sjöttu greininni og endaði í sjötta sæti. Hún vinnur sig upp um þrjú sæti milli greina. Þá gerði Sólveig Sigurðardóttir einnig vel í sjöttu greininni og endaði í 17. Sæti. Hún er sem stendur í 21. sæti mótsins. Sárt að horfa á Söru Á meðan að Annie og Þuríður áttu afar góðu gengi að fagna í sjöttu grein undanúrslitamótsins átti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir erfitt uppdráttar. Hún féll á tíma í sjöttu greininni eftir að hafa átt í erfiðleikum með einn hluta hennar, klifur upp og niður kaðal þar sem ekki mátti nota fæturna sér til stuðnings. Heyra mátti á lýsendum í beinni útsendingu á mótinu hversu mikið þeir fundu til með Söru á þessum tímapunkti. Íslenska valkyrjan sýndi þó styrk og þrautseigju með því að gefast ekki upp og halda áfram, aftur og aftur, að reyna klára greinina. Sara er sem stendur í 18. sæti undanúrslitamótsins en ellefu efstu keppendurnir í kvennaflokki tryggja sér sæti á heimsleikunum í ágúst. CrossFit Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Annie hóf daginn í 2. sæti í heildarstigakeppni mótsins og í grein dagsins kom hún aðeins á eftir efstu konu á styrkleikalista CrossFit, hinni ungversku Laura Horvath. Árangur Anniear í sjöttu greininni færði henni alls 97 stig í heildarstigakeppninni og er hún áfram í 2. sæti mótsins, sextán stigum á eftir Gabriela Migala sem leiðir mótið fyrir lokagrein þess síðar í dag. Þuríður Erla Helgadóttir stóð sig frábærlega í sjöttu greininni og endaði í sjötta sæti. Hún vinnur sig upp um þrjú sæti milli greina. Þá gerði Sólveig Sigurðardóttir einnig vel í sjöttu greininni og endaði í 17. Sæti. Hún er sem stendur í 21. sæti mótsins. Sárt að horfa á Söru Á meðan að Annie og Þuríður áttu afar góðu gengi að fagna í sjöttu grein undanúrslitamótsins átti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir erfitt uppdráttar. Hún féll á tíma í sjöttu greininni eftir að hafa átt í erfiðleikum með einn hluta hennar, klifur upp og niður kaðal þar sem ekki mátti nota fæturna sér til stuðnings. Heyra mátti á lýsendum í beinni útsendingu á mótinu hversu mikið þeir fundu til með Söru á þessum tímapunkti. Íslenska valkyrjan sýndi þó styrk og þrautseigju með því að gefast ekki upp og halda áfram, aftur og aftur, að reyna klára greinina. Sara er sem stendur í 18. sæti undanúrslitamótsins en ellefu efstu keppendurnir í kvennaflokki tryggja sér sæti á heimsleikunum í ágúst.
CrossFit Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti