Keflavík vill semja aftur við Milka og Maric Atli Arason skrifar 3. júní 2023 07:32 Dominykas Milka gæti verið aftur á leið til Keflavíkur. Visir/ Diego Pétur Ingvarsson, nýráðinn þjálfari Keflavíkur, er strax farinn að taka til hendinni í leikmannamálum Keflavíkur. Samkvæmt fréttatilkynningu Keflavíkur við ráðningu þjálfarans er von á fréttum af leikmannamálum félagsins á næstu dögum. „Halldór Garðar er samningsbundinn og við vorum að fá Arnór Sveinsson til að skrifa undir. Svo er samningur við Magnús Pétursson nánast í hús. Við erum einnig að reyna að fá Milka og Maric til að vera áfram,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. „Við erum bara með Halldór Garðar og Arnór sem eru komnir á samning og við vinnum ekki marga leiki með bara tvo leikmenn, það er alveg á hreinu,“ sagði hann kíminn. „Ég hitti Milka í dag [í gær] og við erum að reyna að semja við hann. Við erum líka að reyna að semja við Igor Maric aftur.“ Pétur segir Keflvíkinga ekki vera að horfa sérstaklega til leikmanna sem komnir eru á 3 ára regluna. „Það skiptir engu máli. Þú mátt bara vera með einn utan Bosman A svæðis en þú mátt vera með eins marga af Bosman A svæðinu og þú vilt. Þannig það skiptir engu máli hvort það sé Milka á 3 ára reglunni eða Igor Maric sem er Króati á Bosman A svæðinu,“ sagði Pétur og bætti við að það lág best við að heyra í þeim tveim þar sem þeir væru enn þá á svæðinu. Viðræður við Jaka Brodnik eru ekki hafnar og óvíst hvort af þeim verði. „Ef maður reynir að einbeita sér af of mörgu í einu þá bara klúðrast allt, þannig við byrjuðum á þessu og þeir tveir [Maric og Milka] eru hérna enn þá þannig þess vegna átti ég möguleika á því að hitta þá og við byrjuðum á því.“ Fjölskyldutengsl Synir Péturs, þeir Hilmar og Sigurður Péturssynir hafa fylgt föður sínum nánast hvert fótmál á þjálfaraferli hans. Ekki er þó von á því að annar hvor þeirra spili með Keflavík á næsta tímabili. „Hilmar er búinn að semja aftur við Münster í Þýskalandi og Sigurður er á samningi hjá Breiðablik sem hann skrifaði undir fyrir tveimur eða þremur vikum. Þannig það er pottþétt að þeir spila allavegana ekki fyrir Keflavík í ár. Það kemur samt annað ár eftir þetta ár og þá er alveg hægt að skoða þetta. Ég held bara að þeir tveir séu hvorugir nógu góðir til að spila fyrir Keflavík í dag,“ sagði Pétur og hló. Kári Jónsson, leikmaður Vals, er bróðursonur Péturs. Pétur telur ekki líklegt að Kári yfirgefi Val en Pétur er þó opinn fyrir því að athuga stöðuna. „Við þurfum leikmenn sem geta spilað á báðum endum vallarins og hann klárlega passar inn í þá hugmyndafræði. Kári er samt með tveggja ára samning við Val. Ef hann verður laus mála hjá Val þá held ég að Keflavík, ásamt flest öllum öðrum liðum í landinu, munu heyra í honum. Kári er óumdeilanlega besti leikmaðurinn í deildinni í dag,“ svaraði Pétur aðspurður út í Kára. „Ég hitti Kára reglulega í fjölskylduboðum og annað. Ég get alveg lofað því að ég mun hlera hann eitthvað, þannig að við höfum eitthvað forskot á aðra ef hann skyldi losna,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, að endingu. Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Stefna hátt og spila skemmtilegan körfubolta“ Pétur Ingvarsson, nýráðin þjálfari Keflavíkur, segir að markmið liðsins í vetur verður að spila skemmtilegan körfubolta ásamt því að berjast um alla þá titla sem í boði eru. 3. júní 2023 00:32 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
„Halldór Garðar er samningsbundinn og við vorum að fá Arnór Sveinsson til að skrifa undir. Svo er samningur við Magnús Pétursson nánast í hús. Við erum einnig að reyna að fá Milka og Maric til að vera áfram,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. „Við erum bara með Halldór Garðar og Arnór sem eru komnir á samning og við vinnum ekki marga leiki með bara tvo leikmenn, það er alveg á hreinu,“ sagði hann kíminn. „Ég hitti Milka í dag [í gær] og við erum að reyna að semja við hann. Við erum líka að reyna að semja við Igor Maric aftur.“ Pétur segir Keflvíkinga ekki vera að horfa sérstaklega til leikmanna sem komnir eru á 3 ára regluna. „Það skiptir engu máli. Þú mátt bara vera með einn utan Bosman A svæðis en þú mátt vera með eins marga af Bosman A svæðinu og þú vilt. Þannig það skiptir engu máli hvort það sé Milka á 3 ára reglunni eða Igor Maric sem er Króati á Bosman A svæðinu,“ sagði Pétur og bætti við að það lág best við að heyra í þeim tveim þar sem þeir væru enn þá á svæðinu. Viðræður við Jaka Brodnik eru ekki hafnar og óvíst hvort af þeim verði. „Ef maður reynir að einbeita sér af of mörgu í einu þá bara klúðrast allt, þannig við byrjuðum á þessu og þeir tveir [Maric og Milka] eru hérna enn þá þannig þess vegna átti ég möguleika á því að hitta þá og við byrjuðum á því.“ Fjölskyldutengsl Synir Péturs, þeir Hilmar og Sigurður Péturssynir hafa fylgt föður sínum nánast hvert fótmál á þjálfaraferli hans. Ekki er þó von á því að annar hvor þeirra spili með Keflavík á næsta tímabili. „Hilmar er búinn að semja aftur við Münster í Þýskalandi og Sigurður er á samningi hjá Breiðablik sem hann skrifaði undir fyrir tveimur eða þremur vikum. Þannig það er pottþétt að þeir spila allavegana ekki fyrir Keflavík í ár. Það kemur samt annað ár eftir þetta ár og þá er alveg hægt að skoða þetta. Ég held bara að þeir tveir séu hvorugir nógu góðir til að spila fyrir Keflavík í dag,“ sagði Pétur og hló. Kári Jónsson, leikmaður Vals, er bróðursonur Péturs. Pétur telur ekki líklegt að Kári yfirgefi Val en Pétur er þó opinn fyrir því að athuga stöðuna. „Við þurfum leikmenn sem geta spilað á báðum endum vallarins og hann klárlega passar inn í þá hugmyndafræði. Kári er samt með tveggja ára samning við Val. Ef hann verður laus mála hjá Val þá held ég að Keflavík, ásamt flest öllum öðrum liðum í landinu, munu heyra í honum. Kári er óumdeilanlega besti leikmaðurinn í deildinni í dag,“ svaraði Pétur aðspurður út í Kára. „Ég hitti Kára reglulega í fjölskylduboðum og annað. Ég get alveg lofað því að ég mun hlera hann eitthvað, þannig að við höfum eitthvað forskot á aðra ef hann skyldi losna,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, að endingu.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Stefna hátt og spila skemmtilegan körfubolta“ Pétur Ingvarsson, nýráðin þjálfari Keflavíkur, segir að markmið liðsins í vetur verður að spila skemmtilegan körfubolta ásamt því að berjast um alla þá titla sem í boði eru. 3. júní 2023 00:32 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
„Stefna hátt og spila skemmtilegan körfubolta“ Pétur Ingvarsson, nýráðin þjálfari Keflavíkur, segir að markmið liðsins í vetur verður að spila skemmtilegan körfubolta ásamt því að berjast um alla þá titla sem í boði eru. 3. júní 2023 00:32
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn