„Ég verð ekkert rosalega stressuð“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2023 09:01 Sveindís Jane Jónsdóttir fer einbeitt inn í úrslitaleikinn gegn Barcelona í dag. Getty/Boris Streubel Það er hægt að nota ýmis lýsingarorð um Sveindísi Jane Jónsdóttur og eitt af því er hvað hún er svöl. Það er engin tilviljun að Wolfsburg nýtir hana til að kynna nýju treyjurnar sínar, og að hún hefur blómstrað í stórleikjum gegn Bayern München og Arsenal í vor. Og nú er komið að því að halda kúlinu í stærsta leik ársins. Sveindís, sem fagnar 22 ára afmæli á mánudaginn, spilar í dag úrslitaleik gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu, fyrir framan troðfullan leikvang í Eindhoven í Hollandi. Leikurinn, sem hefst klukkan 14, verður í beinni og opinni útsendingu DAZN um allan heim, meðal annars á Vísi. Þó að óumdeilanlega sé um að ræða stærsta leik sem Sveindís hefur spilað, og tækifæri fyrir hana til að verða þriðji Íslendingurinn til að vinna Meistaradeild Evrópu í fótbolta (á eftir Söru Björk Gunnarsdóttur og Eiði Smára Guðjohnsen), er ekki á Keflvíkingnum að heyra að hún sé annað en svöl: „Ég verð ekkert rosalega stressuð fyrir leiki en það er alltaf smá fiðringur í maganum. Ég er meira spennt heldur en stressuð. Ef ég fæ að byrja þennan leik þá verður bara klikkað að labba inn á völlinn, Champions League lagið í gangi, troðfullur völlur. Þetta er náttúrulega bara draumur allra og ég get ekki beðið,“ segir Sveindís í viðtali við Vísi. Klippa: Sveindís um stóru stundina „Þær fá alla pressuna á sig“ Wolfsburg steinlá gegn Barcelona fyrir ári síðan, þegar liðin mættust í tveggja leikja undanúrslitaeinvígi, en fyrri leikurinn fór 5-1 fyrir framan yfir 90.000 manns á Camp Nou. Börsungar spila nú til úrslita í keppninni þriðja árið í röð, hafa endurheimt bestu knattspyrnukonu heims því Alexia Putellas er komin af stað eftir meiðsli, og Sveindís viðurkennir að spænska liðið sé sigurstranglegra. „Í fyrra töpuðu þær úrslitaleiknum svo þær koma örugglega betur gíraðar núna, og vilja væntanlega ekki tapa tveimur úrslitaleikjum í röð. Það er þá líka meiri pressa á þeim. Þær fá alla pressuna á sig. Við erum „underdogs“. Ég held að það hjálpi okkur líka. Putellas er komin til baka og hefur verið að koma inn á í spænsku deildinni. Hún gæti mögulega byrjað inn á en ég held að það sé allt eins gott fyrir okkur að hún geri það. Hún er ekki komin í 100% leikform svo ég held að það breyti ekki miklu fyrir okkur hvort hún byrji leikinn eða komi inn á. Við hugsum fyrst og fremst um okkur sjálfar, og ef við spilum okkar leik er allt opið. Við gerðum það ekki í fyrri leiknum á móti þeim í fyrra. Ef við spilum betur en þá, þá eigum við alveg séns,“ segir Sveindís sem verður dyggilega studd af fjölskyldu og vinum í Eindhoven í dag. „Þetta er mjög stórt fyrir margar af okkur“ Wolfsburg hefur lengi verið í fremstu röð í Evrópu en tapað síðustu þremur úrslitaleikjum sínum í Meistaradeildinni, árin 2016, 2018 og 2020. Hungrið er því mikið í þýska félaginu. „Það eru ekki margar í hópnum sem hafa unnið Meistaradeildina, þó að einhverjar hafi gert það. Þetta er mjög stórt fyrir margar af okkur, að taka þátt í svona risaleik, þó við séum með mjög mikla reynslu. Það er mjög mikið hungur í okkur, við erum allar með augun á verðlaununum, vitum hvað við ætlum að gera og komum ótrúlega stemmdar í leikinn. Við viljum gera það sem við gerðum í seinni leiknum á móti þeim í fyrra þegar við sýndum að við getum alveg unnið Barcelona,“ segir Sveindís. Sveindís Jane Jónsdóttir smellir kossi á bikarinn eftir að hafa orðið bikarmeistari í Þýskalandi með Wolfsburg á dögunum.Getty/Alex Grimm Hún hefur þegar orðið þýskur bikarmeistari á þessari leiktíð, en þurfti rétt að horfa á eftir þýska meistaratitlinum til Íslendingaliðsins Bayern München. Voru það vonbrigði? „Já og nei. Við bætum það vonandi upp með því að vinna Meistaradeildartitil, sem er aðeins stærri titill. Við tókum bikarmeistaratitilinn en auðvitað viljum við vinna deildina líka. En við stóðum okkur bara ekki nógu vel í deildinni og áttum það ekki skilið eftir allt saman. Mér finnst við ekki vera með verra lið en Bayern, sem við sáum vinna Barcelona í Meistaradeildinni, svo við vitum að þetta er alveg jafnt. Við erum ekkert langt á eftir Barcelona þó við séum „underdogs“ í þessum úrslitaleik.“ Úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona hefst klukkan 14 í dag að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
Sveindís, sem fagnar 22 ára afmæli á mánudaginn, spilar í dag úrslitaleik gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu, fyrir framan troðfullan leikvang í Eindhoven í Hollandi. Leikurinn, sem hefst klukkan 14, verður í beinni og opinni útsendingu DAZN um allan heim, meðal annars á Vísi. Þó að óumdeilanlega sé um að ræða stærsta leik sem Sveindís hefur spilað, og tækifæri fyrir hana til að verða þriðji Íslendingurinn til að vinna Meistaradeild Evrópu í fótbolta (á eftir Söru Björk Gunnarsdóttur og Eiði Smára Guðjohnsen), er ekki á Keflvíkingnum að heyra að hún sé annað en svöl: „Ég verð ekkert rosalega stressuð fyrir leiki en það er alltaf smá fiðringur í maganum. Ég er meira spennt heldur en stressuð. Ef ég fæ að byrja þennan leik þá verður bara klikkað að labba inn á völlinn, Champions League lagið í gangi, troðfullur völlur. Þetta er náttúrulega bara draumur allra og ég get ekki beðið,“ segir Sveindís í viðtali við Vísi. Klippa: Sveindís um stóru stundina „Þær fá alla pressuna á sig“ Wolfsburg steinlá gegn Barcelona fyrir ári síðan, þegar liðin mættust í tveggja leikja undanúrslitaeinvígi, en fyrri leikurinn fór 5-1 fyrir framan yfir 90.000 manns á Camp Nou. Börsungar spila nú til úrslita í keppninni þriðja árið í röð, hafa endurheimt bestu knattspyrnukonu heims því Alexia Putellas er komin af stað eftir meiðsli, og Sveindís viðurkennir að spænska liðið sé sigurstranglegra. „Í fyrra töpuðu þær úrslitaleiknum svo þær koma örugglega betur gíraðar núna, og vilja væntanlega ekki tapa tveimur úrslitaleikjum í röð. Það er þá líka meiri pressa á þeim. Þær fá alla pressuna á sig. Við erum „underdogs“. Ég held að það hjálpi okkur líka. Putellas er komin til baka og hefur verið að koma inn á í spænsku deildinni. Hún gæti mögulega byrjað inn á en ég held að það sé allt eins gott fyrir okkur að hún geri það. Hún er ekki komin í 100% leikform svo ég held að það breyti ekki miklu fyrir okkur hvort hún byrji leikinn eða komi inn á. Við hugsum fyrst og fremst um okkur sjálfar, og ef við spilum okkar leik er allt opið. Við gerðum það ekki í fyrri leiknum á móti þeim í fyrra. Ef við spilum betur en þá, þá eigum við alveg séns,“ segir Sveindís sem verður dyggilega studd af fjölskyldu og vinum í Eindhoven í dag. „Þetta er mjög stórt fyrir margar af okkur“ Wolfsburg hefur lengi verið í fremstu röð í Evrópu en tapað síðustu þremur úrslitaleikjum sínum í Meistaradeildinni, árin 2016, 2018 og 2020. Hungrið er því mikið í þýska félaginu. „Það eru ekki margar í hópnum sem hafa unnið Meistaradeildina, þó að einhverjar hafi gert það. Þetta er mjög stórt fyrir margar af okkur, að taka þátt í svona risaleik, þó við séum með mjög mikla reynslu. Það er mjög mikið hungur í okkur, við erum allar með augun á verðlaununum, vitum hvað við ætlum að gera og komum ótrúlega stemmdar í leikinn. Við viljum gera það sem við gerðum í seinni leiknum á móti þeim í fyrra þegar við sýndum að við getum alveg unnið Barcelona,“ segir Sveindís. Sveindís Jane Jónsdóttir smellir kossi á bikarinn eftir að hafa orðið bikarmeistari í Þýskalandi með Wolfsburg á dögunum.Getty/Alex Grimm Hún hefur þegar orðið þýskur bikarmeistari á þessari leiktíð, en þurfti rétt að horfa á eftir þýska meistaratitlinum til Íslendingaliðsins Bayern München. Voru það vonbrigði? „Já og nei. Við bætum það vonandi upp með því að vinna Meistaradeildartitil, sem er aðeins stærri titill. Við tókum bikarmeistaratitilinn en auðvitað viljum við vinna deildina líka. En við stóðum okkur bara ekki nógu vel í deildinni og áttum það ekki skilið eftir allt saman. Mér finnst við ekki vera með verra lið en Bayern, sem við sáum vinna Barcelona í Meistaradeildinni, svo við vitum að þetta er alveg jafnt. Við erum ekkert langt á eftir Barcelona þó við séum „underdogs“ í þessum úrslitaleik.“ Úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona hefst klukkan 14 í dag að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira