Allt besta CrossFit fólk Evrópu er komið til Berlínar í Þýskalandi þar sem keppt er um ellefu laus sæti hjá körlum og konum sem og um tíu laus sæti í liðakeppni.
Íslenskt lið mun þar reyna að tryggja sér þáttökurétt á heimsleikunum í haust.
Íslenska liðið kallar sig Crossfit Sport og liðsfélagar eru: Andrea Ingibjörg Orradóttir, Steinunn Anna Svansdóttir og Ragnar Ingi Klemenzson og Viktor Ólafsson.
Hér fyrir neðan má ská beina útsendingu frá keppninni í dag en tvær greinar fara fram í dag. Sú fyrri byrjar klukkan 11.00 en sú síðari klukkan tuttugu mínútur í tvö.