„Óskilgetinn sonur Michael Jordan?“ Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2023 16:00 Jimmy Butler sækir að körfu Boston í sigrinum í nótt. AP/Michael Dwyer Hinn 33 ára gamli Jimmy Butler verður til umræðu í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld, eftir að hafa leitt Miami Heat inn í úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn í körfubolta. Butler og félagar í Heat náðu að lokum að slá Boston Celtics út í nótt og mæta því Denver Nuggets í úrslitaeinvíginu sem hefst á fimmtudagskvöld, rétt eftir miðnætti að íslenskum tíma, á Stöð 2 Sport 2. Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson ræða um Butler í Lögmálum leiksins í kvöld, og um það hvernig Butler blómstrar á fertugsaldri. „Hans saga er náttúrulega svolítið sérstök. Hann kemur inn og það hefur einhvern veginn enginn trú á honum,“ segir Hörður. „Nema við Bullsarar. Við „dröftuðum“ hann. Óskilgetinn sonur Michael Jordan?“ klárar Tómas setningu Harðar sem svarar: „Svo segir sagan.“ Að öllu gamni slepptu er þó ekkert sem bendir til þess að Butler sé sonur Jordans, þó að báðir hafi mikla körfuboltahæfileika og hafi spilað fyrir Chicago Bulls. Klippa: Lögmál leiksins - Umræða um Jimmy Butler Butler fór frá Chicago árið 2017 og lék eina leiktíð með Minnesota Timberwolves, og aðra með Philadelphia 76ers, áður en hann kom til Miami árið 2019. „Hann er á seinni hluta ferilsins. Það er magnað að hann sé að ná þessu með þessu liði, en gat það ekki með Philly [Philadelphia 76ers]. Minnesota var örugglega betra lið á pappír líka,“ segir Tómas. „Þetta er enn eitt „hvað ef?“ fyrir stuðningsmenn Philly. Kasta Jimmy Butler í burtu fyrir í raun ekki neitt. Fengu Josh Richardson til baka,“ segir Hörður og Tómas bætir við léttur í bragði: „Það var talað um að þetta hefðu verið A+ skipti fyrir Philly. Bara frábært fyrir Philly. Að hann passaði bara ekki almennilega inn í þetta. Sagan er búin að dæma þetta.“ Lögmál leiksins eru á dagskrá klukkan 21 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Butler og félagar í Heat náðu að lokum að slá Boston Celtics út í nótt og mæta því Denver Nuggets í úrslitaeinvíginu sem hefst á fimmtudagskvöld, rétt eftir miðnætti að íslenskum tíma, á Stöð 2 Sport 2. Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson ræða um Butler í Lögmálum leiksins í kvöld, og um það hvernig Butler blómstrar á fertugsaldri. „Hans saga er náttúrulega svolítið sérstök. Hann kemur inn og það hefur einhvern veginn enginn trú á honum,“ segir Hörður. „Nema við Bullsarar. Við „dröftuðum“ hann. Óskilgetinn sonur Michael Jordan?“ klárar Tómas setningu Harðar sem svarar: „Svo segir sagan.“ Að öllu gamni slepptu er þó ekkert sem bendir til þess að Butler sé sonur Jordans, þó að báðir hafi mikla körfuboltahæfileika og hafi spilað fyrir Chicago Bulls. Klippa: Lögmál leiksins - Umræða um Jimmy Butler Butler fór frá Chicago árið 2017 og lék eina leiktíð með Minnesota Timberwolves, og aðra með Philadelphia 76ers, áður en hann kom til Miami árið 2019. „Hann er á seinni hluta ferilsins. Það er magnað að hann sé að ná þessu með þessu liði, en gat það ekki með Philly [Philadelphia 76ers]. Minnesota var örugglega betra lið á pappír líka,“ segir Tómas. „Þetta er enn eitt „hvað ef?“ fyrir stuðningsmenn Philly. Kasta Jimmy Butler í burtu fyrir í raun ekki neitt. Fengu Josh Richardson til baka,“ segir Hörður og Tómas bætir við léttur í bragði: „Það var talað um að þetta hefðu verið A+ skipti fyrir Philly. Bara frábært fyrir Philly. Að hann passaði bara ekki almennilega inn í þetta. Sagan er búin að dæma þetta.“ Lögmál leiksins eru á dagskrá klukkan 21 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira