Lífið

Hilmir Snær og Bene­dikt Erlings endur­gerðu frægan Fóst­bræðraskets

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þeir félagar höfðu engu gleymt þrátt fyrir að 26 ár séu síðan þeir léku sketsinn saman síðast. 
Þeir félagar höfðu engu gleymt þrátt fyrir að 26 ár séu síðan þeir léku sketsinn saman síðast.  Brokk

Leikararnir Hilmir Snær Guðna­son og Bene­dikt Er­lings­son endur­gerðu einn frægasta Fóst­bræðra skets frá upp­hafi, skets sem löngum hefur verið kenndur við að „slaka.“ 

Um er að ræða aug­lýsingu fyrir öryggis­vesti á vegum Brokk, net­verslunar hesta­mannsins. Báðir eru þeir Hilmir Snær og Bene­dikt Erlings miklir hesta­menn og hafa verið um ára­bil svo at­hygli hefur oft vakið. 

Árið 2008 riðu þeir fé­lagar til að mynda saman frá hest­húsa­hverfinu Gusti í Kópa­vogi og niður í Hallar­garð við tjörnina í Reykja­vík í gjörningi þar sem þeir minntu borgar­full­trúa á að tryggja á­fram að­gang al­mennings og þá sér­stak­lega barna að hesta­réttinni og garðinum eftir sölu borgarinnar á Frír­kirkju­vegi.

Í aug­lýsingu Brokk slá þeir fé­lagar á öllu léttari strengi og endur­gera einn af þekktari sketsum Fóst­bræðra, sem sýndir voru á Stöð 2 á tíunda ára­tugnum. Sketsinn þekkja lang­flestir en hann var að finna í allra fyrstu seríunni af grínþáttunum sem sýnd var í sjónvarpi árið 1997. 

Þar gerir per­sóna Hilmis Snæs hosur sínar grænar fyrir per­sónu Benna Erlings á kómískan hátt við dræmar undir­tekir hins síðar­nefnda. Upprunalega sketsinn má horfa á hér og uppfærða útgáfu neðst í fréttinni.

Fóst­bræður hafa svo sannar­lega minnt á það hversu ræki­lega þeir hafa stimplað sig inn í þjóðar­vitundina en Jóhannes Haukur Jóhannes­son sagði til að mynda einn frægasta brandara þáttanna ný­verið í auka­hlut­verki sínu í hinum heims­frægu drama­þáttum Succession sem sýndir eru á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.